Chauvin ákærður fyrir skattsvik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2020 20:45 Mynd af lögreglumanninum Derek Chauvin, eftir að hann var handtekinn. Hann hefur nú verið ákærður fyrir skattsvik. RCSO/AP Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar segir að Chauvin og fyrrverandi eiginkona hans, sem skildi við hann í kjölfar þess að hann var handtekinn fyrir morðið á Floyd í maí, séu sökuð um að skulda skattayfirvöldum í Minnesota hátt í 38 þúsund dollara, eða um fimm milljónir króna. Derek Chauvin og fyrrverandi eiginkona hans, Kellie Chauvin, eru alls ákærð í níu liðum fyrir að hafa falsað skattskýrslur annars vegar og fyrir að hafa ekki skilað skattskýrslum hins vegar. Þeim er gefið að sök að hafa ekki gefið upp alls 434 þúsund dollara af sameiginlegum tekjum sínum frá árinu 2014, eða rúmlega 63 milljónir króna. Hluta þeirra tekna aflaði Chauvin í hlutastarfi sem öryggisvörður samhliða störfum sinnar inan lögreglunnar í Minneapolis. Imran Ali saksóknari hefur sagt að í framvindu rannsóknarinnar gæti komið í ljós að hjónin fyrrverandi skulduðu hærri fjárhæðir en þegar eru komnar fram. Chauvin er nú í haldi lögreglunnar, og hefur verið það síðan hann var ákærður fyrir morðið á George Floyd í lok maí síðastliðins. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar segir að Chauvin og fyrrverandi eiginkona hans, sem skildi við hann í kjölfar þess að hann var handtekinn fyrir morðið á Floyd í maí, séu sökuð um að skulda skattayfirvöldum í Minnesota hátt í 38 þúsund dollara, eða um fimm milljónir króna. Derek Chauvin og fyrrverandi eiginkona hans, Kellie Chauvin, eru alls ákærð í níu liðum fyrir að hafa falsað skattskýrslur annars vegar og fyrir að hafa ekki skilað skattskýrslum hins vegar. Þeim er gefið að sök að hafa ekki gefið upp alls 434 þúsund dollara af sameiginlegum tekjum sínum frá árinu 2014, eða rúmlega 63 milljónir króna. Hluta þeirra tekna aflaði Chauvin í hlutastarfi sem öryggisvörður samhliða störfum sinnar inan lögreglunnar í Minneapolis. Imran Ali saksóknari hefur sagt að í framvindu rannsóknarinnar gæti komið í ljós að hjónin fyrrverandi skulduðu hærri fjárhæðir en þegar eru komnar fram. Chauvin er nú í haldi lögreglunnar, og hefur verið það síðan hann var ákærður fyrir morðið á George Floyd í lok maí síðastliðins.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira