Guðlaugur gafst upp eftir síðasta fylleríið Stefán Árni Pálsson skrifar 29. júlí 2020 12:32 Guðlaugur fer yfir síðustu tíu ár með Sölva Tryggvasyni. Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Guðlaugur fékk samning hjá Liverpool aðeins 16 ára gamall og var einn efnilegasti leikmaður sem sést hafði lengi á Íslandi. En Guðlaugur glímdi allt frá unga aldri við alls kyns djöfla sem flestir jafnaldrar hans í boltanum þurfa ekki að eiga við. Mikil fíkn beggja foreldra olli því að uppeldi hans var sérstakt og hann gekk yngri systur sinni nánast í föðurstað barnungur. Sjálfur hrundi hann fyrir 7 árum og endaði inni á geðdeild. „Ég var búinn að vera að díla við mikla djöfla sjálfur og ég leitaði mér hjálpar um áramótin 2013/2014 á geðdeildinni á landsspítalanum og tók mér frí frá boltanum í 6 vikur þegar ég var í meðferð þar inni.” Guðlaugur er þakklátur fyrir að hafa leitað sér hjálpar, en líður þegar hann horfir til baka eins og hann hafi enn verið í ákveðinni afneitun: „Mér finnst aðeins eins og þetta hafi ekki verið alveg 100% heiðarlegt hjá mér. Aðeins eins og ég hafi verið að flýja eitthvað með því að fara þarna inn, en ekki misskilja mig, ég er mjög þakklátur fyrir að hafa farið inn á geðdeildina og það gaf mér hjálp, en ég var ennþá í smá afneitun. Ég var kannski ekki jafntilbúinn og ég hélt og ég var enn að deyfa mig, hvort sem það var í spilavítum eða í drykkjunni og ég var enn að lifa í þessum óheiðarleika,“ segir Guðlaugur Victor. Hann segir að hið eiginlega bataferli hafi hafist fyrir alvöru rúmu hálfu ári síðar, þegar hann gafst upp eftir síðasta fylleríið sitt. Búinn að brenna allar brýr „Það var eftir síðasta fylleríið mitt, þar sem ég fór í „blackout” og gerði einhvern skandal. Fósturpabbi minn tók mig á tal, umboðsmaðurinn minn tók mig á tal, vinir mínir tóku mig á tal og ég var bara algjörlega búinn að brenna allar brýr,” segir Guðlaugur Síðan þá hefur hann ekki snert áfengi og það hefur haldist í hendur við hans bestu ár í fótboltanum, enda er hann orðinn fastamaður í landsliðinu og hefur verið fyrirliði síðustu tveggja liða sem hann hefur spilað með. „Ég sé ekki eftir neinu, af því að ef ég lít til baka yfir öll þessi ár, þá er ég sá sem ég er í dag út af mínu lífi. Ég get ekki séð eftir hlutum af því að ég er ánægður í eigin skinni í dag.“ Í viðtalinu fara hann og Sölvi um víðan völl og ræða um hæðirnar, lægðirnar, rasisma, drauminn um að fara á stórmót með Íslandi og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Guðlaugur fékk samning hjá Liverpool aðeins 16 ára gamall og var einn efnilegasti leikmaður sem sést hafði lengi á Íslandi. En Guðlaugur glímdi allt frá unga aldri við alls kyns djöfla sem flestir jafnaldrar hans í boltanum þurfa ekki að eiga við. Mikil fíkn beggja foreldra olli því að uppeldi hans var sérstakt og hann gekk yngri systur sinni nánast í föðurstað barnungur. Sjálfur hrundi hann fyrir 7 árum og endaði inni á geðdeild. „Ég var búinn að vera að díla við mikla djöfla sjálfur og ég leitaði mér hjálpar um áramótin 2013/2014 á geðdeildinni á landsspítalanum og tók mér frí frá boltanum í 6 vikur þegar ég var í meðferð þar inni.” Guðlaugur er þakklátur fyrir að hafa leitað sér hjálpar, en líður þegar hann horfir til baka eins og hann hafi enn verið í ákveðinni afneitun: „Mér finnst aðeins eins og þetta hafi ekki verið alveg 100% heiðarlegt hjá mér. Aðeins eins og ég hafi verið að flýja eitthvað með því að fara þarna inn, en ekki misskilja mig, ég er mjög þakklátur fyrir að hafa farið inn á geðdeildina og það gaf mér hjálp, en ég var ennþá í smá afneitun. Ég var kannski ekki jafntilbúinn og ég hélt og ég var enn að deyfa mig, hvort sem það var í spilavítum eða í drykkjunni og ég var enn að lifa í þessum óheiðarleika,“ segir Guðlaugur Victor. Hann segir að hið eiginlega bataferli hafi hafist fyrir alvöru rúmu hálfu ári síðar, þegar hann gafst upp eftir síðasta fylleríið sitt. Búinn að brenna allar brýr „Það var eftir síðasta fylleríið mitt, þar sem ég fór í „blackout” og gerði einhvern skandal. Fósturpabbi minn tók mig á tal, umboðsmaðurinn minn tók mig á tal, vinir mínir tóku mig á tal og ég var bara algjörlega búinn að brenna allar brýr,” segir Guðlaugur Síðan þá hefur hann ekki snert áfengi og það hefur haldist í hendur við hans bestu ár í fótboltanum, enda er hann orðinn fastamaður í landsliðinu og hefur verið fyrirliði síðustu tveggja liða sem hann hefur spilað með. „Ég sé ekki eftir neinu, af því að ef ég lít til baka yfir öll þessi ár, þá er ég sá sem ég er í dag út af mínu lífi. Ég get ekki séð eftir hlutum af því að ég er ánægður í eigin skinni í dag.“ Í viðtalinu fara hann og Sölvi um víðan völl og ræða um hæðirnar, lægðirnar, rasisma, drauminn um að fara á stórmót með Íslandi og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira