Athugull starfsmaður Reebok fitness stöðvaði brot á sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 15:37 Frá Reebok fitness í Holtagörðum. Umrætt atvik varð í stöð Reebok við Lambhaga. Vísir/vilhelm Fulltrúar smitrakningarteymis almannavarna þurftu í dag að senda einstakling sem átti að vera í sóttkví heim úr líkamsræktarstöðinni Reebok fitness við Lambhaga í Reykjavík. Starfsmaður stöðvarinnar kannaðist við viðkomandi, taldi öruggt að hann ætti að vera í sóttkví og í kjölfarið var haft samband við almannavarnir. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að um misskilning hafi verið að ræða. Einstaklingurinn hafi verið í sóttkví en jafnframt farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni, fengið neikvætt svar og talið að þar með væri sóttkvínni aflétt. Það sé þó ekki svo að neikvætt sýni úr sýnatöku bindi enda á sóttkví. Ágúst Ágústsson hjá Rebook fitness segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að fyrirtækið hafi tekið málinu mjög alvarlega. Starfsmaður stöðvarinnar við Lambhaga hafi kannast við einstaklinginn og réttilega haldið að viðkomandi ætti að vera í sóttkví. Eftir ábendingu frá líkamsræktarstöðinni hringdi fulltrúi smitrakningateymisins í einstaklinginn, sem þá var enn í ræktinni, og hann hélt rakleiðis heim á leið. „Við höfðum strax samband við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til að fá leiðbeiningar um hvernig við ættum að snúa okkur í þessu máli. Samkvæmt ráðleggingum var farið í það að tæma og loka líkamsræktarstöðinni og loks hefja þar sótthreinsun,“ segir Ágúst. Eftir nánari eftirgrennslan almannavarna reyndist þó ekki þurfa að loka stöðinni. Líkt og áður segir fékk einstaklingurinn neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku og því ekki talin nein smithætta af honum. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað undanfarna daga hér á landi og samkvæmt tölum á Covid.is eru nú 187 í sóttkví. Sóttvarnalæknir skilar minnisblaði með tillögum að breytingum á takmörkunum vegna veirunnar til heilbrigðisráðherra í dag. Búist er við að hertar aðgerðir verði kynntar í kjölfarið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Fulltrúar smitrakningarteymis almannavarna þurftu í dag að senda einstakling sem átti að vera í sóttkví heim úr líkamsræktarstöðinni Reebok fitness við Lambhaga í Reykjavík. Starfsmaður stöðvarinnar kannaðist við viðkomandi, taldi öruggt að hann ætti að vera í sóttkví og í kjölfarið var haft samband við almannavarnir. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að um misskilning hafi verið að ræða. Einstaklingurinn hafi verið í sóttkví en jafnframt farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni, fengið neikvætt svar og talið að þar með væri sóttkvínni aflétt. Það sé þó ekki svo að neikvætt sýni úr sýnatöku bindi enda á sóttkví. Ágúst Ágústsson hjá Rebook fitness segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að fyrirtækið hafi tekið málinu mjög alvarlega. Starfsmaður stöðvarinnar við Lambhaga hafi kannast við einstaklinginn og réttilega haldið að viðkomandi ætti að vera í sóttkví. Eftir ábendingu frá líkamsræktarstöðinni hringdi fulltrúi smitrakningateymisins í einstaklinginn, sem þá var enn í ræktinni, og hann hélt rakleiðis heim á leið. „Við höfðum strax samband við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til að fá leiðbeiningar um hvernig við ættum að snúa okkur í þessu máli. Samkvæmt ráðleggingum var farið í það að tæma og loka líkamsræktarstöðinni og loks hefja þar sótthreinsun,“ segir Ágúst. Eftir nánari eftirgrennslan almannavarna reyndist þó ekki þurfa að loka stöðinni. Líkt og áður segir fékk einstaklingurinn neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku og því ekki talin nein smithætta af honum. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað undanfarna daga hér á landi og samkvæmt tölum á Covid.is eru nú 187 í sóttkví. Sóttvarnalæknir skilar minnisblaði með tillögum að breytingum á takmörkunum vegna veirunnar til heilbrigðisráðherra í dag. Búist er við að hertar aðgerðir verði kynntar í kjölfarið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira