Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2020 19:00 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis ARNAR HALLDÓRS Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og tveir við landamæraskimun. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Sérfræðingur hjá embætti landlæknis segir að vaxandi fjöldi innanlandssmita þýði ekki endilega að veiran sé að breiðast víðar út í samfélagið. „Það er búið að raðgreina frá fyrra innanlandssmitinu og það er veira sem hefur ekki sést hér áður þannig að við höfum enga sérstaka ástæðu til að halda að hún hafi farið dult í samfélaginu í einhvern tíma. Þetta er sennilega eitthvað sem er nýkomið til landsins en auðvitað þurfum við að vera mjög vel á varðbergi núna,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Flestir þeirra smituðu hafa verið í tengslum við einstaklinga sem komu frá útlöndum. Frekari sýnatökur fara fram á næstunni en nokkrir, sem voru í samneyti við þá smituðu eru farnir að sýna einkenni kórónuveirunnar. „Núna er ekki innflúensa í gangi og minna um aðrar öndunarfærissýkingar þannig við getum verið nokkuð frjálslynd með það að gera þessi próf á einstaklingum sem á innflúensutíma hefði fundist ástæða til að gera eitthvað annað fyrst,“ sagði Kamilla. Verklag í stöðugri endurskoðun Smitrakningu er að mestu lokið en ekki er útilokað að fleiri þurfi að fara í sóttkví. Tveir hinna smituðu greindust eftir að hafa sótt íþróttaviðburði. Hefur það vakið upp spurningar hvort forsvaranlegt sé að halda slíka viðburði. Samskiptastjóri almannavarna segir það vel hægt svo lengi sem fólk fylgi viðmiðum og reglum. Kamilla segir nánast útilokað að hinir smituðu hafi smitast á íþróttamótunum. „Ef það fara ekki fleiri í einangrun út frá þessum einstaklingum eftir að hafa umgengist þá á þessum íþróttamótum þá getum við haldið því fram að okkar sóttvarnir á mótunum hafi virkað. En það er ekki komið í ljós,“ sagði Kamilla. Verklag almannavarnardeildar sé í stöðugri endurskoðun. „Við þurfum að vera tilbúin til að grípa inn í með frekari ráðleggingar eða takmarkanir ef það virðist tilefni til,“ sagði Kamilla. Eftir rúma viku stendur til að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar upp í þúsund manns. Þessi nýja staða gæti haft áhrif á tilslakanir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur af fimm smitum ótengd Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. 26. júlí 2020 11:37 Þrjú innanlandssmit greindust í gær Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. 26. júlí 2020 11:00 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og tveir við landamæraskimun. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Sérfræðingur hjá embætti landlæknis segir að vaxandi fjöldi innanlandssmita þýði ekki endilega að veiran sé að breiðast víðar út í samfélagið. „Það er búið að raðgreina frá fyrra innanlandssmitinu og það er veira sem hefur ekki sést hér áður þannig að við höfum enga sérstaka ástæðu til að halda að hún hafi farið dult í samfélaginu í einhvern tíma. Þetta er sennilega eitthvað sem er nýkomið til landsins en auðvitað þurfum við að vera mjög vel á varðbergi núna,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Flestir þeirra smituðu hafa verið í tengslum við einstaklinga sem komu frá útlöndum. Frekari sýnatökur fara fram á næstunni en nokkrir, sem voru í samneyti við þá smituðu eru farnir að sýna einkenni kórónuveirunnar. „Núna er ekki innflúensa í gangi og minna um aðrar öndunarfærissýkingar þannig við getum verið nokkuð frjálslynd með það að gera þessi próf á einstaklingum sem á innflúensutíma hefði fundist ástæða til að gera eitthvað annað fyrst,“ sagði Kamilla. Verklag í stöðugri endurskoðun Smitrakningu er að mestu lokið en ekki er útilokað að fleiri þurfi að fara í sóttkví. Tveir hinna smituðu greindust eftir að hafa sótt íþróttaviðburði. Hefur það vakið upp spurningar hvort forsvaranlegt sé að halda slíka viðburði. Samskiptastjóri almannavarna segir það vel hægt svo lengi sem fólk fylgi viðmiðum og reglum. Kamilla segir nánast útilokað að hinir smituðu hafi smitast á íþróttamótunum. „Ef það fara ekki fleiri í einangrun út frá þessum einstaklingum eftir að hafa umgengist þá á þessum íþróttamótum þá getum við haldið því fram að okkar sóttvarnir á mótunum hafi virkað. En það er ekki komið í ljós,“ sagði Kamilla. Verklag almannavarnardeildar sé í stöðugri endurskoðun. „Við þurfum að vera tilbúin til að grípa inn í með frekari ráðleggingar eða takmarkanir ef það virðist tilefni til,“ sagði Kamilla. Eftir rúma viku stendur til að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar upp í þúsund manns. Þessi nýja staða gæti haft áhrif á tilslakanir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur af fimm smitum ótengd Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. 26. júlí 2020 11:37 Þrjú innanlandssmit greindust í gær Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. 26. júlí 2020 11:00 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Fjögur af fimm smitum ótengd Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. 26. júlí 2020 11:37
Þrjú innanlandssmit greindust í gær Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. 26. júlí 2020 11:00