Greiða atkvæði um framtíð samfélagsmiðla í Tyrklandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2020 22:22 Lögin myndu setja setja samfélagsmiðlum verulegar skorður, yrði frumvarp til þeirra samþykkt. Muhammed Selim Korkutata/Getty Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og YouTube. Guardian greinir frá þessu. Frumvarpið felur í sér reglur sem kveða á um að samfélagsmiðlar með yfir eina milljón notenda þyrftu annað hvort að hafa formlega viðveru í Tyrklandi eða hafa fulltrúa frá sér í Tyrklandi, sem hægt yrði að draga til lagalegrar ábyrgðar gagnvart tyrkneskum stjórnvöldum. Þá þyrftu fyrirtækin eða fulltrúar þeirra að svara kvörtunum um efni sem bryti lög um persónuvernd innan 48 klukkustunda. Eins þyrftu alþjóðleg fyrirtæki í samfélagsmiðlarekstri að geyma gögn notenda sinna innan Tyrklands. Verði frumvarpið að veruleika geta tyrknesk stjórnvöld beitt þau fyrirtæki sem ekki myndu fylgja reglunum þungum sektum, auk þess sem þeim yrði heimilt að draga úr bandbreidd samfélagsmiðlanna um allt að 90 prósent. Yrði hið síðarnefnda gert myndi það í raun þýða að innan Tyrklands væri ekki hægt að nota samfélagsmiðilinn sem ætti í hlut. Eins myndi frumvarpið veita dómstólum heimild til þess að skikka vefmiðlum til þess að fjarlægja eða draga til baka birt efni innan sólarhrings frá birtingu. Drög að frumvarpinu voru samþykkt í dag en ekki liggur fyrir hvenær atkvæðagreiðsla um það fer fram. Búist er við því að frumvarpið verði samþykkt en það nýtur stuðnings flokks Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og samstarfsflokks hans í ríkisstjórn. Tyrkland Samfélagsmiðlar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og YouTube. Guardian greinir frá þessu. Frumvarpið felur í sér reglur sem kveða á um að samfélagsmiðlar með yfir eina milljón notenda þyrftu annað hvort að hafa formlega viðveru í Tyrklandi eða hafa fulltrúa frá sér í Tyrklandi, sem hægt yrði að draga til lagalegrar ábyrgðar gagnvart tyrkneskum stjórnvöldum. Þá þyrftu fyrirtækin eða fulltrúar þeirra að svara kvörtunum um efni sem bryti lög um persónuvernd innan 48 klukkustunda. Eins þyrftu alþjóðleg fyrirtæki í samfélagsmiðlarekstri að geyma gögn notenda sinna innan Tyrklands. Verði frumvarpið að veruleika geta tyrknesk stjórnvöld beitt þau fyrirtæki sem ekki myndu fylgja reglunum þungum sektum, auk þess sem þeim yrði heimilt að draga úr bandbreidd samfélagsmiðlanna um allt að 90 prósent. Yrði hið síðarnefnda gert myndi það í raun þýða að innan Tyrklands væri ekki hægt að nota samfélagsmiðilinn sem ætti í hlut. Eins myndi frumvarpið veita dómstólum heimild til þess að skikka vefmiðlum til þess að fjarlægja eða draga til baka birt efni innan sólarhrings frá birtingu. Drög að frumvarpinu voru samþykkt í dag en ekki liggur fyrir hvenær atkvæðagreiðsla um það fer fram. Búist er við því að frumvarpið verði samþykkt en það nýtur stuðnings flokks Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og samstarfsflokks hans í ríkisstjórn.
Tyrkland Samfélagsmiðlar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira