Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 13:19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í röð tísta sem hún birti í dag, þar sem hún fjallar um kvörtun Rio Tinto til samkeppniseftirlitsins vegna raforkusamningsins við Landsvirkjun vegna álversins í Straumsvík (ISAL). Þórdís segir málið kalla á umræðu um alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Hún segir einnig að umræðan um þriðja orkupakkann og nauðsyn þess að standa vörð um sameiginlegar orkuauðlindir okkar sýni fram á að ekki eigi að setja þær á útsölu. Þórdís fer í tístum sínum yfir það hve mikilvægt álverið í Hafnarfirði sé fólkinu sem þar starfar, sveitarfélaginu og fjölmörgum öðrum. Hún segir yfirlýsingu fyrirtækisins um mögulega lokun álversins varpa óvissu á atvinnu fjölda fólks. Rio Tinto segir í kvörtun sinni að Landsvirkjun hafi notað „yfirburðastöðu“ sína gegn álverinu í Straumsvík og raforkusamningurinn sé verulega óhagstæður fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið greiði meira fyrir orku en aðrir álframleiðendur á Íslandi. Rio Tinto segir að verði samningnum ekki breytt verði álverinu lokað. Fyrr í vikunni sagðist Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi hefur reiknað út að Rio Tinto greiði um 35 bandaríkjadali á hverja megavattsstund og þar sé innifalinn flutningur orkunnar. Þetta væri umtalsvert meira en önnur álver á landinu en þeir samningar byggi á öðrum forsendum, í alþjóðlegum samanburði sé þetta þó ekki óeðlilega hátt verð. Þórdís segir að ISAL sé mjög mikilvægt í mörgu tilliti. Ætla megi að sá hluti sölutekna ISAL sem renni til innlendra aðila sé um það bil 25 milljarðar króna á ári. ISAL noti um það bil 16 prósent af öllu rafmagni sem notað sé á Íslandi. Það hafi verið brautryðjandi á ýmsum sviðum eins og öryggismálum og starfsmenntamálum. Hún segir einnig að Rio Tinto hafi selt eða lokað sjö af átta álverum fyrirtækisins í Evrópu og fimm til viðbótar. Í raun hafi fyrirtækið hætt rekstri allra álvera fyrirtækisins nema þess í Straumsvík og álveranna í Kanada. Þar sé orkan sem fari í álver fyrirtækisins ein sú ódýrasta sem þekkist. Fyrsta tíst Þórdísar má sjá hér að neðan. Til að renna yfir þau öll þarf að smella á tístið hér að neðan. Rio Tinto tilkynnti í vikunni að fyrirtækið hefði kvartað til SKE vegna þess sem það telur vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu af hálfu Landsvirkjunar. Jafnframt segir Rio Tinto að láti LV ekki af þeirri háttsemi verði fyrirtækið að íhuga að segja upp orkusamningnum við LV.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) July 25, 2020 Orkumál Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í röð tísta sem hún birti í dag, þar sem hún fjallar um kvörtun Rio Tinto til samkeppniseftirlitsins vegna raforkusamningsins við Landsvirkjun vegna álversins í Straumsvík (ISAL). Þórdís segir málið kalla á umræðu um alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Hún segir einnig að umræðan um þriðja orkupakkann og nauðsyn þess að standa vörð um sameiginlegar orkuauðlindir okkar sýni fram á að ekki eigi að setja þær á útsölu. Þórdís fer í tístum sínum yfir það hve mikilvægt álverið í Hafnarfirði sé fólkinu sem þar starfar, sveitarfélaginu og fjölmörgum öðrum. Hún segir yfirlýsingu fyrirtækisins um mögulega lokun álversins varpa óvissu á atvinnu fjölda fólks. Rio Tinto segir í kvörtun sinni að Landsvirkjun hafi notað „yfirburðastöðu“ sína gegn álverinu í Straumsvík og raforkusamningurinn sé verulega óhagstæður fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið greiði meira fyrir orku en aðrir álframleiðendur á Íslandi. Rio Tinto segir að verði samningnum ekki breytt verði álverinu lokað. Fyrr í vikunni sagðist Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi hefur reiknað út að Rio Tinto greiði um 35 bandaríkjadali á hverja megavattsstund og þar sé innifalinn flutningur orkunnar. Þetta væri umtalsvert meira en önnur álver á landinu en þeir samningar byggi á öðrum forsendum, í alþjóðlegum samanburði sé þetta þó ekki óeðlilega hátt verð. Þórdís segir að ISAL sé mjög mikilvægt í mörgu tilliti. Ætla megi að sá hluti sölutekna ISAL sem renni til innlendra aðila sé um það bil 25 milljarðar króna á ári. ISAL noti um það bil 16 prósent af öllu rafmagni sem notað sé á Íslandi. Það hafi verið brautryðjandi á ýmsum sviðum eins og öryggismálum og starfsmenntamálum. Hún segir einnig að Rio Tinto hafi selt eða lokað sjö af átta álverum fyrirtækisins í Evrópu og fimm til viðbótar. Í raun hafi fyrirtækið hætt rekstri allra álvera fyrirtækisins nema þess í Straumsvík og álveranna í Kanada. Þar sé orkan sem fari í álver fyrirtækisins ein sú ódýrasta sem þekkist. Fyrsta tíst Þórdísar má sjá hér að neðan. Til að renna yfir þau öll þarf að smella á tístið hér að neðan. Rio Tinto tilkynnti í vikunni að fyrirtækið hefði kvartað til SKE vegna þess sem það telur vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu af hálfu Landsvirkjunar. Jafnframt segir Rio Tinto að láti LV ekki af þeirri háttsemi verði fyrirtækið að íhuga að segja upp orkusamningnum við LV.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) July 25, 2020
Orkumál Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda