Segir vatnið eina gullið sem kemur úr Skaftáreldahrauni Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júlí 2020 22:10 Anna Magdalena Buda er rekstrarstjóri Klausturbleikju á Kirkjubæjarklaustri. Hér er hún við eldisstöðina á Teygingalæk í jaðri Brunahrauns, sem sést fyrir aftan. Stöð 2/Einar Árnason. Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Klausturbleikjan er eitt þekktasta vörumerki Kirkjubæjarklausturs en fyrirtækið á 25 ára sögu. Það sem kannski færri vita er að þessi frægi matfiskur á í raun ungu hrauni uppeldi sitt að þakka. Eldisstöð Klausturbleikjunnar er á jörðinni Teygingalæk á Brunasandi. Pólsk hjón, þau Anna Magdalena Buda og Wojciech Jaroslaw Buda, eru meðal sex starfsmanna og Anna stýrir rekstrinum. Wojciech Jaroslaw Buda sinnir eldiskerjum. Hann hóf störf hjá Klausturbleikju fyrir tólf árum þegar hann flutti frá Póllandi til Kirkjubæjarklausturs. Fyrir aftan má sjá hraunið sem rann í Skaftáreldum árið 1783.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er Klausturbleikjustöð, fiskistöð,“ segir Anna og dásamar afurðina: „Þetta er mjög góð bleikja, íslenskt sælgæti hundrað prósent,“ segir hún. Eldiskerin eru í jaðri Brunahrauns, eystri álmu hraunsins sem rann í Skaftáreldum 1783. Anna segir vatnið undan hrauninu vera lykilinn í eldi bleikjunnar en hitastig þess er stöðugt. „Þetta er mjög kalt vatn,“ segir hún og nefnir einnig að fóðrið sé gott. Drífa Bjarnadóttir fiskeldisfræðingur og framkvæmdastjóri Lindarfisks.Stöð 2/Einar Árnason. Í landi Botna í Eldhrauni, vestri álmu Skaftáreldahrauns, hóf eldisstöðin Lindarfiskur að slátra fyrir fimm árum. Framkvæmdastjórinn og fiskeldisfræðingurinn Drífa Bjarnadóttir leynir því ekki að þau byggi á frægð Klausturbleikju. „Þetta er bleikja af sama stofni. Við tökum hrogn frá sama stað og Klausturbleikjan. Þetta er alið í samskonar vatni. Þetta er vatn úr sama jöklinum. Og á svipuðu fóðri og svo framvegis.“ Frá Botnum í Meðallandi. Hér sprettur Eldvatn undan Skaftáreldahrauni.Stöð 2/Einar Árnason. -Og þetta er vatn sem sprettur undan Eldhrauni? „Ó, já. Þetta er í rauninni það eina sem er gull í þessu hrauni, - er vatnið. Vegna þess að hraunið er svo rosalega góð sía fyrir vatnið. Það kemur alveg tandurhreint,“ segir Drífa. Sex manns starfa hjá Lindarfiski en vinnslan er í Vík í Mýrdal. En er ekkert mál að selja bleikjuna? „Það var ekkert mál. Svo kom covid og þá náttúrlega fóru allir túristarnir heim til sín. En það er aðeins að lagast. Þannig að við erum bjartsýn.“ Eldvatn í Meðallandi sprettur undan Eldhrauni í landi Botna. Fiskeldisstöðin er til hægri. Þarna er Eldvatn stíflað til að afla raforku í lítilli heimarafstöð.Stöð 2/Einar Árnason. Já, veitingastaðir sem þjóna erlendum ferðamönnum hafa mest keypt bleikjuna. „Við gerðum okkur ekki almennilega grein fyrir því hversu mikið við værum háð ferðamanninum fyrr en þetta dundi yfir,“ segir Drífa Bjarnadóttir, fiskeldisfræðingur og framkvæmdastjóri Lindarfisks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Landbúnaður Matur Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Útlendingar búsettir á Íslandi eru búbót hjá ferðaþjónustubændum Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar. 13. júlí 2020 22:55 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Klausturbleikjan er eitt þekktasta vörumerki Kirkjubæjarklausturs en fyrirtækið á 25 ára sögu. Það sem kannski færri vita er að þessi frægi matfiskur á í raun ungu hrauni uppeldi sitt að þakka. Eldisstöð Klausturbleikjunnar er á jörðinni Teygingalæk á Brunasandi. Pólsk hjón, þau Anna Magdalena Buda og Wojciech Jaroslaw Buda, eru meðal sex starfsmanna og Anna stýrir rekstrinum. Wojciech Jaroslaw Buda sinnir eldiskerjum. Hann hóf störf hjá Klausturbleikju fyrir tólf árum þegar hann flutti frá Póllandi til Kirkjubæjarklausturs. Fyrir aftan má sjá hraunið sem rann í Skaftáreldum árið 1783.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er Klausturbleikjustöð, fiskistöð,“ segir Anna og dásamar afurðina: „Þetta er mjög góð bleikja, íslenskt sælgæti hundrað prósent,“ segir hún. Eldiskerin eru í jaðri Brunahrauns, eystri álmu hraunsins sem rann í Skaftáreldum 1783. Anna segir vatnið undan hrauninu vera lykilinn í eldi bleikjunnar en hitastig þess er stöðugt. „Þetta er mjög kalt vatn,“ segir hún og nefnir einnig að fóðrið sé gott. Drífa Bjarnadóttir fiskeldisfræðingur og framkvæmdastjóri Lindarfisks.Stöð 2/Einar Árnason. Í landi Botna í Eldhrauni, vestri álmu Skaftáreldahrauns, hóf eldisstöðin Lindarfiskur að slátra fyrir fimm árum. Framkvæmdastjórinn og fiskeldisfræðingurinn Drífa Bjarnadóttir leynir því ekki að þau byggi á frægð Klausturbleikju. „Þetta er bleikja af sama stofni. Við tökum hrogn frá sama stað og Klausturbleikjan. Þetta er alið í samskonar vatni. Þetta er vatn úr sama jöklinum. Og á svipuðu fóðri og svo framvegis.“ Frá Botnum í Meðallandi. Hér sprettur Eldvatn undan Skaftáreldahrauni.Stöð 2/Einar Árnason. -Og þetta er vatn sem sprettur undan Eldhrauni? „Ó, já. Þetta er í rauninni það eina sem er gull í þessu hrauni, - er vatnið. Vegna þess að hraunið er svo rosalega góð sía fyrir vatnið. Það kemur alveg tandurhreint,“ segir Drífa. Sex manns starfa hjá Lindarfiski en vinnslan er í Vík í Mýrdal. En er ekkert mál að selja bleikjuna? „Það var ekkert mál. Svo kom covid og þá náttúrlega fóru allir túristarnir heim til sín. En það er aðeins að lagast. Þannig að við erum bjartsýn.“ Eldvatn í Meðallandi sprettur undan Eldhrauni í landi Botna. Fiskeldisstöðin er til hægri. Þarna er Eldvatn stíflað til að afla raforku í lítilli heimarafstöð.Stöð 2/Einar Árnason. Já, veitingastaðir sem þjóna erlendum ferðamönnum hafa mest keypt bleikjuna. „Við gerðum okkur ekki almennilega grein fyrir því hversu mikið við værum háð ferðamanninum fyrr en þetta dundi yfir,“ segir Drífa Bjarnadóttir, fiskeldisfræðingur og framkvæmdastjóri Lindarfisks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Landbúnaður Matur Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Útlendingar búsettir á Íslandi eru búbót hjá ferðaþjónustubændum Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar. 13. júlí 2020 22:55 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49
Útlendingar búsettir á Íslandi eru búbót hjá ferðaþjónustubændum Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar. 13. júlí 2020 22:55