Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 12:37 Áslaug Arna mun funda með lögreglustjórum í dag. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. Áslaug mun funda með lögreglustjórum landsins á eftir til þess að meta hvort tilefni sé til að fara á neyðarstig Almannavarna. Í dag voru kynntar hertari takmarkanir á samkomubanni, tveggja metra reglan var endurvakin og grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Þá verða skimunaraðgerðir á þeim sem koma hingað til lands hertar. Nú þurfa allir sem koma frá áhættusvæðum að fara í skimun við komuna til landsins, og aftur fjórum til sex dögum síðar, að því gefnu að viðkomandi dveljist hér á landi í tíu daga eða meira. Eins og sakir standa þyrftu því allir sem koma frá öðrum stöðum en Færeyjum, Grænlandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Þýskalandi að hlíta þessum reglum. Þetta segir Áslaug gert til þess að hamla því að þeir sem komi hingað til lands í lengri tíma beri kórónuveiruna með sér hingað til lands og smiti út frá sér. Áslaug mun sitja fund með lögreglustjórum landsins síðar í dag þar sem farið verður yfir almannavarnamál. „Við ætlum að ræða almannavarnastigið. Mögulega hvort þörf sé á að fara á neyðarstig. Það er auðvitað mikið breytt síðan við fórum síðast á neyðarstig, við vitum meira um veiruna, erum að raðgreina hana betur, við þekkjum betur alla ferla í þessu og þurfum aðeins að skoða hvort að þörf sé á slíku,“ segir Áslaug. Hún segir þó að mögulega geti tekið nokkra daga að meta næstu skref út frá þeim smitum sem hafa komið upp og hvað gerist á næstu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. Áslaug mun funda með lögreglustjórum landsins á eftir til þess að meta hvort tilefni sé til að fara á neyðarstig Almannavarna. Í dag voru kynntar hertari takmarkanir á samkomubanni, tveggja metra reglan var endurvakin og grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Þá verða skimunaraðgerðir á þeim sem koma hingað til lands hertar. Nú þurfa allir sem koma frá áhættusvæðum að fara í skimun við komuna til landsins, og aftur fjórum til sex dögum síðar, að því gefnu að viðkomandi dveljist hér á landi í tíu daga eða meira. Eins og sakir standa þyrftu því allir sem koma frá öðrum stöðum en Færeyjum, Grænlandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Þýskalandi að hlíta þessum reglum. Þetta segir Áslaug gert til þess að hamla því að þeir sem komi hingað til lands í lengri tíma beri kórónuveiruna með sér hingað til lands og smiti út frá sér. Áslaug mun sitja fund með lögreglustjórum landsins síðar í dag þar sem farið verður yfir almannavarnamál. „Við ætlum að ræða almannavarnastigið. Mögulega hvort þörf sé á að fara á neyðarstig. Það er auðvitað mikið breytt síðan við fórum síðast á neyðarstig, við vitum meira um veiruna, erum að raðgreina hana betur, við þekkjum betur alla ferla í þessu og þurfum aðeins að skoða hvort að þörf sé á slíku,“ segir Áslaug. Hún segir þó að mögulega geti tekið nokkra daga að meta næstu skref út frá þeim smitum sem hafa komið upp og hvað gerist á næstu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira