Segir samstarfsmann sinn á þingi hafa kallað sig „helvítis tík“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2020 23:29 Alexandria Ocasio-Cortez er einn þingmanna Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Getty/Scott Eisen Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez segir að samstarfsmaður hennar í deildinni, þingmaðurinn Ted Yoho hafi kallað hana „helvítis tík“ fyrr í þessari viku. Þetta kom fram í þingræðu. Fjölmiðlar höfðu áður fjallað um ummælu Yoho, en Ocasio-Cortez ítrekaði það í þinginu í dag eftir að Yoho sagði um misskilning að ræða. Ocasio-Cortez segir atvikið hafa átt sér stað á tröppum þinghússins í Washington-borg. Hún hafi verið á leið upp tröppurnar og inn í þinghúsið þegar Yoho hafi nálgast hana, veifað fingrinum framan í hana og sagt hana ógeðslega. Hún hafi þá sagt hann dónalegan, gengið burt og hann kallað á eftir henni. „Það voru fréttamenn fyrir framan þinghúsið. Fyrir framan téða fréttamenn kallaði þingmaðurinn Yoho mig, og ég vitna beint í hann: „Helvítis tík.““ Ted Yoho er einn þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.Melina Mara/WP/Getty Yoho baðst í gær afsökunar, en þó ekki á að hafa látið orðin falla. Hann baðst heldur afsökunar á þeim misskilningi sem ríkti um að hann hefði látið orðin falla. „Hafandi verið giftur í 45 ár og eigandi tvær dætur er ég mjög meðvitaður um orðaval mitt. Móðgandi orð sem mér eru gerð upp voru aldrei látin falla í garð samstarfskonu minnar og ef þeim var tekið þannig, þá biðst ég afsökunar á misskilningnum sem þau hafa valdið. Ég get ekki beðist afsökunar á ástríðu minni, á því að elska Guð, fjölskyldu mína og landið mitt,“ sagði Yoho. Þessi orð Yoho urðu tilefni til þess að Ocasio-Cortez vakti aftur máls á atvikinu. Hún sagði ummælin ekki hafa verið særandi, þar sem hún hefði kynnst svipaðri hegðun áður. „Herra Yoho minntist á að hann ætti eiginkonu og tvær dætur. Ég er tveimur árum yngri en yngsta dóttir herra Yoho. Ég er dóttir einhvers líka. Að eiga eiginkonu gerir mann ekki að góðum manni, að koma fram við fólk af virðingu gerir mann að góðum manni,“ sagði Ocasio-Cortez í þingræðu sinni í dag. Bandaríkin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez segir að samstarfsmaður hennar í deildinni, þingmaðurinn Ted Yoho hafi kallað hana „helvítis tík“ fyrr í þessari viku. Þetta kom fram í þingræðu. Fjölmiðlar höfðu áður fjallað um ummælu Yoho, en Ocasio-Cortez ítrekaði það í þinginu í dag eftir að Yoho sagði um misskilning að ræða. Ocasio-Cortez segir atvikið hafa átt sér stað á tröppum þinghússins í Washington-borg. Hún hafi verið á leið upp tröppurnar og inn í þinghúsið þegar Yoho hafi nálgast hana, veifað fingrinum framan í hana og sagt hana ógeðslega. Hún hafi þá sagt hann dónalegan, gengið burt og hann kallað á eftir henni. „Það voru fréttamenn fyrir framan þinghúsið. Fyrir framan téða fréttamenn kallaði þingmaðurinn Yoho mig, og ég vitna beint í hann: „Helvítis tík.““ Ted Yoho er einn þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.Melina Mara/WP/Getty Yoho baðst í gær afsökunar, en þó ekki á að hafa látið orðin falla. Hann baðst heldur afsökunar á þeim misskilningi sem ríkti um að hann hefði látið orðin falla. „Hafandi verið giftur í 45 ár og eigandi tvær dætur er ég mjög meðvitaður um orðaval mitt. Móðgandi orð sem mér eru gerð upp voru aldrei látin falla í garð samstarfskonu minnar og ef þeim var tekið þannig, þá biðst ég afsökunar á misskilningnum sem þau hafa valdið. Ég get ekki beðist afsökunar á ástríðu minni, á því að elska Guð, fjölskyldu mína og landið mitt,“ sagði Yoho. Þessi orð Yoho urðu tilefni til þess að Ocasio-Cortez vakti aftur máls á atvikinu. Hún sagði ummælin ekki hafa verið særandi, þar sem hún hefði kynnst svipaðri hegðun áður. „Herra Yoho minntist á að hann ætti eiginkonu og tvær dætur. Ég er tveimur árum yngri en yngsta dóttir herra Yoho. Ég er dóttir einhvers líka. Að eiga eiginkonu gerir mann ekki að góðum manni, að koma fram við fólk af virðingu gerir mann að góðum manni,“ sagði Ocasio-Cortez í þingræðu sinni í dag.
Bandaríkin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira