Beitir í basli á Greifavelli en bjargaði samt stigi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 15:45 Leikur KA og KR í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta var ekki mikið fyrir augað enda hafa leikir á Greifavelli í sumar ekki boðið upp á blússandi sóknarbolta. Leikurinn var hins vegar hádramatískur og af nægu að taka. Beitir Ólafsson - markvörður Íslandsmeistara KR - var í smá brasi í leiknum, bæði með fyrirgjafir og sendingar til baka. Hann fór til að mynda nokkrum sinnum út í teiginn til að grípa fyrirgjafir en greip í tómt. Það er óvanalegt enda fáir markverðir betri í teignum heldur en Beitir. Beitir í leik gegn Víkingum í Meistarakeppni KSÍ fyrr í sumar.Vísir/HAG Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Atla Viðars Björnssonar í Pepsi Max Tilþrifunum um leikinn sem og viðtöl eftir leik. „Hann er búinn að flauta áður en KA maðurinn skallar en mér finnst rosalega lítið í þessu,“ sagði Atli Viðar um það þegar Almarrr Ormarsson stuggar aðeins við Beiti áður en markvörðurinn missir af boltanum sem hefði að öllum líkindum endað í netinu hefði Ívar Orri ekki flautað brot. „Beitir fór út í nokkra bolta sem hann misreiknaði og missti yfir sig. Hann hafði heppnina með sér í nokkur skipti,“ bætti Atli við. Beitir fékk gult spjald í leiknum á 63. mínútu þar sem hann hellti sér yfir áðurnefndan Almarr. KR-ingurinn fyrrverandi kom þá á blindu hliðina á Beiti og hindraði þannig för hans meðfram marki sínu. Þeir lágu báðir eftir en Beitir var fyrr á fætur og lét nokkur vel valin orð falla er hann hallaði sér yfir Almarr. Þá var Beitir í tómu tjóni er Kristinn Jónsson sendi til baka á markvörðinn af stuttu færi sem hitti boltann illa. Boltinn skoppaði út í teig þar sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði og Akureyringar töldu sig vera komna 1-0 yfir. Á endanum var hins vegar dæmd aukaspyrna á Ásgeir Sigurgeirsson en sitt sýnist hverjum um hvort brot var að ræða eður ei. Þó Beitir hafi verið í smá brasi í leiknum þó fór það svo að hann tryggði Íslandsmeisturum KR stigið sem þeir fóru með heim í Vesturbæinn. KA menn fengu einkar ódýra vítaspyrnu undir lok leiks sem Beitir varði vel og staðan því 0-0 þegar Ívar Orri flautaði til leiksloka. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu markið sem KA-menn eru brjálaðir yfir að var dæmt af Það var dramatík undir lok leiks í leik KA og KR á Akureyri. 26. júlí 2020 20:15 Beitir: Ég veit ekki á hvað var dæmt Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga var allt í öllu á lokamínútunum þegar KA og KR skildu jöfn í markalausum leik á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 19:20 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Dramatík í markalausu jafntefli á Akureyri KA og KR gerðu 0-0 jafntefli á Akureyri eftir æsilegar lokamínútur í 9.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. 26. júlí 2020 20:14 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Leikur KA og KR í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta var ekki mikið fyrir augað enda hafa leikir á Greifavelli í sumar ekki boðið upp á blússandi sóknarbolta. Leikurinn var hins vegar hádramatískur og af nægu að taka. Beitir Ólafsson - markvörður Íslandsmeistara KR - var í smá brasi í leiknum, bæði með fyrirgjafir og sendingar til baka. Hann fór til að mynda nokkrum sinnum út í teiginn til að grípa fyrirgjafir en greip í tómt. Það er óvanalegt enda fáir markverðir betri í teignum heldur en Beitir. Beitir í leik gegn Víkingum í Meistarakeppni KSÍ fyrr í sumar.Vísir/HAG Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Atla Viðars Björnssonar í Pepsi Max Tilþrifunum um leikinn sem og viðtöl eftir leik. „Hann er búinn að flauta áður en KA maðurinn skallar en mér finnst rosalega lítið í þessu,“ sagði Atli Viðar um það þegar Almarrr Ormarsson stuggar aðeins við Beiti áður en markvörðurinn missir af boltanum sem hefði að öllum líkindum endað í netinu hefði Ívar Orri ekki flautað brot. „Beitir fór út í nokkra bolta sem hann misreiknaði og missti yfir sig. Hann hafði heppnina með sér í nokkur skipti,“ bætti Atli við. Beitir fékk gult spjald í leiknum á 63. mínútu þar sem hann hellti sér yfir áðurnefndan Almarr. KR-ingurinn fyrrverandi kom þá á blindu hliðina á Beiti og hindraði þannig för hans meðfram marki sínu. Þeir lágu báðir eftir en Beitir var fyrr á fætur og lét nokkur vel valin orð falla er hann hallaði sér yfir Almarr. Þá var Beitir í tómu tjóni er Kristinn Jónsson sendi til baka á markvörðinn af stuttu færi sem hitti boltann illa. Boltinn skoppaði út í teig þar sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði og Akureyringar töldu sig vera komna 1-0 yfir. Á endanum var hins vegar dæmd aukaspyrna á Ásgeir Sigurgeirsson en sitt sýnist hverjum um hvort brot var að ræða eður ei. Þó Beitir hafi verið í smá brasi í leiknum þó fór það svo að hann tryggði Íslandsmeisturum KR stigið sem þeir fóru með heim í Vesturbæinn. KA menn fengu einkar ódýra vítaspyrnu undir lok leiks sem Beitir varði vel og staðan því 0-0 þegar Ívar Orri flautaði til leiksloka.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu markið sem KA-menn eru brjálaðir yfir að var dæmt af Það var dramatík undir lok leiks í leik KA og KR á Akureyri. 26. júlí 2020 20:15 Beitir: Ég veit ekki á hvað var dæmt Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga var allt í öllu á lokamínútunum þegar KA og KR skildu jöfn í markalausum leik á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 19:20 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Dramatík í markalausu jafntefli á Akureyri KA og KR gerðu 0-0 jafntefli á Akureyri eftir æsilegar lokamínútur í 9.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. 26. júlí 2020 20:14 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Sjáðu markið sem KA-menn eru brjálaðir yfir að var dæmt af Það var dramatík undir lok leiks í leik KA og KR á Akureyri. 26. júlí 2020 20:15
Beitir: Ég veit ekki á hvað var dæmt Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga var allt í öllu á lokamínútunum þegar KA og KR skildu jöfn í markalausum leik á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 19:20
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Dramatík í markalausu jafntefli á Akureyri KA og KR gerðu 0-0 jafntefli á Akureyri eftir æsilegar lokamínútur í 9.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. 26. júlí 2020 20:14