Byrja eftir helgi að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júlí 2020 23:13 Guðmundur Hjálmarsson, stofnandi og eigandi verktakafyrirtækisins G. Hjálmarsson hf. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríflega tuttugu manna hópur frá eyfirska verktakanum G. Hjálmarsson hf. vinnur lokaáfanga Dettifossvegar, sem tengir nokkrar frægustu náttúruperlur Norðurlands; Ásbyrgi, Hljóðakletta og Dettifoss, og því er mikil ferðamannaumferð á vinnusvæðinu. „Samt megum við nú vera heppnir núna. Umferðin er svona 35 prósent miðað við það sem hún var í fyrra,“ segir verktakinn Guðmundur Hjálmarsson. Og viðurkennir að þægilegra sé að vinna verkið á tíma covid-ferðatakmarkana. Hjálmar Guðmundsson, ýtustjóri og verkstjóri við Dettifossveg.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjálmar sonur eigandans er verkstjóri og stýrir jafnframt stórri jarðýtu. Hann segir verkið ganga vel. „Við erum bara á góðri áætlun með þetta. Og erum að klára styrktarlagið hérna vonandi um verslunarmannahelgi,“ segir Hjálmar. Við tökum eftir því að ein búkollan heitir Dettifoss. „Já, ég tók upp á því að hérna þegar ég byrjaði – ég er með sex búkollur hérna – og ég skírði þær allar fossnöfnum,“ segir Guðmundur en nöfnin sótti hann í fossa í Jökulsárgljúfrum og Hólmatungum. -Eimskip hefur ekkert hringt og kvartað? „Nei, ég hef ekki heyrt í þeim,“ svarar Guðmundur og glottir. Búkollan Dettifoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Uppbygging Dettifossvegar vestan Jökulsár hófst árið 2008 og voru þá vonir bundnar við að lagningu þessa 55 kílómetra langa vegar myndi ljúka á nokkrum árum. En núna sér loks fyrir endann á verkinu. Aðeins 8,5 kílómetrar eru eftir á leiðinni milli Dettifoss og Ásbyrgis, á kafla milli Hólmatungna og Vesturdalsafleggjara. „Við stefnum á að fara að malbika hérna fljótlega upp úr verslunarmannahelgi,“ segir Guðmundur. Lokaáfanginn niður í Vesturdal og Hljóðakletta verður þó ekki kláraður fyrr en næsta sumar. Athygli vekur að móinn úr vegstæðinu er aftur lagður í vegkantana og mun þannig gróa saman við veginn á nokkrum árum. Gróðurþekjan sem fjarlægð var úr vegstæðinu er síðan lögð í vegkantana. Þannig mun nýi vegurinn renna saman við náttúrlegt gróðurlendi svæðisins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Gömlu móarnir settir hérna upp að köntunum í lokafrágangi. Kemur bara vel út,“ segir Hjálmar. -Þannig að þetta verður flottur vegur? „Hann verður það. Ætli þetta verði ekki bara einn fallegasti vegur landsins,“ segir verkstjórinn. En hvenær verður svo komið samfellt malbik milli Kelduhverfis og Mývatnsöræfa? „Eigum við ekki að stefna á 1. september,“ svarar Guðmundur. -Þá verður kátt í bæ? „Þá verður kátt í bæ, sko.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Ekki ætlunin að Demantshringurinn verði dagsferð Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. 12. janúar 2020 09:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríflega tuttugu manna hópur frá eyfirska verktakanum G. Hjálmarsson hf. vinnur lokaáfanga Dettifossvegar, sem tengir nokkrar frægustu náttúruperlur Norðurlands; Ásbyrgi, Hljóðakletta og Dettifoss, og því er mikil ferðamannaumferð á vinnusvæðinu. „Samt megum við nú vera heppnir núna. Umferðin er svona 35 prósent miðað við það sem hún var í fyrra,“ segir verktakinn Guðmundur Hjálmarsson. Og viðurkennir að þægilegra sé að vinna verkið á tíma covid-ferðatakmarkana. Hjálmar Guðmundsson, ýtustjóri og verkstjóri við Dettifossveg.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjálmar sonur eigandans er verkstjóri og stýrir jafnframt stórri jarðýtu. Hann segir verkið ganga vel. „Við erum bara á góðri áætlun með þetta. Og erum að klára styrktarlagið hérna vonandi um verslunarmannahelgi,“ segir Hjálmar. Við tökum eftir því að ein búkollan heitir Dettifoss. „Já, ég tók upp á því að hérna þegar ég byrjaði – ég er með sex búkollur hérna – og ég skírði þær allar fossnöfnum,“ segir Guðmundur en nöfnin sótti hann í fossa í Jökulsárgljúfrum og Hólmatungum. -Eimskip hefur ekkert hringt og kvartað? „Nei, ég hef ekki heyrt í þeim,“ svarar Guðmundur og glottir. Búkollan Dettifoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Uppbygging Dettifossvegar vestan Jökulsár hófst árið 2008 og voru þá vonir bundnar við að lagningu þessa 55 kílómetra langa vegar myndi ljúka á nokkrum árum. En núna sér loks fyrir endann á verkinu. Aðeins 8,5 kílómetrar eru eftir á leiðinni milli Dettifoss og Ásbyrgis, á kafla milli Hólmatungna og Vesturdalsafleggjara. „Við stefnum á að fara að malbika hérna fljótlega upp úr verslunarmannahelgi,“ segir Guðmundur. Lokaáfanginn niður í Vesturdal og Hljóðakletta verður þó ekki kláraður fyrr en næsta sumar. Athygli vekur að móinn úr vegstæðinu er aftur lagður í vegkantana og mun þannig gróa saman við veginn á nokkrum árum. Gróðurþekjan sem fjarlægð var úr vegstæðinu er síðan lögð í vegkantana. Þannig mun nýi vegurinn renna saman við náttúrlegt gróðurlendi svæðisins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Gömlu móarnir settir hérna upp að köntunum í lokafrágangi. Kemur bara vel út,“ segir Hjálmar. -Þannig að þetta verður flottur vegur? „Hann verður það. Ætli þetta verði ekki bara einn fallegasti vegur landsins,“ segir verkstjórinn. En hvenær verður svo komið samfellt malbik milli Kelduhverfis og Mývatnsöræfa? „Eigum við ekki að stefna á 1. september,“ svarar Guðmundur. -Þá verður kátt í bæ? „Þá verður kátt í bæ, sko.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Ekki ætlunin að Demantshringurinn verði dagsferð Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. 12. janúar 2020 09:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Ekki ætlunin að Demantshringurinn verði dagsferð Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. 12. janúar 2020 09:00