Segir mikla angist og hræðslu hafa fylgt því að missa sjónina fyrirvaralaust Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 13:48 Svavar Guðmundsson sjávarútvegsfræðingur. Vísir Svavar Guðmundsson missti sjónina á nokkrum dögum árið 2014 án nokkurs fyrirvara. Svavar var að kaupa sér hádegismat þegar hann hættir að sjá en kvöldið áður hafði hann verið í bumbubolta og fengið höfuðhögg. Hann segist hafa verið heppinn að hafa verið fullorðinn og að hafa fengið að ferðast og gera margt áður en sjónin fór. „Þetta gerist á virkum degi í september 2014 þar sem ég er í vinnunni minni niðri í Fákafeni. Ég hafði verið undir miklu álagi á þessum tíma og ákveð að fara á Tokyo Sushi í Glæsibæ, labba inn og kaupi mér einn sushibakka og svo þegar ég sest inn í bíl er eins og það dragi ský fyrir sólu,“ segir Svavar. Svavar segist hafa náð að keyra heim en hann bjó nokkuð stuttu frá. „Það var síðasta bílferðin mín [undir stýri] og ég borðaði aldrei þennan sushibakka.“ Á þremur eða fjórum dögum hafi 98 prósent af sjóninni farið. „Lengi vel, í marga mánuði eftir það, var ég með innan við tvö prósent sjón.“ Kvöldið áður hafði hann verið að spila bumbubolta og hafi lent í skallaeinvígi við félaga sinn. „Leik var hætt og ég fór heim til mín, kannski, væntanlega, með heilahristing,“ segir Svavar. Hann segist hafa hitt um 16 augnlækna hér á landi og að tveir eða þrír þeirra hafi talið að sjónleysið mætti rekja til höfuðhöggsins. Átta mánuðum eftir að sjónin fór fór Svavar í rannsókn sem leiddi það í ljós að hann er með erfðagalla í sjóntaug. „Kannski, við vitum ekki hvort höfuðhöggið hafi triggerað það, þó menn hafi haldið því fram.“ Svavar segir mikla angist og hræðslu fylgja því að missa sjónina svona snögglega. „Þetta er auðvitað svakaleg angist og hræðsla, sjálfsmyndin fer af því að maður speglar sig svo mikið í öðru fólki. Þú þekkir ekki neinn lengur og þarft að læra að ganga alveg upp á nýtt og rekur þig í öll horn og alla karma og allt.“ „Mér féllust hendur sérstaklega yfir hjálparleysinu, það tók mig óratíma að komast til augnlæknis, ég þurfti að sitja fyrir þeim því það var verkfall, það var lokað,“ segir Hann. Þá hafi tekið langan tíma að læra að ferðast um borgina en hann segir margt þurfa að bæta, meðal annars hljóðmerki fyrir blinda við gangbrautir. „Það eitt að læra að labba yfir götu og treysta á hljóðmerkin, það er nú ekki of mikið af þeim í þessari borg. Hún mætti taka sig verulega á hvað varðar aðgengi að hljóðmerkjum. Ég hef víða komið erlendis síðan þetta gerist og bara eins og á Spáni eru hljóðmerki við hverja einustu gangbraut.“ Bítið Félagsmál Skipulag Samgöngur Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Sjá meira
Svavar Guðmundsson missti sjónina á nokkrum dögum árið 2014 án nokkurs fyrirvara. Svavar var að kaupa sér hádegismat þegar hann hættir að sjá en kvöldið áður hafði hann verið í bumbubolta og fengið höfuðhögg. Hann segist hafa verið heppinn að hafa verið fullorðinn og að hafa fengið að ferðast og gera margt áður en sjónin fór. „Þetta gerist á virkum degi í september 2014 þar sem ég er í vinnunni minni niðri í Fákafeni. Ég hafði verið undir miklu álagi á þessum tíma og ákveð að fara á Tokyo Sushi í Glæsibæ, labba inn og kaupi mér einn sushibakka og svo þegar ég sest inn í bíl er eins og það dragi ský fyrir sólu,“ segir Svavar. Svavar segist hafa náð að keyra heim en hann bjó nokkuð stuttu frá. „Það var síðasta bílferðin mín [undir stýri] og ég borðaði aldrei þennan sushibakka.“ Á þremur eða fjórum dögum hafi 98 prósent af sjóninni farið. „Lengi vel, í marga mánuði eftir það, var ég með innan við tvö prósent sjón.“ Kvöldið áður hafði hann verið að spila bumbubolta og hafi lent í skallaeinvígi við félaga sinn. „Leik var hætt og ég fór heim til mín, kannski, væntanlega, með heilahristing,“ segir Svavar. Hann segist hafa hitt um 16 augnlækna hér á landi og að tveir eða þrír þeirra hafi talið að sjónleysið mætti rekja til höfuðhöggsins. Átta mánuðum eftir að sjónin fór fór Svavar í rannsókn sem leiddi það í ljós að hann er með erfðagalla í sjóntaug. „Kannski, við vitum ekki hvort höfuðhöggið hafi triggerað það, þó menn hafi haldið því fram.“ Svavar segir mikla angist og hræðslu fylgja því að missa sjónina svona snögglega. „Þetta er auðvitað svakaleg angist og hræðsla, sjálfsmyndin fer af því að maður speglar sig svo mikið í öðru fólki. Þú þekkir ekki neinn lengur og þarft að læra að ganga alveg upp á nýtt og rekur þig í öll horn og alla karma og allt.“ „Mér féllust hendur sérstaklega yfir hjálparleysinu, það tók mig óratíma að komast til augnlæknis, ég þurfti að sitja fyrir þeim því það var verkfall, það var lokað,“ segir Hann. Þá hafi tekið langan tíma að læra að ferðast um borgina en hann segir margt þurfa að bæta, meðal annars hljóðmerki fyrir blinda við gangbrautir. „Það eitt að læra að labba yfir götu og treysta á hljóðmerkin, það er nú ekki of mikið af þeim í þessari borg. Hún mætti taka sig verulega á hvað varðar aðgengi að hljóðmerkjum. Ég hef víða komið erlendis síðan þetta gerist og bara eins og á Spáni eru hljóðmerki við hverja einustu gangbraut.“
Bítið Félagsmál Skipulag Samgöngur Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Sjá meira