Morðinginn talinn hafa drepið annan „karlréttinda“-lögmann Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2020 12:18 Mynd úr eftirlitsmyndavél sem er talin vera af Den Hollander þegar hann fór um Sambandslestarstöðina í Los Angeles 7. júlí, fjórum dögum áður en hann er talinn hafa skotið keppinaut sinn í „karlréttinda“-hreyfingunni til bana. AP/lögreglustjórinn í San Bernardino-sýslu Karlmaður á áttræðisaldri sem skaut son bandarísks alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans áður enn hann svipti sig lífi fyrr í þessum mánuði er talinn hafa drepið annan baráttumann fyrir „karlréttindum“ í Kaliforníu nokkrum dögum áður. Maðurinn var þekktur fyrir kvenhatur og tilefnislausar málsóknir. Daniel Anderl, tvítugur sonur Esterar Salas, svæðisdómara, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra á heimili fjölskyldunnar í New Jersey sunnudaginn 19. júlí. Árásarmaðurinn, sem var dulbúinn sem hraðsendill, særði einnig Mark Anderl, eiginmann dómarans. Salas slapp ómeidd. Morðinginn fannst látinn í vegarkanti í New York-ríki nokkrum klukkustundum eftir skotárásina. Hann virtist hafa skotið sjálfan sig í höfuðið. Hann hét Roy Den Hollander, 72 ára gamall lögfræðingur, sem lýsti sjálfum sér sem „andfemínista“ og höfðaði fjölda mála til stuðnings svonefndra „karlréttinda“, yfirleitt án árangurs. Nokkrum dögum fyrir ódæðið í New Jersey er Den Hollander sagður hafa ferðast til San Bernardino í Kaliforníu þar sem hann skaut Marc Angelucci, annan karlréttindalögmann, til bana. Den Hollander er talinn hafa verið öfundsjúkur út í Angelucci sem hafði unnið sigur í dómsmáli sem hann höfðaði gegn því að aðeins karlmenn væru kallaðir upp til herþjónustu. Den Hollander hafði höfðað sambærilegt mál en Salas dómari hafði enn ekki tekið það fyrir. Esther Salas var fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna embætti svæðisdómara í Bandaríkjunum þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar árið 2011. Barack Obama, þáverandi forseti, tilnefndi hana.AP/Rutgers-lagaskólinn Í fórum Den Hollander fannst listi af nöfnum á annars tugs einstaklinga sem hann gæti hafa ætlað að gera mein. Auk Salas og Angelucci voru þar nöfn þriggja kvendómara og tveggja krabbameinslækna. Einn þeirra hafði annast Den Hollander sem sagði gömlum félaga í desember að hann þjáðist af sjaldgæfu húðkrabbameini, að sögn New York Times. Skrif Den Hollander benda til þess að hann hafi verið haldinn djúpstæðu hatri á konum. Hann sakaði móður sína um að hafa komið í veg fyrir að hann eignaðist kærustu og rússneska fyrrverandi eiginkonu sína um að hafa aðeins gifst sér til að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Þá hafði hann óra um að beita kvenkyns dómara í skilnaðarmáli hans kynferðislegu ofbeldi. Í hátt í tvö þúsund blaðsíðna „sjálfsævisögu“, sem AP-fréttastofan segir fulla af kvenhatri og rasisma, skrifaði Den Hollender að hann ætlaði að berjast gegn „femínasistum“ allt fram á síðasta dag. New York Times segir að mál hans sé dæmi um hvernig orðræða og gjörðir sumra í svonefndri „karlréttindahreyfingu“ hafi orðið ofbeldisfyllri og meira ógnandi í garð kvenna undanfarið. Bandaríkin Tengdar fréttir Barðist fyrir „karlréttindum“ og birti færslur litaðar kvenhatri Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. 21. júlí 2020 09:07 Dulbúinn maður skaut son dómara til bana Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. 20. júlí 2020 13:27 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Karlmaður á áttræðisaldri sem skaut son bandarísks alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans áður enn hann svipti sig lífi fyrr í þessum mánuði er talinn hafa drepið annan baráttumann fyrir „karlréttindum“ í Kaliforníu nokkrum dögum áður. Maðurinn var þekktur fyrir kvenhatur og tilefnislausar málsóknir. Daniel Anderl, tvítugur sonur Esterar Salas, svæðisdómara, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra á heimili fjölskyldunnar í New Jersey sunnudaginn 19. júlí. Árásarmaðurinn, sem var dulbúinn sem hraðsendill, særði einnig Mark Anderl, eiginmann dómarans. Salas slapp ómeidd. Morðinginn fannst látinn í vegarkanti í New York-ríki nokkrum klukkustundum eftir skotárásina. Hann virtist hafa skotið sjálfan sig í höfuðið. Hann hét Roy Den Hollander, 72 ára gamall lögfræðingur, sem lýsti sjálfum sér sem „andfemínista“ og höfðaði fjölda mála til stuðnings svonefndra „karlréttinda“, yfirleitt án árangurs. Nokkrum dögum fyrir ódæðið í New Jersey er Den Hollander sagður hafa ferðast til San Bernardino í Kaliforníu þar sem hann skaut Marc Angelucci, annan karlréttindalögmann, til bana. Den Hollander er talinn hafa verið öfundsjúkur út í Angelucci sem hafði unnið sigur í dómsmáli sem hann höfðaði gegn því að aðeins karlmenn væru kallaðir upp til herþjónustu. Den Hollander hafði höfðað sambærilegt mál en Salas dómari hafði enn ekki tekið það fyrir. Esther Salas var fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna embætti svæðisdómara í Bandaríkjunum þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar árið 2011. Barack Obama, þáverandi forseti, tilnefndi hana.AP/Rutgers-lagaskólinn Í fórum Den Hollander fannst listi af nöfnum á annars tugs einstaklinga sem hann gæti hafa ætlað að gera mein. Auk Salas og Angelucci voru þar nöfn þriggja kvendómara og tveggja krabbameinslækna. Einn þeirra hafði annast Den Hollander sem sagði gömlum félaga í desember að hann þjáðist af sjaldgæfu húðkrabbameini, að sögn New York Times. Skrif Den Hollander benda til þess að hann hafi verið haldinn djúpstæðu hatri á konum. Hann sakaði móður sína um að hafa komið í veg fyrir að hann eignaðist kærustu og rússneska fyrrverandi eiginkonu sína um að hafa aðeins gifst sér til að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Þá hafði hann óra um að beita kvenkyns dómara í skilnaðarmáli hans kynferðislegu ofbeldi. Í hátt í tvö þúsund blaðsíðna „sjálfsævisögu“, sem AP-fréttastofan segir fulla af kvenhatri og rasisma, skrifaði Den Hollender að hann ætlaði að berjast gegn „femínasistum“ allt fram á síðasta dag. New York Times segir að mál hans sé dæmi um hvernig orðræða og gjörðir sumra í svonefndri „karlréttindahreyfingu“ hafi orðið ofbeldisfyllri og meira ógnandi í garð kvenna undanfarið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Barðist fyrir „karlréttindum“ og birti færslur litaðar kvenhatri Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. 21. júlí 2020 09:07 Dulbúinn maður skaut son dómara til bana Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. 20. júlí 2020 13:27 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Barðist fyrir „karlréttindum“ og birti færslur litaðar kvenhatri Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. 21. júlí 2020 09:07
Dulbúinn maður skaut son dómara til bana Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. 20. júlí 2020 13:27