Fótbolti

Balot­elli gæti farið í C-deildina til eig­anda sem á rosa­lega peninga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dvöl Mario Balotelli hjá Bresica hefur ekki verið merkileg.
Dvöl Mario Balotelli hjá Bresica hefur ekki verið merkileg. vísir/getty

Stjórnarformaður Como, liðs sem leikur í C-deildinni, hefur greint frá því að félagið hafi rætt við Mario Balotelli um að leika með liðinu á næstu leiktíð.

Como endaði í 13. A-riðils C-deildarinnar á síðustu leiktíð en félagið er í eigu Roberti Budi Hartono, kínverskur Indónesíumaður, en hann er metinn á átján milljarða punda.

Hartono vill koma Como aftur í efstu raðir fótboltans og núna hefur hann sett stefnuna á að fá hinn skrautlega Balotelli til að koma þeim upp um deildir.

Balotelli mun yfirgefa Birki Bjarnason og félaga í Brescia í sumar og nú gæti hann endað á því að spila tveimur deildum neðar.

„Það hafa verið viðræður. Umbjóðendur hans settust niður með okkur og hlustuðu á okkar hugmyndir en ég get ekki sagt meira en það,“ sagði Michael Gandler, stjórnarformaður Como, í samtali við Provincia di Como.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×