Arnar Gunnlaugs: Nenni ekki að tjá mig um þetta Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 23. júlí 2020 22:10 Arnar Gunnlaugsson var ekki sáttur með að fá aðeins eitt stig á Seltjarnarnesi í kvöld. vísir/bára Víkingar misstu í kvöld dýrmæt stig í baráttunni um Evrópu sæti í Pepsi Max deild karla þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við nýliða Gróttu á Vivaldi vellinum. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var eins og við mátti búast hvorki ánægður með frammistöðuna né úrslitin í kvöld. „Ég er drullu ósáttur. Við vorum að koma hingað á mikilli siglingu og Grótta er að berjast fyrir lífi sínu. Þeir voru hræddir við okkur fyrir leik ég get lofað þér því. Við gáfum þeim þvílíka vítamínsprautu beint í æð á fyrstu mínútunni með mjög mjúku marki,” sagði Arnar Gunnlaugsson hundfúll eftir leik kvöldsins. Víkingar ætluðu sér fyrir tímabilið að berjast um titilinn á meðan það spáði enginn sérfræðingur því að Grótta myndu halda sér uppi. Grótta skoraði markið sitt eftir hornspyrnu en Víkingar hafa einmitt verið í vandræðum með að verjast gegn föstum leikatriðum í sumar. Víkingar eru með nokkra ansi stóra og stæðilega í sínu liði sem ættu að gera betur þegar það kemur að því verjast föstum leikatriðum auk þess að vera með markmann sem er nýkominn heim úr atvinnumennsku og er búinn að fara á stórmót með landsliðinu. „En og aftur fast leikatriði sem við fáum á okkur mark úr, sem er hrikalega pirrandi með okkar stóru stráka inni í vítateig. Svo var þetta bara Groundhog Day í 90 mínútur. Við vorum með boltann og áttum sóknir, svo var sparkað fram og við áttum sóknir. Þetta var eins og uppspilsæfing á tímapunkti, þeir vörðust hrikalega vel og eiga hrós skilið fyrir gríðarlega baráttu og áttu bara skilið stigið.” Víkingur byrjuðu leikinn með þrjá miðverði en voru fljótir að færa Viktor Örlýg Andrason upp á miðjuna þegar þeir sáu hvað Grótta lögðust neðarlega á völlinn. „Við erum komnir 1-0 undir eftir eina mínútu og við erum með þrjá menn í vörn á móti engum sóknarmanni það meikar ekki sens. Við fækkuðum bara í vörninni og færðum mann framar sem var í vörninni.” Grótta var ekki beint að sækjast eftir fleiri mörkum eftir að komast yfir í leik kvöldsins. Þeir spiluðu oft með 11 menn á bakvið boltann og skiptingarnar þeirra voru ekki heldur líklegar til að bæta við marki. „Ég veit að áhorfendur trúa því ekki en það er erfitt að spila á móti liði sem að tjaldar svona fyrir framan vítateig og eru líka hættulegir í skyndisóknum. Þannig að kannski er þetta bara fínasta stig.” Grótta færði sig aðeins framar á völlinn eftir að Víkingar jöfnuðu leikinn og þá færðist meira fjör í leikinn, það dugði þó ekki til en Víkingar náðu ekki að skora meira en þetta eina mark. „Það dugði ekki til. Við fengum einhver hálffæri og einhver eitt, tvö tilkall til dauðafæris en fyrir utan það þá vörðust þeir bara vel. Þeir eiga bara hrós skilið.” Víkingar vildu 5-6 sinnum í leiknum fá vítaspyrnur en fengu aldrei neitt fyrir sinn snúð. Gróttumenn virtustu nota hendurnar nokkrum sinnum við varnarleikinn en dómari leiksins vildi meina að það hafi ekki verið raunin. „Ég sá þau öll. Ég nenni ekki einu sinni að tjá mig um þetta. Þetta hefur ekkert upp úr sér. Þetta skiptir engu máli þetta er bara fyrir fjölmiðlamenn og hlaðvarpara til að röfla um hvort þetta sé víti eða ekki. Það breytir ekki neinu í sjálfu sér það skiptir engu máli,” sagði Arnar aðspurður hvort hann hefði séð atvikin og hvort hann hefði viljað víti. Óttar Magnús Karlsson markahæsti leikmaður deildarinnar er að taka hornspyrnurnar hægra megin hjá Víkingum. Þetta vakti athygli blaðamanns þar sem svona menn eru oftast geymdir inni í teignum í föstum leikatriðum. „Hann hefur tekið hornin fyrir okkur í allt sumar. Hann er mjög góður spyrnumaður og allt það. Við gerðum ekki nógu vel út úr þessum hornum sem við fengum, ég man ekki hvað við fengum mörg horn í þessum leik.” Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Víkingur 1-1| Nýliðarnir náðu jafntefli gegn bikarmeisturunum Eftir að hafa skorað sex mörk gegn ÍA þurftu Víkingar að sætta sig við jafntefli gegn Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld, lokatölur 1-1. 23. júlí 2020 21:15 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Víkingar misstu í kvöld dýrmæt stig í baráttunni um Evrópu sæti í Pepsi Max deild karla þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við nýliða Gróttu á Vivaldi vellinum. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var eins og við mátti búast hvorki ánægður með frammistöðuna né úrslitin í kvöld. „Ég er drullu ósáttur. Við vorum að koma hingað á mikilli siglingu og Grótta er að berjast fyrir lífi sínu. Þeir voru hræddir við okkur fyrir leik ég get lofað þér því. Við gáfum þeim þvílíka vítamínsprautu beint í æð á fyrstu mínútunni með mjög mjúku marki,” sagði Arnar Gunnlaugsson hundfúll eftir leik kvöldsins. Víkingar ætluðu sér fyrir tímabilið að berjast um titilinn á meðan það spáði enginn sérfræðingur því að Grótta myndu halda sér uppi. Grótta skoraði markið sitt eftir hornspyrnu en Víkingar hafa einmitt verið í vandræðum með að verjast gegn föstum leikatriðum í sumar. Víkingar eru með nokkra ansi stóra og stæðilega í sínu liði sem ættu að gera betur þegar það kemur að því verjast föstum leikatriðum auk þess að vera með markmann sem er nýkominn heim úr atvinnumennsku og er búinn að fara á stórmót með landsliðinu. „En og aftur fast leikatriði sem við fáum á okkur mark úr, sem er hrikalega pirrandi með okkar stóru stráka inni í vítateig. Svo var þetta bara Groundhog Day í 90 mínútur. Við vorum með boltann og áttum sóknir, svo var sparkað fram og við áttum sóknir. Þetta var eins og uppspilsæfing á tímapunkti, þeir vörðust hrikalega vel og eiga hrós skilið fyrir gríðarlega baráttu og áttu bara skilið stigið.” Víkingur byrjuðu leikinn með þrjá miðverði en voru fljótir að færa Viktor Örlýg Andrason upp á miðjuna þegar þeir sáu hvað Grótta lögðust neðarlega á völlinn. „Við erum komnir 1-0 undir eftir eina mínútu og við erum með þrjá menn í vörn á móti engum sóknarmanni það meikar ekki sens. Við fækkuðum bara í vörninni og færðum mann framar sem var í vörninni.” Grótta var ekki beint að sækjast eftir fleiri mörkum eftir að komast yfir í leik kvöldsins. Þeir spiluðu oft með 11 menn á bakvið boltann og skiptingarnar þeirra voru ekki heldur líklegar til að bæta við marki. „Ég veit að áhorfendur trúa því ekki en það er erfitt að spila á móti liði sem að tjaldar svona fyrir framan vítateig og eru líka hættulegir í skyndisóknum. Þannig að kannski er þetta bara fínasta stig.” Grótta færði sig aðeins framar á völlinn eftir að Víkingar jöfnuðu leikinn og þá færðist meira fjör í leikinn, það dugði þó ekki til en Víkingar náðu ekki að skora meira en þetta eina mark. „Það dugði ekki til. Við fengum einhver hálffæri og einhver eitt, tvö tilkall til dauðafæris en fyrir utan það þá vörðust þeir bara vel. Þeir eiga bara hrós skilið.” Víkingar vildu 5-6 sinnum í leiknum fá vítaspyrnur en fengu aldrei neitt fyrir sinn snúð. Gróttumenn virtustu nota hendurnar nokkrum sinnum við varnarleikinn en dómari leiksins vildi meina að það hafi ekki verið raunin. „Ég sá þau öll. Ég nenni ekki einu sinni að tjá mig um þetta. Þetta hefur ekkert upp úr sér. Þetta skiptir engu máli þetta er bara fyrir fjölmiðlamenn og hlaðvarpara til að röfla um hvort þetta sé víti eða ekki. Það breytir ekki neinu í sjálfu sér það skiptir engu máli,” sagði Arnar aðspurður hvort hann hefði séð atvikin og hvort hann hefði viljað víti. Óttar Magnús Karlsson markahæsti leikmaður deildarinnar er að taka hornspyrnurnar hægra megin hjá Víkingum. Þetta vakti athygli blaðamanns þar sem svona menn eru oftast geymdir inni í teignum í föstum leikatriðum. „Hann hefur tekið hornin fyrir okkur í allt sumar. Hann er mjög góður spyrnumaður og allt það. Við gerðum ekki nógu vel út úr þessum hornum sem við fengum, ég man ekki hvað við fengum mörg horn í þessum leik.”
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Víkingur 1-1| Nýliðarnir náðu jafntefli gegn bikarmeisturunum Eftir að hafa skorað sex mörk gegn ÍA þurftu Víkingar að sætta sig við jafntefli gegn Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld, lokatölur 1-1. 23. júlí 2020 21:15 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Víkingur 1-1| Nýliðarnir náðu jafntefli gegn bikarmeisturunum Eftir að hafa skorað sex mörk gegn ÍA þurftu Víkingar að sætta sig við jafntefli gegn Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld, lokatölur 1-1. 23. júlí 2020 21:15