Megn brennisteinsfnykur við Múlakvísl Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2020 14:34 Ekki er talin mikil hætta á hlaupi í Múlakvísl en þó hefur mikið magn jarðhitavatns streymt í ánna síðustu daga. Vísir/Jóhann Rafleiðni í ánni Múlakvísl hefur verið mjög há miðað við eðlilegt ástand undanfarna daga. Það getur bent til að áin hlaupi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við hlaupi í Múlakvísl að svo stöddu. Þó sé mikið gas á svæðinu sem fylgi uppstreymi jarðhitavatns og fólk er hvatt til að vera ekki mikið á ferðinni við upptök árinnar við rætur Mýrdalsjökuls. „Við erum ekki að búast við hlaupi, það getur svo sem kannski breyst en búumst ekki við því. Rafleiðnin er komin upp yfir 250 míkrósímens, sem er mjög hátt miðað við eðlilegt ástand. Þetta þýðir að það er jarðhitavatn að leka undan Mýrdalsjökli ofan í ána. Það er gas að mælast á svæðinu,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur. Hún segist hafa rætt við konu sem hafi verið á ferð um svæðið og hafi greint frá því að megna brennisteinslykt legði yfir svæðið við upptök árinnar undan Mýrdalsjökli en konan var sjálf að koma úr Þakgili. „Fólk þarf að hafa það í huga þegar það er þarna á svæðinu að það er gas að mælast þarna og fólk ætti að halda sig frá því að fara í hella og lægðir í landinu. Hún segir að jarðhitavatnsúrrennslinu fylgi gas sem er sterkara við upptök árinnar, það er nær jöklinum. „Ef maður er farinn að finna mikla lykt þá er alltaf vísast að koma sér burt eða leita hærra upp í landslagið og vera ekki að dvelja lengi við upptöku árinnar þar sem er svona mikil lykt,“ segir Sigurdís. „Við erum búin að vera að fylgjast með þessu og rafleiðnin hefur verið að fara hægt hækkandi síðustu daga og hún er svolítið gruggug áin.“ „Fólk er að finna mikla brennisteinslykt þarna og það var ein sem ég talaði við sem sagði að hún væri mjög mikil. Það væri varla líft sagði hún í bílnum en þá viljum við að fólk sé ekki að staldra við við ána og alls ekki fara nær upptökunum þar sem gasið er ennþá meira,“ segir Sigurdís. „Það er allvanalegt að á sumrin leki talsvert magn af jarðhitavatni hægar en er í hlaupi út í ána. Þetta hefur gerst öll síðustu sumur núna í nokkur ár í Múlakvísl. Við búumst eiginlega við þessu á hverju sumri en við þurfum alltaf að vera tilbúin við að þetta aukist eða verði meira,“ segir Sigurdís. Ekki sé þó búist við hlaupi en þau séu ávallt tilbúin fyrir það. Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn. 8. júlí 2020 18:57 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Rafleiðni í ánni Múlakvísl hefur verið mjög há miðað við eðlilegt ástand undanfarna daga. Það getur bent til að áin hlaupi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við hlaupi í Múlakvísl að svo stöddu. Þó sé mikið gas á svæðinu sem fylgi uppstreymi jarðhitavatns og fólk er hvatt til að vera ekki mikið á ferðinni við upptök árinnar við rætur Mýrdalsjökuls. „Við erum ekki að búast við hlaupi, það getur svo sem kannski breyst en búumst ekki við því. Rafleiðnin er komin upp yfir 250 míkrósímens, sem er mjög hátt miðað við eðlilegt ástand. Þetta þýðir að það er jarðhitavatn að leka undan Mýrdalsjökli ofan í ána. Það er gas að mælast á svæðinu,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur. Hún segist hafa rætt við konu sem hafi verið á ferð um svæðið og hafi greint frá því að megna brennisteinslykt legði yfir svæðið við upptök árinnar undan Mýrdalsjökli en konan var sjálf að koma úr Þakgili. „Fólk þarf að hafa það í huga þegar það er þarna á svæðinu að það er gas að mælast þarna og fólk ætti að halda sig frá því að fara í hella og lægðir í landinu. Hún segir að jarðhitavatnsúrrennslinu fylgi gas sem er sterkara við upptök árinnar, það er nær jöklinum. „Ef maður er farinn að finna mikla lykt þá er alltaf vísast að koma sér burt eða leita hærra upp í landslagið og vera ekki að dvelja lengi við upptöku árinnar þar sem er svona mikil lykt,“ segir Sigurdís. „Við erum búin að vera að fylgjast með þessu og rafleiðnin hefur verið að fara hægt hækkandi síðustu daga og hún er svolítið gruggug áin.“ „Fólk er að finna mikla brennisteinslykt þarna og það var ein sem ég talaði við sem sagði að hún væri mjög mikil. Það væri varla líft sagði hún í bílnum en þá viljum við að fólk sé ekki að staldra við við ána og alls ekki fara nær upptökunum þar sem gasið er ennþá meira,“ segir Sigurdís. „Það er allvanalegt að á sumrin leki talsvert magn af jarðhitavatni hægar en er í hlaupi út í ána. Þetta hefur gerst öll síðustu sumur núna í nokkur ár í Múlakvísl. Við búumst eiginlega við þessu á hverju sumri en við þurfum alltaf að vera tilbúin við að þetta aukist eða verði meira,“ segir Sigurdís. Ekki sé þó búist við hlaupi en þau séu ávallt tilbúin fyrir það.
Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn. 8. júlí 2020 18:57 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn. 8. júlí 2020 18:57