Fyrsta banvæna hákarlaárásin í Maine Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2020 09:07 Árásin hefur notið mikillar athygli vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr í árás hákarls við strendur Maine. AP/Jim Gerberich Kona dó í Maine í Bandaríkjunum á mánudaginn eftir að hvíthákarl réðst á hana þegar hún var á sundi. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr vegna hákarls í ríkinu og eingöngu í annað sinn, svo vitað sé, að hákarl ráðist á manneskju þar. Hvíthákarlar eru sjaldgæfir við strendur Maine vegna þess hve sjórinn er kaldur þar. Konan sem dó hét Julie Holowach og var 63 ára gömul. Hún var á sundi með dóttur sinni í Í frétt BBC segir að Holowach hafi verið í blautbúning en ekki dóttir hennar. Heimamenn og sérfræðingar á svæðinu telji líklegt að hákarlinn hafi talið að Holowach væri selur og því hafi hann ráðist á hana. Nánar tiltekið átti árásin sér stað þar sem Holowach var á sundi í Makrílvík á sunnanverðri Baileyeyju. Héraðsmiðillinn Press Herald segir Holowach einungis hafa verið um 18 metra frá landi þegar hákarlinn beit hana og að hún hafi verið flutt í land af tveimur aðilum á kajökum. Þar hafi viðbragðsaðilar beðið en hún hafi þó dáið fljótt. Tönn sem fannst á vettvangi staðfesti að um hvíthákarl hafi verið að ræða. Vitni sem rætt var við segist hafa fylgst með sundi mæðgnanna og þær hafi verið að hlæja og skemmta sér. Það hafi hins vegar breyst á svipstundu þegar Holowach byrjaði að öskra og hvarf undir yfirborðið. Dóttir hennar reyndi að synda til hennar en náði því ekki. Hún hafi synt í land og kallað eftir hjálp þegar Holowach hvarf. Charlie Wemyss-Dunn er einn þeirra sem sótti Holowach í land. Í samtali við héraðsmiðilinn segir hann ástand hennar hafa verið verulega slæmt. Honum og móður hans hefur verið hrósað fyrir að sækja hana. Heimamenn eru nú sagðir óttaslegnir þar sem þeir hafi aldrei áður haft áhyggjur af því að synda í sjónum við Maine. Sérfræðingar hafa varað fólk við að synda nærri fiskimiðum og selum, til að forðast hákarla. Bandaríkin Dýr Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Kona dó í Maine í Bandaríkjunum á mánudaginn eftir að hvíthákarl réðst á hana þegar hún var á sundi. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr vegna hákarls í ríkinu og eingöngu í annað sinn, svo vitað sé, að hákarl ráðist á manneskju þar. Hvíthákarlar eru sjaldgæfir við strendur Maine vegna þess hve sjórinn er kaldur þar. Konan sem dó hét Julie Holowach og var 63 ára gömul. Hún var á sundi með dóttur sinni í Í frétt BBC segir að Holowach hafi verið í blautbúning en ekki dóttir hennar. Heimamenn og sérfræðingar á svæðinu telji líklegt að hákarlinn hafi talið að Holowach væri selur og því hafi hann ráðist á hana. Nánar tiltekið átti árásin sér stað þar sem Holowach var á sundi í Makrílvík á sunnanverðri Baileyeyju. Héraðsmiðillinn Press Herald segir Holowach einungis hafa verið um 18 metra frá landi þegar hákarlinn beit hana og að hún hafi verið flutt í land af tveimur aðilum á kajökum. Þar hafi viðbragðsaðilar beðið en hún hafi þó dáið fljótt. Tönn sem fannst á vettvangi staðfesti að um hvíthákarl hafi verið að ræða. Vitni sem rætt var við segist hafa fylgst með sundi mæðgnanna og þær hafi verið að hlæja og skemmta sér. Það hafi hins vegar breyst á svipstundu þegar Holowach byrjaði að öskra og hvarf undir yfirborðið. Dóttir hennar reyndi að synda til hennar en náði því ekki. Hún hafi synt í land og kallað eftir hjálp þegar Holowach hvarf. Charlie Wemyss-Dunn er einn þeirra sem sótti Holowach í land. Í samtali við héraðsmiðilinn segir hann ástand hennar hafa verið verulega slæmt. Honum og móður hans hefur verið hrósað fyrir að sækja hana. Heimamenn eru nú sagðir óttaslegnir þar sem þeir hafi aldrei áður haft áhyggjur af því að synda í sjónum við Maine. Sérfræðingar hafa varað fólk við að synda nærri fiskimiðum og selum, til að forðast hákarla.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira