Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 07:30 Arnar Gunnlaugsson var sáttur með stigið í Garðabænum en Víkingar máttu alls ekki tapa leiknum. vísir/bára Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í gærkvöld. Var það síðasti leikur 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar en Stjarnan hefur þó aðeins leikið sex leiki. Þetta var fjórða jafntefli Víkinga í sumar en Arnar Gunnlaugsson - þjálfari liðsins - gaf það út fyrir mót að þeir ætluðu sér að vera í toppbaráttunni. Arnar mætti til Kjartans Atla Kjartanssonar í Pepsi Max Tilþrifunum að leik loknum. „Bara mjög vel, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur af okkar hálfu. Stjarnan var öflug fyrstu tíu mínúturnar en eftir það tókum við öll völd á vellinum, fannst mér, og jöfnum verðskuldað. Seinni hálfleikur var jafnari – þetta eru náttúrulega tvö hörkulið og þetta var hörkuleikur – þeir áttu færi, við áttum færi," sagði Arnar aðspurður hvernig hans menn komu inn í leikinn. „Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá. Ef Stjarnan hefði unnið hefðum við misst þá og fleiri lið alltof langt frá okkur. Jafntefli eru fín úrslit, þetta er hörkudeild og mikið af skemmtulegum leikjum. Nú er bara leikur tvö við Stjörnuna á fimmtudaginn og það verður hörkuleikur líka." „Mér finnst það, svona miðað við hvernig mótið er að spilast. Þrjú stig hefðu hjálpað okkur mjög mikið og sent ákveðin skilaboð. Stjarnan eru taplausir og búnir að tapa fæstum stigum í deildinni en þeir eiga líka eftir að spila hörkuleiki. Svo erum við komin í lok júlí og mér finnst eins og mótið sé að verða búið en það er rétt að byrja, það er nóg af leikjum eftir og margt eftir að gerast,“ sagði Arnar aðspurður hvort honum fyndist að Víkingar hafi sótt góð úrslit í Garðabæinn. „Við höfum svarað þessu fíaskó á móti Val og KR mjög vel finnst mér,“ sagði Arnar einnig en það eru einu tveir tapleikir Víkinga í sumar. „Mér finnst það ótrúlegt. Maður sér það inn á milli að það koma leikir þar sem leikmenn eiga „off“ dag en mér fannst ákefðin mjög góð í dag. Bæði lið voru „all in“ þannig að ég er virkilega ánægður með hvernig þróunin er í íslenskum fótbolta. Mér finnst boðskapurinn vera fara víðar,“ sagði Arnar annars vegar um leikjaálagið og svo spilamennsku íslenskra liða. „Maður sér voða lítið frá þessari „fucking“ hliðarlínu, afsakið orðbragðið en mér fannst að við hefðum átt að nýta betur tækifærin sem við fengum í seinni hálfleik. Hefðum nokkrum sinnum þurft að taka betri ákvarðanir á síðasta þriðjung. Okkar hugmyndafræði er að fara „all in“ og ég get lofað þér að við verðum þannig á fimmtudaginn. Óháð hvaða kerfi við spilum þá reynum við að halda bolta og pressa. Stjarnan er líka hörkulið, þurfum að passa þeirra helstu pósta og þetta er bikarslagu,“ var svarið þegar Arnar var spurður út í hvort leikplanið gegn Stjörnunni á fimmtudag yrði það sama og í gærkvöld. „Við eigum titil að verja. Ég hef oft sagt að það eru góð lið sem vinna titil en það eru frábær lið sem verja titil og vonandi verðum við í seinni pakkanum,“ sagði Arnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í gærkvöld. Var það síðasti leikur 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar en Stjarnan hefur þó aðeins leikið sex leiki. Þetta var fjórða jafntefli Víkinga í sumar en Arnar Gunnlaugsson - þjálfari liðsins - gaf það út fyrir mót að þeir ætluðu sér að vera í toppbaráttunni. Arnar mætti til Kjartans Atla Kjartanssonar í Pepsi Max Tilþrifunum að leik loknum. „Bara mjög vel, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur af okkar hálfu. Stjarnan var öflug fyrstu tíu mínúturnar en eftir það tókum við öll völd á vellinum, fannst mér, og jöfnum verðskuldað. Seinni hálfleikur var jafnari – þetta eru náttúrulega tvö hörkulið og þetta var hörkuleikur – þeir áttu færi, við áttum færi," sagði Arnar aðspurður hvernig hans menn komu inn í leikinn. „Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá. Ef Stjarnan hefði unnið hefðum við misst þá og fleiri lið alltof langt frá okkur. Jafntefli eru fín úrslit, þetta er hörkudeild og mikið af skemmtulegum leikjum. Nú er bara leikur tvö við Stjörnuna á fimmtudaginn og það verður hörkuleikur líka." „Mér finnst það, svona miðað við hvernig mótið er að spilast. Þrjú stig hefðu hjálpað okkur mjög mikið og sent ákveðin skilaboð. Stjarnan eru taplausir og búnir að tapa fæstum stigum í deildinni en þeir eiga líka eftir að spila hörkuleiki. Svo erum við komin í lok júlí og mér finnst eins og mótið sé að verða búið en það er rétt að byrja, það er nóg af leikjum eftir og margt eftir að gerast,“ sagði Arnar aðspurður hvort honum fyndist að Víkingar hafi sótt góð úrslit í Garðabæinn. „Við höfum svarað þessu fíaskó á móti Val og KR mjög vel finnst mér,“ sagði Arnar einnig en það eru einu tveir tapleikir Víkinga í sumar. „Mér finnst það ótrúlegt. Maður sér það inn á milli að það koma leikir þar sem leikmenn eiga „off“ dag en mér fannst ákefðin mjög góð í dag. Bæði lið voru „all in“ þannig að ég er virkilega ánægður með hvernig þróunin er í íslenskum fótbolta. Mér finnst boðskapurinn vera fara víðar,“ sagði Arnar annars vegar um leikjaálagið og svo spilamennsku íslenskra liða. „Maður sér voða lítið frá þessari „fucking“ hliðarlínu, afsakið orðbragðið en mér fannst að við hefðum átt að nýta betur tækifærin sem við fengum í seinni hálfleik. Hefðum nokkrum sinnum þurft að taka betri ákvarðanir á síðasta þriðjung. Okkar hugmyndafræði er að fara „all in“ og ég get lofað þér að við verðum þannig á fimmtudaginn. Óháð hvaða kerfi við spilum þá reynum við að halda bolta og pressa. Stjarnan er líka hörkulið, þurfum að passa þeirra helstu pósta og þetta er bikarslagu,“ var svarið þegar Arnar var spurður út í hvort leikplanið gegn Stjörnunni á fimmtudag yrði það sama og í gærkvöld. „Við eigum titil að verja. Ég hef oft sagt að það eru góð lið sem vinna titil en það eru frábær lið sem verja titil og vonandi verðum við í seinni pakkanum,“ sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15
Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki