Víðir undrast gagnrýni á pistil Sigríðar Andersen Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 11:14 Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velti vöngum yfir viðbrögðum stjórnvalda við nýjustu tilfellum kórónuveirunnar. Spurði hún hvort þær bæru með sér stefnubreytingu, að ætlunin væri ekki lengur að fleyja út kúrfuna heldur að koma í veg fyrir öll smit. vísir/vilhelm Skrif Sigríðar Á. Andersen um boðuð viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirunni voru málefnaleg og yfirveguð að mati Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Pistill hennar sætti nokkurri gagnrýni en þar ýjar hún að því að fólk kunni að hafa misst sjónar á markmiðum sóttvarnaaðgerða gegn veirunni. Gagnrýni sem þessi hjálpar hins vegar stjórnvöldum við ákvarðanir sínar í baráttunni við veiruna að sögn Víðis, það væri beinlínis hættulegt ef allir væru þeim alltaf sammála. Þórarinn Ævarsson, eigandi Spaðans, vakti máls á færslu Sigríðar Andersen í Bítinu í morgun. Þar rifjar Sigríður upp að þeim aðgerðum sem gripið var til í baráttunni við veiruna í vor hafi verið ætlað að „fletja kúrfuna“ svo að heilbrigðiskerfið gæti betur ráðið við smittilfelli. „Nú finnst mér farið að örla á einhvers konar nýju markmiði sem virðist vera það að engin smit greinist hér á landi,“ skrifaði Sigríður. Það sé hins vegar mat sérfræðinga að það sé óraunhæft markmið. „Skilaboð þeirra hafa þvert á móti verið þau að við munum þurfa að lifa með þessari veiru næstu árin. Verkefnið hlýtur því að vera að undirbúa okkur fyrir það. Ekki með hræðsluáróðri eða síendurteknum opinberum hugleiðingum um ,,skref til baka" í átt að einangrun og hafta sem við vitum nú þegar að hefur feigðina í för með sér þótt ekki endilega af völdum C19.“ Sigríður segist því heldur vilja aukna áherslu á að miðla upplýsingum um rannsóknir og meðferðir við kórónuveirunni. Það gæfi fólki færi á að leggja mat á eigin lífstíl næstu misserin. „Mér finnst skortur á þessu viðhorfi hjá stjórnvöldum,“ skrifar Sigríður og segist vona að ekki sé ástæða til að óttast að fólk hafi misst sjónar af markmiðum sóttvarnaaðgerða. Samtalið hjálpar Þórarinn sagði að sér þætti færsla Sigríðar málefnaleg og að það hafi komið honum á óvart hversu mikilli gagnrýni hún sætti. Víðir tók í sama streng. „Mér fannst þessi pistill hennar mjög áhugaverður. Það hjálpar okkur mjög í þessari umræðu að taka einmitt svona samtal, þar sem verið er að benda á hluti og ræða hlutina málefnalega. Það gerir bara gott. Þannig að mér finnst mjög ósanngjörn sú gagnrýni sem hún fékk fyrir þennan pistil,“ segir Víðir. Hann benti þó á að stjórnvöld séu ekki að grípa til jafn harðra aðgerða og gert var í vor. Þá var t.a.m. margvíslegri þjónustu gert að hætta starfsemi sem ekki er farið fram á núna. Fólk þurfi ekki að vera sammála svo að hægt sé að ræða viðbrögð stjórnvalda. „Þessi umræða þarf að vera í gangi. Ég hef oft sagt það í þessu ferli að það hættulegasta sem getur gerst fyrir okkur í svona krísustjórnun er að allir verða bara sammála okkur. Að við förum að spila einhvern leik án þess að nokkur spyrji okkur spurninga. Það væri mjög vont.“ Hlusta má á þá Víði og Þórarinn ræða um pistil Sigríðar, nýjustu höftin, smit síðustu daga og fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan. Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Skrif Sigríðar Á. Andersen um boðuð viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirunni voru málefnaleg og yfirveguð að mati Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Pistill hennar sætti nokkurri gagnrýni en þar ýjar hún að því að fólk kunni að hafa misst sjónar á markmiðum sóttvarnaaðgerða gegn veirunni. Gagnrýni sem þessi hjálpar hins vegar stjórnvöldum við ákvarðanir sínar í baráttunni við veiruna að sögn Víðis, það væri beinlínis hættulegt ef allir væru þeim alltaf sammála. Þórarinn Ævarsson, eigandi Spaðans, vakti máls á færslu Sigríðar Andersen í Bítinu í morgun. Þar rifjar Sigríður upp að þeim aðgerðum sem gripið var til í baráttunni við veiruna í vor hafi verið ætlað að „fletja kúrfuna“ svo að heilbrigðiskerfið gæti betur ráðið við smittilfelli. „Nú finnst mér farið að örla á einhvers konar nýju markmiði sem virðist vera það að engin smit greinist hér á landi,“ skrifaði Sigríður. Það sé hins vegar mat sérfræðinga að það sé óraunhæft markmið. „Skilaboð þeirra hafa þvert á móti verið þau að við munum þurfa að lifa með þessari veiru næstu árin. Verkefnið hlýtur því að vera að undirbúa okkur fyrir það. Ekki með hræðsluáróðri eða síendurteknum opinberum hugleiðingum um ,,skref til baka" í átt að einangrun og hafta sem við vitum nú þegar að hefur feigðina í för með sér þótt ekki endilega af völdum C19.“ Sigríður segist því heldur vilja aukna áherslu á að miðla upplýsingum um rannsóknir og meðferðir við kórónuveirunni. Það gæfi fólki færi á að leggja mat á eigin lífstíl næstu misserin. „Mér finnst skortur á þessu viðhorfi hjá stjórnvöldum,“ skrifar Sigríður og segist vona að ekki sé ástæða til að óttast að fólk hafi misst sjónar af markmiðum sóttvarnaaðgerða. Samtalið hjálpar Þórarinn sagði að sér þætti færsla Sigríðar málefnaleg og að það hafi komið honum á óvart hversu mikilli gagnrýni hún sætti. Víðir tók í sama streng. „Mér fannst þessi pistill hennar mjög áhugaverður. Það hjálpar okkur mjög í þessari umræðu að taka einmitt svona samtal, þar sem verið er að benda á hluti og ræða hlutina málefnalega. Það gerir bara gott. Þannig að mér finnst mjög ósanngjörn sú gagnrýni sem hún fékk fyrir þennan pistil,“ segir Víðir. Hann benti þó á að stjórnvöld séu ekki að grípa til jafn harðra aðgerða og gert var í vor. Þá var t.a.m. margvíslegri þjónustu gert að hætta starfsemi sem ekki er farið fram á núna. Fólk þurfi ekki að vera sammála svo að hægt sé að ræða viðbrögð stjórnvalda. „Þessi umræða þarf að vera í gangi. Ég hef oft sagt það í þessu ferli að það hættulegasta sem getur gerst fyrir okkur í svona krísustjórnun er að allir verða bara sammála okkur. Að við förum að spila einhvern leik án þess að nokkur spyrji okkur spurninga. Það væri mjög vont.“ Hlusta má á þá Víði og Þórarinn ræða um pistil Sigríðar, nýjustu höftin, smit síðustu daga og fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan.
Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira