Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 11:30 Ein með öllu hefði átt að fara fram á Akureyri um helgina, þó með breyttu sniði. Vísir/Vilhelm Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. Sæludögum í Vatnaskógi var aflýst klukkan 11:20 og mínútu síðar var Ein með öllu á Akureyri blásin af. Skógarmenn KFUM, sem reka sumarbúðir í Vatnaskógi, hafa tekið þá ákvörðun að aflýsa Sæludögum. „Í ár var í undirbúningi hátíð þar sem samkomutakmarkanir yrðu að fullu virtar og búið að gera aðrar ráðstafanir í fullu samræmi til tilmæli Embættis landlæknis,“ segja Skógarmenn í yfirlýsingu og bæta við: „Það er aftur á móti mat stjórnar Skógarmanna KFUM að ekki sé lengur forsvaranlegt að halda fyrirhugaða fjölskylduhátíð í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru komnar upp á ný.“ Fólki býðst að fá aðgöngu- og gistikostnað endurgreiddan að fullu. Svipaða sögu er að segja frá Akureyri. „Í ljósi nýjustu frétta af útbreiðslu Covid-19 faraldursins á Íslandi hefur fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu“ á Akureyri og öllum viðburðum sem henni tengjast verið aflýst. Það smit sem komið er upp í samfélaginu og í kjölfarið ný fyrirmæli sóttvarnarlæknis og heilbrigðisyfirvalda útiloka slíkt viðburðahald,“ segir í yfirlýsingu fá aðstandendum. Þar segjast þeir hafa átt fund með lögreglunni á Akureyri og bæjaryfirvöldum í morgun. Þar hafi verið einhugur um að taka enga áhættu og því einboðið að aflýsa Einni með öllu. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Tengdar fréttir Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. Sæludögum í Vatnaskógi var aflýst klukkan 11:20 og mínútu síðar var Ein með öllu á Akureyri blásin af. Skógarmenn KFUM, sem reka sumarbúðir í Vatnaskógi, hafa tekið þá ákvörðun að aflýsa Sæludögum. „Í ár var í undirbúningi hátíð þar sem samkomutakmarkanir yrðu að fullu virtar og búið að gera aðrar ráðstafanir í fullu samræmi til tilmæli Embættis landlæknis,“ segja Skógarmenn í yfirlýsingu og bæta við: „Það er aftur á móti mat stjórnar Skógarmanna KFUM að ekki sé lengur forsvaranlegt að halda fyrirhugaða fjölskylduhátíð í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru komnar upp á ný.“ Fólki býðst að fá aðgöngu- og gistikostnað endurgreiddan að fullu. Svipaða sögu er að segja frá Akureyri. „Í ljósi nýjustu frétta af útbreiðslu Covid-19 faraldursins á Íslandi hefur fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu“ á Akureyri og öllum viðburðum sem henni tengjast verið aflýst. Það smit sem komið er upp í samfélaginu og í kjölfarið ný fyrirmæli sóttvarnarlæknis og heilbrigðisyfirvalda útiloka slíkt viðburðahald,“ segir í yfirlýsingu fá aðstandendum. Þar segjast þeir hafa átt fund með lögreglunni á Akureyri og bæjaryfirvöldum í morgun. Þar hafi verið einhugur um að taka enga áhættu og því einboðið að aflýsa Einni með öllu.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Tengdar fréttir Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19