Norðmenn flykkjast nú yfir landamærin til Svíþjóðar til þess að versla í matinn.
Norsk stjórnvöld ákváðu fyrir helgi að fólk sem kemur frá sjö sænskum héruðum þurfi ekki að fara í sóttkví við komuna til landsins. Því geta Norðmenn á ný nýtt sér hagstæðara verðlag hinum megin við landamærin.
„Ég er aðallega að kaupa kjöt og Pepsi Max. Það er mikið fagnaðarefni að geta keypt gosdósir á nýjan leik,“ sagði hinn norski Roger Lund þegar TV2 náði tali af honum í sænskri verslun.