Kominn með 23 mörk | Ronaldo síðastur til að ná þeim áfanga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 13:30 Lukaku fagnar öðru marka sinna gegn Genoa um helgina. EPA-EFE/LUCA ZENNARO Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er búinn að skora 23 mörk fyrir Inter Milan í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Er hann fyrsti nýliði félagsins sem nær þeim áfanga síðan Ronaldo gerði það árið 1997. Belginn gekk í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Inter Milan undir lok félagaskiptagluggans síðasta sumar. Belginn hafði fengið leið á lífinu í Manchester þar sem hann lék með Man United og vildi færa sig um set. Það gekk eftir og þrátt fyrir mikla gagnrýni hefur markaskorun Lukaku eflaust verið framar vonum. Hann er búinn að skora 23 mörk fyrir lið Antonio Conte en fara þarf aftur til síðustu aldar til að finna leikmann sem skoraði jafn mikið á sinni fyrstu leiktíð hjá Inter. Sá leikmaður er enginn annar en hinn brasilíski Ronaldo eða Ronaldo Luís Nazário de Lima eins og hann heitir fullu nafni. Var hann á þeim tíma dýrasti leikmaður í heimi. Ronaldo átti mjög gott tímabil með liðinu en líkt og Lukaku þurfti hann að sætta sig við annað sæti deildarinnar á eftir Juventus. Því miður fyrir bæði Inter og Ronaldo þá meiddist hann illa á hné en áður en það gerðist var hann besti leikmaður í heimi. Romelu Lukaku is the first player to score 23 Serie A goals in their first Inter season since Ronaldo pic.twitter.com/3rXegHKoHs— B/R Football (@brfootball) July 25, 2020 Áfanganum náði Lukaku um helgina er Inter lagði Genoa af velli 3-0. Lukaku skoraði tvívegis í leiknum en þriðja markið gerði Alexis Sanchez. Deildinni í ár er reyndar ekki lokið og Inter gæti endað í 4. sæti þar sem bæði Atalanta og Lazio eru aðeins stigi á eftir Lukaku og félögum. Lukaku er sem stendur í þriðja sæti yfir markahæstu menn deildarinnar en þeir gullskórinn virðist ætla að enda hjá Ciro Immobile, framherja Lazio. Hefur hann skorað 34 mörk á tímabilinu á meðan Portúgalinn Cristiano Ronaldo er með 31 mark. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum Man Utd menn á skotskónum í sigri Inter Inter Milan vann 3-0 sigur á Genoa í ítölsku Serie-A deildinni í kvöld. 25. júlí 2020 19:20 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er búinn að skora 23 mörk fyrir Inter Milan í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Er hann fyrsti nýliði félagsins sem nær þeim áfanga síðan Ronaldo gerði það árið 1997. Belginn gekk í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Inter Milan undir lok félagaskiptagluggans síðasta sumar. Belginn hafði fengið leið á lífinu í Manchester þar sem hann lék með Man United og vildi færa sig um set. Það gekk eftir og þrátt fyrir mikla gagnrýni hefur markaskorun Lukaku eflaust verið framar vonum. Hann er búinn að skora 23 mörk fyrir lið Antonio Conte en fara þarf aftur til síðustu aldar til að finna leikmann sem skoraði jafn mikið á sinni fyrstu leiktíð hjá Inter. Sá leikmaður er enginn annar en hinn brasilíski Ronaldo eða Ronaldo Luís Nazário de Lima eins og hann heitir fullu nafni. Var hann á þeim tíma dýrasti leikmaður í heimi. Ronaldo átti mjög gott tímabil með liðinu en líkt og Lukaku þurfti hann að sætta sig við annað sæti deildarinnar á eftir Juventus. Því miður fyrir bæði Inter og Ronaldo þá meiddist hann illa á hné en áður en það gerðist var hann besti leikmaður í heimi. Romelu Lukaku is the first player to score 23 Serie A goals in their first Inter season since Ronaldo pic.twitter.com/3rXegHKoHs— B/R Football (@brfootball) July 25, 2020 Áfanganum náði Lukaku um helgina er Inter lagði Genoa af velli 3-0. Lukaku skoraði tvívegis í leiknum en þriðja markið gerði Alexis Sanchez. Deildinni í ár er reyndar ekki lokið og Inter gæti endað í 4. sæti þar sem bæði Atalanta og Lazio eru aðeins stigi á eftir Lukaku og félögum. Lukaku er sem stendur í þriðja sæti yfir markahæstu menn deildarinnar en þeir gullskórinn virðist ætla að enda hjá Ciro Immobile, framherja Lazio. Hefur hann skorað 34 mörk á tímabilinu á meðan Portúgalinn Cristiano Ronaldo er með 31 mark.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum Man Utd menn á skotskónum í sigri Inter Inter Milan vann 3-0 sigur á Genoa í ítölsku Serie-A deildinni í kvöld. 25. júlí 2020 19:20 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Fyrrum Man Utd menn á skotskónum í sigri Inter Inter Milan vann 3-0 sigur á Genoa í ítölsku Serie-A deildinni í kvöld. 25. júlí 2020 19:20