Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2020 11:30 Teikning af Perseverance á yfirborði Mars. NASA/JPL-Caltech Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. Geimfar þetta mun innihalda vélmennið Perseverance sem ætlað er að aka um yfirborð Mars og framkvæma ýmsar tilraunir á næstu árum. Meðal þeirra tilrauna sem á að framkvæma er að fljúga lítilli þyrlu á Mars, leita að ummerkjum lífs og koma að undirbúningi mannaðra ferða til plánetunnar. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft á fimmtudaginn og á vélmennið, sem er á stærð við bíl, að lenda á plánetunni rauðu þann 18. febrúar á næsta ári. Hlutar þess búnaðar sem finna má á vélmenninu, þar á meðal þyrlan, voru prófaðir hér á Íslandi í fyrra. Perseverance mun lenda í Jezero-gígnum sem á árum áður var fullur af vatni. Þar mun vélmennið taka sýni og kanna hvort finna megi ummerki örvera í jarðveginum. NASA segir Perseverance vera mun háþróaðra en önnur geimför sem hafi verið send til Mars. Vísindamennirnir og verkfræðingarnir sem þróuðu og byggðu farið byggðu á þeim lærdómi sem NASA hefur lært af því að senda fjölda annarra vélmenna til Mars. Má þar nefna geimförin Spirit og Opportunity, sem vörpuðu ljósi á að áður en Mars varð frosin eyðimörk var fljótandi vatn að finna þar. NASA lenti fyrsta farinu á Mars árið 1997 og sannreyndi þá að hægt væri að keyra vélmenni með sólarrafhlöðu um plánetuna. Það vélmenni var eingöngu á stærð við örbygljuofn. Curiosity var lent á Mars árið 2012. Með því var sannreynt að Gale-gígurinn var stöðuvatn fyrir milljörðum ára og vatnið gæti hafa innihaldið örverur. Verkfræðingar NASA standa með þremur kynslóðum vélmenna sem send hafa verið til Mars.NASA/JPL-Caltech Perseverance er sagt mun gáfaðra, ef svo má að orði komast, en Curiosity og býr það yfir mun betri stýribúnaði sem á að gera því kleift að ferðast mun hraðar en eldri bróðir sinn. Auk þess að fara hraðar yfir mun vélmennið geta ferðast sjálfstætt, án þess að þurfa að bíða eftir skipunum frá starfsmönnum NASA á jörðinni. Perseverance er ætlað að byggja á vinnu Curiosity. Vélmenninu er ætlað að lenda í Jezero-gígnum, eins og áður hefur komið fram. Það er 45 kílómetra breiður gígur rétt norður af miðbaug Mars. Fyrir þremur til fjórum milljörðum ára flæddi á í þennan gíg og flutti hún með sér margs konar jarðveg sem talinn er geta hafið innihaldið örverur. Meðal tækja í Perseverance eru SHERLOC (sem er skammstöfun fyrir munnfyllina Scanning Habitable Ennvironments with Raman & Luminescence for Organics & Chemicals) sem greinir lífrænar öreindir. Vélmennið ber einnig græjuna PIXL (Planetary Instrument for X-ray Lithochemistry) sem greina á samsteningu jarðvegs Mars og mögulegra lífrænna sameinda. Hér má sjá farveg árinnar sem flæddi í Jezero-gíginn.NASA/JPL-Caltech Þau sýni sem tekin verða með Perseverance verða geymd á þann hátt að hægt verði að sækja þau og flytja þau aftur til jarðarinnar í framtíðinni. NASA og Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinna nú þegar að undirbúningi slíkrar geimferðar. Með því að koma sýnunum aftur til jarðarinnar væri hægt að rannsaka þau mun betur en hægt er að gera með vélmennum, sama hve háþróuð þau eru. Eins og áður segir á að nota Perseverance til að undirbúa mannaðar geimferðir til Mars. Sá undirbúningur er í nokkrum liðum. Vélmennið ber til að mynda lítið tæki sem kallast MOXIE (Mars Oxygen In-Situ Resource Utilization Experiment). Því tæki er ætlað að kanna hvort mögulegt sé að framleiða súrefni úr andrúmslofti Mars, sem er úr koltvísýringi. Sé það hægt væri hægt að nota það súrefni til öndunar og í eldflaugaeldsneyti. Tækið MEDA (Mars Environmental Dynamics Analyzer) verður notað til að rannsaka andrúmsloft og veðurfar Mars. Það verður einnig notað til að skoða ryk plánetunnar nánar og þykir einkar mikilvægt fyrir mannaðar geimferðir. Frekari upplýsingar um tækjabúnað Perseverance má finna hér á vef NASA. Teikning af mönnum á Mars. Perseverance ber nokkur tæki sem ætlað er að undirbúa mannaðar ferðir til Mars.NASA Perseverance er merkilegt vélmenni fyrir nokkrar sakir. Það ber þó einnig annað merkilegt vélmenni sem heitir Ingenuity. Því vélmenni er ætlað að rannsaka hvort mögulegt sé að fljúga þyrlu um Mars. Ingenuity er með fjóra 1,2 metra langa spaða sem snúast um 2.400 sinnum á mínútu. Það er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur gera á jörðinni og er til marks um hve þunnt andrúmsloft Mars er. Þéttleiki andrúmsloftsins á Mars er einungis eitt prósent af þéttleika andrúmsloftsins á jörðinni. Þyngdaraflið á Mars er þó einungis þriðjungur þess sem við mennirnir erum vön og mun það hjálpa til við að fljúga Ingenuity. Þetta verður í fyrsta sinn sem menn reyna að fljúga fari á annarri plánetu. Takist að fljúga Ingenuity, myndi það opna á möguleikann á því að senda frekari fljúgandi vélmenni til Mars í framtíðinni og jafnvel þyrlur sem hægt væri að nota til að ferja búnað frá einum lendingarstað til annars. Eins og áður segir stendur til að skjóta Perseverance og Ingenuity á loft frá Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Hægt verður að fylgjast með geimskotinn, ef af því verður, í beinni útsendingu. Þangað til geta áhugsamir kynnt sér Perseverance betur með því að virða það fyrir sér hér að neðan. As I get ready to launch to Mars in 4️⃣ days, take a look at some of the tools I’m taking to help me search for signs of ancient life. #CountdownToMars https://t.co/LI4hIkCwXf pic.twitter.com/J4AOy5Wdde— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) July 26, 2020 Geimurinn Tækni Bandaríkin Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. Geimfar þetta mun innihalda vélmennið Perseverance sem ætlað er að aka um yfirborð Mars og framkvæma ýmsar tilraunir á næstu árum. Meðal þeirra tilrauna sem á að framkvæma er að fljúga lítilli þyrlu á Mars, leita að ummerkjum lífs og koma að undirbúningi mannaðra ferða til plánetunnar. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft á fimmtudaginn og á vélmennið, sem er á stærð við bíl, að lenda á plánetunni rauðu þann 18. febrúar á næsta ári. Hlutar þess búnaðar sem finna má á vélmenninu, þar á meðal þyrlan, voru prófaðir hér á Íslandi í fyrra. Perseverance mun lenda í Jezero-gígnum sem á árum áður var fullur af vatni. Þar mun vélmennið taka sýni og kanna hvort finna megi ummerki örvera í jarðveginum. NASA segir Perseverance vera mun háþróaðra en önnur geimför sem hafi verið send til Mars. Vísindamennirnir og verkfræðingarnir sem þróuðu og byggðu farið byggðu á þeim lærdómi sem NASA hefur lært af því að senda fjölda annarra vélmenna til Mars. Má þar nefna geimförin Spirit og Opportunity, sem vörpuðu ljósi á að áður en Mars varð frosin eyðimörk var fljótandi vatn að finna þar. NASA lenti fyrsta farinu á Mars árið 1997 og sannreyndi þá að hægt væri að keyra vélmenni með sólarrafhlöðu um plánetuna. Það vélmenni var eingöngu á stærð við örbygljuofn. Curiosity var lent á Mars árið 2012. Með því var sannreynt að Gale-gígurinn var stöðuvatn fyrir milljörðum ára og vatnið gæti hafa innihaldið örverur. Verkfræðingar NASA standa með þremur kynslóðum vélmenna sem send hafa verið til Mars.NASA/JPL-Caltech Perseverance er sagt mun gáfaðra, ef svo má að orði komast, en Curiosity og býr það yfir mun betri stýribúnaði sem á að gera því kleift að ferðast mun hraðar en eldri bróðir sinn. Auk þess að fara hraðar yfir mun vélmennið geta ferðast sjálfstætt, án þess að þurfa að bíða eftir skipunum frá starfsmönnum NASA á jörðinni. Perseverance er ætlað að byggja á vinnu Curiosity. Vélmenninu er ætlað að lenda í Jezero-gígnum, eins og áður hefur komið fram. Það er 45 kílómetra breiður gígur rétt norður af miðbaug Mars. Fyrir þremur til fjórum milljörðum ára flæddi á í þennan gíg og flutti hún með sér margs konar jarðveg sem talinn er geta hafið innihaldið örverur. Meðal tækja í Perseverance eru SHERLOC (sem er skammstöfun fyrir munnfyllina Scanning Habitable Ennvironments with Raman & Luminescence for Organics & Chemicals) sem greinir lífrænar öreindir. Vélmennið ber einnig græjuna PIXL (Planetary Instrument for X-ray Lithochemistry) sem greina á samsteningu jarðvegs Mars og mögulegra lífrænna sameinda. Hér má sjá farveg árinnar sem flæddi í Jezero-gíginn.NASA/JPL-Caltech Þau sýni sem tekin verða með Perseverance verða geymd á þann hátt að hægt verði að sækja þau og flytja þau aftur til jarðarinnar í framtíðinni. NASA og Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinna nú þegar að undirbúningi slíkrar geimferðar. Með því að koma sýnunum aftur til jarðarinnar væri hægt að rannsaka þau mun betur en hægt er að gera með vélmennum, sama hve háþróuð þau eru. Eins og áður segir á að nota Perseverance til að undirbúa mannaðar geimferðir til Mars. Sá undirbúningur er í nokkrum liðum. Vélmennið ber til að mynda lítið tæki sem kallast MOXIE (Mars Oxygen In-Situ Resource Utilization Experiment). Því tæki er ætlað að kanna hvort mögulegt sé að framleiða súrefni úr andrúmslofti Mars, sem er úr koltvísýringi. Sé það hægt væri hægt að nota það súrefni til öndunar og í eldflaugaeldsneyti. Tækið MEDA (Mars Environmental Dynamics Analyzer) verður notað til að rannsaka andrúmsloft og veðurfar Mars. Það verður einnig notað til að skoða ryk plánetunnar nánar og þykir einkar mikilvægt fyrir mannaðar geimferðir. Frekari upplýsingar um tækjabúnað Perseverance má finna hér á vef NASA. Teikning af mönnum á Mars. Perseverance ber nokkur tæki sem ætlað er að undirbúa mannaðar ferðir til Mars.NASA Perseverance er merkilegt vélmenni fyrir nokkrar sakir. Það ber þó einnig annað merkilegt vélmenni sem heitir Ingenuity. Því vélmenni er ætlað að rannsaka hvort mögulegt sé að fljúga þyrlu um Mars. Ingenuity er með fjóra 1,2 metra langa spaða sem snúast um 2.400 sinnum á mínútu. Það er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur gera á jörðinni og er til marks um hve þunnt andrúmsloft Mars er. Þéttleiki andrúmsloftsins á Mars er einungis eitt prósent af þéttleika andrúmsloftsins á jörðinni. Þyngdaraflið á Mars er þó einungis þriðjungur þess sem við mennirnir erum vön og mun það hjálpa til við að fljúga Ingenuity. Þetta verður í fyrsta sinn sem menn reyna að fljúga fari á annarri plánetu. Takist að fljúga Ingenuity, myndi það opna á möguleikann á því að senda frekari fljúgandi vélmenni til Mars í framtíðinni og jafnvel þyrlur sem hægt væri að nota til að ferja búnað frá einum lendingarstað til annars. Eins og áður segir stendur til að skjóta Perseverance og Ingenuity á loft frá Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Hægt verður að fylgjast með geimskotinn, ef af því verður, í beinni útsendingu. Þangað til geta áhugsamir kynnt sér Perseverance betur með því að virða það fyrir sér hér að neðan. As I get ready to launch to Mars in 4️⃣ days, take a look at some of the tools I’m taking to help me search for signs of ancient life. #CountdownToMars https://t.co/LI4hIkCwXf pic.twitter.com/J4AOy5Wdde— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) July 26, 2020
Geimurinn Tækni Bandaríkin Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira