Allt annað að sjá Val nú en á sama tíma á síðustu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 09:30 Hannes Þór hefur átt töluvert betra tímabil í ár heldur en á síðustu leiktíð. HAG/Daniel Valur vann nokkuð þægilegan 3-1 sigur á nýliðum Fjölnis í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Sigurinn þýðir að Valsmenn eru komnir á topp deildarinnar en á sama tíma á síðustu leiktíð voru þáverandi Íslandsmeistarar Vals í fallsæti deildarinnar. Eftir níu umferðir á síðustu leiktíð voru Valsmenn með sjö stig. Liðið hafði skorað 15 mörk en fengið á sig 16 á móti. Í ár er allt annað upp á teningnum en liðið er á toppi deildarinnar með 21 stig eftir að hafa skorað 21 mark og fengið á sig átta. Helmingur markanna sem liðið hefur fengið á sig kom í óvæntu 4-1 tapi Vals á heimavelli gegn ÍA. Þar fyrir utan hefur varnarleikur Vals verið nokkuð öruggur á leiktíðinni þó svo að Heimir Guðjónsson - þjálfari liðsins - hafi hringlað verulega í öftustu línu. Heimir tók við liði Vals í vetur og hóf tímabilið með Færeyinginn Magnus Egilsson og Orra Sigurð Ómarsson í vörn liðsins á meðan Sebastian Hedlund var á miðri miðjunni. Eftir leikinn gegn ÍA hafa þeir Magnus og Orri Sigurður sest á bekkinn. Valgeir Lunddal Friðriksson er kominn í vinstri bakvörðinn, Hedlund var færður niður í miðvörð og Lasse Petry Andersen er kominn inn á miðja miðjuna. Síðan þá hefur Valur ekki litið til baka en liðið hefur unnið frábæra sigra á HK, Breiðabliki, Fylki og nú Fjölni í síðustu leikjum. Þá er Hannes Þór Halldórsson að eiga töluvert betra tímabil en síðasta sumar. Landsliðs-markvörðurinn fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína þá og virðist ætla að svara henni innan vallar í sumar. Þá munar um komu Patrick Pedersen - sem var þó meiddur í gær - en hann kom ekki til félagsins fyrr en um mitt síðasta tímabil. Sóknarleikur liðsins er allt annar með Danann upp á topp og ljóst að Valsmenn eru til alls líklegir í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02 Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Valur vann nokkuð þægilegan 3-1 sigur á nýliðum Fjölnis í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Sigurinn þýðir að Valsmenn eru komnir á topp deildarinnar en á sama tíma á síðustu leiktíð voru þáverandi Íslandsmeistarar Vals í fallsæti deildarinnar. Eftir níu umferðir á síðustu leiktíð voru Valsmenn með sjö stig. Liðið hafði skorað 15 mörk en fengið á sig 16 á móti. Í ár er allt annað upp á teningnum en liðið er á toppi deildarinnar með 21 stig eftir að hafa skorað 21 mark og fengið á sig átta. Helmingur markanna sem liðið hefur fengið á sig kom í óvæntu 4-1 tapi Vals á heimavelli gegn ÍA. Þar fyrir utan hefur varnarleikur Vals verið nokkuð öruggur á leiktíðinni þó svo að Heimir Guðjónsson - þjálfari liðsins - hafi hringlað verulega í öftustu línu. Heimir tók við liði Vals í vetur og hóf tímabilið með Færeyinginn Magnus Egilsson og Orra Sigurð Ómarsson í vörn liðsins á meðan Sebastian Hedlund var á miðri miðjunni. Eftir leikinn gegn ÍA hafa þeir Magnus og Orri Sigurður sest á bekkinn. Valgeir Lunddal Friðriksson er kominn í vinstri bakvörðinn, Hedlund var færður niður í miðvörð og Lasse Petry Andersen er kominn inn á miðja miðjuna. Síðan þá hefur Valur ekki litið til baka en liðið hefur unnið frábæra sigra á HK, Breiðabliki, Fylki og nú Fjölni í síðustu leikjum. Þá er Hannes Þór Halldórsson að eiga töluvert betra tímabil en síðasta sumar. Landsliðs-markvörðurinn fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína þá og virðist ætla að svara henni innan vallar í sumar. Þá munar um komu Patrick Pedersen - sem var þó meiddur í gær - en hann kom ekki til félagsins fyrr en um mitt síðasta tímabil. Sóknarleikur liðsins er allt annar með Danann upp á topp og ljóst að Valsmenn eru til alls líklegir í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02 Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02
Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00