Ekki sagt vera lán heldur hlutdeild í sameiginlegum kostnaði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2020 22:25 Það er mikill hiti í FH-hluta Hafnafjarðar. Vísir/HAG Það sem var upprunalega fimm milljón króna lán frá barna- og unglingastarfi FH til knattspyrnudeildar félagsins er nú sagt vera hlutdeild í sameiginlegum kostnaði. Þetta kemur fram í ársreikningi knattspyrnudeildarinnar. Í desember á síðasta ári fékk stjórn knattspyrnudeildar FH fimm milljón króna lán frá barna og unglingastarfi félagsins. Kom lánið til vegna fjárhagsvandræða í kringum meistaraflokk karla. Samkvæmt frétt Fjarðarfrétta var skuldabréf gefið út fyrir láninu. Átti að greiða það í maí á þessu ári. Það var þó aldrei greitt og verður ekki greitt að því virðist. Málið var tekið fyrir á fundi eftirlitsnefndar um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga þann 20. maí á þessu ári. Þar staðfesti Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, að um hlutdeild barna- og unglingastarfs FH í sameiginlegum stjórnarkostnaði knattspyrnudeildar hefði verið að ræða frekar en lán. Sjá einnig: Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Stjórn barna- og unglingastarfs sagði af sér efir að atvikið kom upp, ef frá er talinn einn meðlimur. Samkvæmt heimildum RÚV þá sinnir sá aðili einn öllum störfum ráðsins í dag. „Stjórn barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar FH sagði sig frá störfum fyrir deildina sl. vetur og var ástæðan sögð, í tilkynningu til foreldra, skoðanaágreiningur við formann og framkvæmdastjórn knattspyrnudeildar og formann FH, trúnaðarbrestur og óásættanleg vinnubrögð þeirra undangengnar vikur. Undanfarin ár hafa foreldrar þurft að greiða sérstakt gjald sem er leiga fyrir afnot af minnsta knatthúsinu, Dvergnum og hefur verið mikil óánægja með það meðal foreldra,“ segir í frétt Fjarðarfrétta um málið. Einnig fór fimm milljón króna styrkur knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem ætlaður var barna- og unglingastarfi félagsins inn í aðalsjóð FH. Ástæðan var uppbygging á æfingasvæði félagsins en FH-ingar byggðu knatthúsið Skessuna á síðasta ári. Formaðurinn segir marga misskilja UEFA-styrkinn „Margir túlka styrkinn þannig að hann eigi alfarið að fara í barna- og unglingaráð. Það vill þannig til að þessi styrkur er hugsaður fyrir aldursflokkinn 18 ára og niður en hann er ekki eingöngu til að borga beinan kostnað barna- og unglingaráðs, þ.e.a.s. launakostnað sem er langstærsti hlutinn. Hann er einnig fyrir aðstöðusköpun og slíkt.“ Sjá einnig: Sportpakkinn: „Aldrei gaman að geta ekki greitt fólki“ „Ég held að þó að árið 2019 hafi styrkurinn farið í aðalsjóðinn þá er það, ef maður lítur á síðustu 10 árin, um 10% af þessum styrk. 90% hefur farið beint í barna- og unglingaráðið. Í mínum huga er þetta mjög eðlilegt og vel innan þess ramma sem UEFA setur og hefur sett. Svo ég sé akkúrat ekkert að þessu.“ sagði Viðar Halldórsson í samtali við íþróttadeild RÚV í dag. Samkvæmt heimildum RÚV er málinu ekki lokið af hálfu fyrrum stjórnar barna- og unglingaráðs. Vænta má yfirlýsingar á næstu dögum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Það sem var upprunalega fimm milljón króna lán frá barna- og unglingastarfi FH til knattspyrnudeildar félagsins er nú sagt vera hlutdeild í sameiginlegum kostnaði. Þetta kemur fram í ársreikningi knattspyrnudeildarinnar. Í desember á síðasta ári fékk stjórn knattspyrnudeildar FH fimm milljón króna lán frá barna og unglingastarfi félagsins. Kom lánið til vegna fjárhagsvandræða í kringum meistaraflokk karla. Samkvæmt frétt Fjarðarfrétta var skuldabréf gefið út fyrir láninu. Átti að greiða það í maí á þessu ári. Það var þó aldrei greitt og verður ekki greitt að því virðist. Málið var tekið fyrir á fundi eftirlitsnefndar um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga þann 20. maí á þessu ári. Þar staðfesti Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, að um hlutdeild barna- og unglingastarfs FH í sameiginlegum stjórnarkostnaði knattspyrnudeildar hefði verið að ræða frekar en lán. Sjá einnig: Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Stjórn barna- og unglingastarfs sagði af sér efir að atvikið kom upp, ef frá er talinn einn meðlimur. Samkvæmt heimildum RÚV þá sinnir sá aðili einn öllum störfum ráðsins í dag. „Stjórn barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar FH sagði sig frá störfum fyrir deildina sl. vetur og var ástæðan sögð, í tilkynningu til foreldra, skoðanaágreiningur við formann og framkvæmdastjórn knattspyrnudeildar og formann FH, trúnaðarbrestur og óásættanleg vinnubrögð þeirra undangengnar vikur. Undanfarin ár hafa foreldrar þurft að greiða sérstakt gjald sem er leiga fyrir afnot af minnsta knatthúsinu, Dvergnum og hefur verið mikil óánægja með það meðal foreldra,“ segir í frétt Fjarðarfrétta um málið. Einnig fór fimm milljón króna styrkur knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem ætlaður var barna- og unglingastarfi félagsins inn í aðalsjóð FH. Ástæðan var uppbygging á æfingasvæði félagsins en FH-ingar byggðu knatthúsið Skessuna á síðasta ári. Formaðurinn segir marga misskilja UEFA-styrkinn „Margir túlka styrkinn þannig að hann eigi alfarið að fara í barna- og unglingaráð. Það vill þannig til að þessi styrkur er hugsaður fyrir aldursflokkinn 18 ára og niður en hann er ekki eingöngu til að borga beinan kostnað barna- og unglingaráðs, þ.e.a.s. launakostnað sem er langstærsti hlutinn. Hann er einnig fyrir aðstöðusköpun og slíkt.“ Sjá einnig: Sportpakkinn: „Aldrei gaman að geta ekki greitt fólki“ „Ég held að þó að árið 2019 hafi styrkurinn farið í aðalsjóðinn þá er það, ef maður lítur á síðustu 10 árin, um 10% af þessum styrk. 90% hefur farið beint í barna- og unglingaráðið. Í mínum huga er þetta mjög eðlilegt og vel innan þess ramma sem UEFA setur og hefur sett. Svo ég sé akkúrat ekkert að þessu.“ sagði Viðar Halldórsson í samtali við íþróttadeild RÚV í dag. Samkvæmt heimildum RÚV er málinu ekki lokið af hálfu fyrrum stjórnar barna- og unglingaráðs. Vænta má yfirlýsingar á næstu dögum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki