Telur ekki að of brátt hafi verið farið í opnun landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 11:34 Katrín segir Ísland hafa nálgast komu ferðamanna hingað til lands með varfærni. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki telja að of brátt hafi verið farið í opnun landsins og að ekki hafi verið mistök að liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli hennar á fréttamannafundi vegna hertra aðgerða í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar. Katrín segir að þegar Ísland sé borið saman við aðrar þjóðir komi í ljós að Ísland hafi nálgast komur til landsins með varfærnasta mögulega hætti. Segir hún skimun á landamærunum hafa sýnt gildi sitt og sannað. Nú sé hins vegar verið að herða aðgerðir á landamærunum. „Við vitum að stór hluti sem hefur verið að koma hingað eru Íslendingar að snúa heim. Þetta er ekki einlitur veruleiki sem við búum í. Við vorum meðvituð um þessa áhættu en herðum núna reglurnar og gæti þurft að koma til frekari herðinga síðar,“ sagði Katrín. Lá fyrir að grípa þyrfti inn í Í viðtali við fréttastofu beint eftir fundinn sagði Katrín að hertar aðgerðir vegna faraldursins hafi verið aðaldagskrármálið á fundi ríkisstjórnar í morgun. Það hafi legið fyrir að grípa þyrfti inn í vegna fjölgunar smita. Þá útilokar Katrín ekki að stjórnvöld grípi til frekari efnahagsaðgerða vegna áhrifa veirunnar á hagkerfið. Þá benti Katrín á að ekki sé verið að leggja til lokanir á þjónustu heldur sé verið að gera kröfu til almennings um að viðhafa sóttvarnir. Þá sagði Katrín að eins og sakir standa þurfi ekki að kalla þingið saman til þess að bregðast við. Hins vegar séu allir þingmenn meðvitaðir um að þeir gætu þurft að vera á bakvakt það sem eftir lifir sumri. Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki telja að of brátt hafi verið farið í opnun landsins og að ekki hafi verið mistök að liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli hennar á fréttamannafundi vegna hertra aðgerða í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar. Katrín segir að þegar Ísland sé borið saman við aðrar þjóðir komi í ljós að Ísland hafi nálgast komur til landsins með varfærnasta mögulega hætti. Segir hún skimun á landamærunum hafa sýnt gildi sitt og sannað. Nú sé hins vegar verið að herða aðgerðir á landamærunum. „Við vitum að stór hluti sem hefur verið að koma hingað eru Íslendingar að snúa heim. Þetta er ekki einlitur veruleiki sem við búum í. Við vorum meðvituð um þessa áhættu en herðum núna reglurnar og gæti þurft að koma til frekari herðinga síðar,“ sagði Katrín. Lá fyrir að grípa þyrfti inn í Í viðtali við fréttastofu beint eftir fundinn sagði Katrín að hertar aðgerðir vegna faraldursins hafi verið aðaldagskrármálið á fundi ríkisstjórnar í morgun. Það hafi legið fyrir að grípa þyrfti inn í vegna fjölgunar smita. Þá útilokar Katrín ekki að stjórnvöld grípi til frekari efnahagsaðgerða vegna áhrifa veirunnar á hagkerfið. Þá benti Katrín á að ekki sé verið að leggja til lokanir á þjónustu heldur sé verið að gera kröfu til almennings um að viðhafa sóttvarnir. Þá sagði Katrín að eins og sakir standa þurfi ekki að kalla þingið saman til þess að bregðast við. Hins vegar séu allir þingmenn meðvitaðir um að þeir gætu þurft að vera á bakvakt það sem eftir lifir sumri. Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði