Áströlsku gróðureldarnir taldir hafa skaðað þrjá milljarða dýra Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 12:54 Vallabíar eru á meðal þeirra dýrategunda sem urðu einna verst úti í gróðureldunum miklu í Ástralíu síðasta suðurhvelssumar. Vísir/EPA Tæplega þrír milljarðar dýra drápust eða þurftu að yfirgefa búsvæði sín vegna gróðureldanna miklu sem geisuðu í Ástralíu síðasta sumar. Alþjóðanáttúrusjóðurinn (WWF) segja eldana verstu hamfarir fyrir dýralíf á síðari tímum. Að minnsta kosti 33 manns fórust í eldunum í Ástralíu. Þeir höfðu enn verri afleiðingar fyrir lífríkið þar sem ógrynni spendýra, skriðdýra, fugla og froska drápust eða töpuðu búsvæðum sínum vegna eyðileggingarinnar. Áætlað hefur verið að 1,25 milljarða dýra hafi drepist í Nýja Suður-Wales og Viktoríu einum saman. Í nýju mati ástralskra háskóla á umfangi og áhrifum eldanna telja vísindamenn að um 11,46 milljónir hektarar lands, svæði á stærð við England, hafi brunnið frá september í fyrra þar til í febrúar á þessu ári. Áætlaður fjöldi dýra sem drápust eða urðu fyrir skaða byggist á stofnstærð og þéttleika dýrategunda fyrir hamfarirnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sumar dýrategundir, hryggleysingjar, fiskar og skjaldbökur, eru ekki inn í matinu vegna ófullnægjandi gagna um þær. Áströlsk stjórnvöld sögðu 113 dýrategundir þurfa á aðstoð að halda eftir eldana í febrúar. Flestar tegundirnar höfðu tapað tæpum þriðjungi búsvæða sinna í eldunum í skógum og gresjum á sunnan- og austanverðri Ástralíu. Kóalabirnir, vallabíar og sumar fugla-, fisk- og froskategundir þurftu sérstaka aðstoð. Opinber rannsókn stendur yfir á eldunum og er niðurstaðna hennar að vænta í október. Vísindamenn hafa sagt að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi leitt til fordæmalausri tíðni og ákefð gróðureldanna. Talið er reykur frá eldunum hafi átt þátt í dauða á fimmta hundrað manna til viðbótar við þá sem fórust í bálinu. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Dýr Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Tæplega þrír milljarðar dýra drápust eða þurftu að yfirgefa búsvæði sín vegna gróðureldanna miklu sem geisuðu í Ástralíu síðasta sumar. Alþjóðanáttúrusjóðurinn (WWF) segja eldana verstu hamfarir fyrir dýralíf á síðari tímum. Að minnsta kosti 33 manns fórust í eldunum í Ástralíu. Þeir höfðu enn verri afleiðingar fyrir lífríkið þar sem ógrynni spendýra, skriðdýra, fugla og froska drápust eða töpuðu búsvæðum sínum vegna eyðileggingarinnar. Áætlað hefur verið að 1,25 milljarða dýra hafi drepist í Nýja Suður-Wales og Viktoríu einum saman. Í nýju mati ástralskra háskóla á umfangi og áhrifum eldanna telja vísindamenn að um 11,46 milljónir hektarar lands, svæði á stærð við England, hafi brunnið frá september í fyrra þar til í febrúar á þessu ári. Áætlaður fjöldi dýra sem drápust eða urðu fyrir skaða byggist á stofnstærð og þéttleika dýrategunda fyrir hamfarirnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sumar dýrategundir, hryggleysingjar, fiskar og skjaldbökur, eru ekki inn í matinu vegna ófullnægjandi gagna um þær. Áströlsk stjórnvöld sögðu 113 dýrategundir þurfa á aðstoð að halda eftir eldana í febrúar. Flestar tegundirnar höfðu tapað tæpum þriðjungi búsvæða sinna í eldunum í skógum og gresjum á sunnan- og austanverðri Ástralíu. Kóalabirnir, vallabíar og sumar fugla-, fisk- og froskategundir þurftu sérstaka aðstoð. Opinber rannsókn stendur yfir á eldunum og er niðurstaðna hennar að vænta í október. Vísindamenn hafa sagt að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi leitt til fordæmalausri tíðni og ákefð gróðureldanna. Talið er reykur frá eldunum hafi átt þátt í dauða á fimmta hundrað manna til viðbótar við þá sem fórust í bálinu.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Dýr Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira