Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hafi verið aflýst munu löggæsluyfirvöld samt sem áður vera með viðbúnað í Eyjum og reglum um fjöldatakmarkanir verður fylgt eftir.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra fundaði í dag í Eyjum með Arndísi Báru Ingimarsdóttur settum lögreglustjóra í Vestmannaeyjum vegna verslunarmannahelgarinnar.
Fjölmennasti viðburður verslunarmannahelga síðustu ára og áratuga hefur verið Þjóðhátíð í Eyjum en henni var aflýst fyrr í mánuðinum vegna faraldurs kórónuveirunnar.
Fólk verður hvatt til þess að viðhalda einstaklingsbundnum sóttvörnum og til þess að sækja rakningarappið í síma sína.