Segir FSÍ ekki hafa vitað af þungum ásökunum í garð Beltman Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 12:00 Fimleikaþjálfarinn Gerrit Beltman starfar nú í Singapúr. Sólveig Jónsdóttir er framkvæmdastjóri FSÍ. mynd/NOS/FSÍ Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, segir sambandið ekki hafa vitað af ásökunum um gróft ofbeldi hollenska þjálfarans Gerrit Beltman þegar hann var fenginn til landsins sem gestaþjálfari. „Hann hefur komið inn sem verktaki á nokkrum námskeiðum hjá okkur,“ segir Sólveig, en Beltman var síðast hér á landi í fyrra á æfingahelgi fyrir úrvalshóp kvenna í áhaldafimleikum. Beltman viðurkenndi í viðtali fyrir skömmu að hann hefði gerst sekur um að niðurlægja og smána iðkendur á sínum þjálfaraferli, og jafnvel beitt líkamlegum refsingum. Hollensku landsliðskonurnar Staja Köhler og Simone Heitinga greindu frá ofbeldinu í bók sem kom út fyrir sjö árum, en þær æfðu undir handleiðslu Beltman á tíunda áratug síðustu aldar. „Ég er bara að heyra þetta í fyrsta skipti núna eftir fréttirnar frá Hollandi. Ég hafði aldrei heyrt áður af þessari bók. Þetta sýnir að maður þarf að rannsaka málið vel áður en maður kaupir ráðgjöf,“ segir Sólveig við Vísi, en hún hefur verið framkvæmdastjóri FSÍ frá sumrinu 2015. „Ég hafði ekki grænan grun um þetta. Þú getur rétt ímyndað þér. Við berum hag iðkenda alltaf fyrir brjósti og myndum aldrei vilja nýta krafta einstaklings með svona ásakanir á herðum sér. Að sama skapi er vert að hafa í huga að á okkar æfingum er aldrei einhver einn þjálfari. Iðkendur hafa sína þjálfara og það er hópur þjálfara á hverri æfingu,“ segir Sólveig sem telur að Beltman hafi um það bil fimm sinnum komið til Íslands vegna landsliðsæfinga. Frétt um heimsókn Beltman til landsins í fyrra.Skjáskot af vef FSÍ „Hann hefur komið nokkrum sinnum inn í æfingabúðir með íslensku þjálfurunum. Hann hefur komið inn og hjálpað til við að setja upp æfingar fyrir þjálfarana. Í minni tíð í Fimleikasambandinu hefur hann því ekki verið með æfingar þar sem hann er einn að þjálfa iðkendur á Íslandi. Við horfðum til þess að þjálfararnir okkar þyrftu að læra næsta stig í tækninni. Þetta voru því í raun námskeið fyrir þjálfarana,“ segir Sólveig. Dutch Gymnastics Coach Gerrit Beltman speeks about his abusive coaching methods. 'I abused and humiliated young gymnasts to win medals. I feel deeply ashamed'. More stories to follow @GymCastic @GymCoaching @thegymterdotnet https://t.co/TDa6CCakIc— Tessa de Wekker (@tessadewekker) July 24, 2020 Í kjölfar viðtalsins við Beltman hefur hópur hollenskra fimleikakvenna stigið fram og greint frá grimmúðlegum þjálfunaraðferðum fleiri þjálfara. Hafa núverandi landsliðsþjálfarar Hollands verið settir til hliðar á meðan að hollenska fimleikasambandið rannsakar málið. „Hollenska sambandið er búið að senda út bréf á öll sambönd í heiminum þar sem að óskað er eftir því að það verði haldin ráðstefna þar sem hægt verði að ræða um kúltúrinn – hverju sé hægt að breyta og hvað sé hægt að gera til framtíðar. Sambandið þar virðist því vera mjög meðvitað um að það þurfi að bregðast við,“ segir Sólveig. FSÍ með óháða nefnd sem iðkendur geta leitað til Sólveig segir íslenska sambandið mjög meðvitað um passa þurfi upp á heilbrigt æfingaumhverfi fyrir iðkendur. „Við erum með rosalega stífa stefnu til að hlú að líkamlegu og andlegu heilbrigði iðkenda í fimleikum. Við erum eiginlega fyrsta sambandið sem setti af stað siðanefnd, sem er óháð okkur og bara til stuðnings fyrir íþróttafólkið sjálft. Allir iðkendur eru látnir vita að þeir geti leitað þangað vanti þá ráðgjöf. Þessi nefnd var sett á laggirnar fyrir þremur árum og hefur sannað gildi sitt. Á hverju hausti þurfa allir þjálfarar sem ætla að fylgja iðkendum á mót að mæta á fræðsludag, og þar höfum við meðal annars verið með fyrirlestra um líkamlegt og andlegt heilbrigði. Þetta snýst bara um fræðslu. Menntakerfið okkar er mjög flott upp byggt og við erum alltaf að leggja meiri áherslu á jákvæða þjálfun. Við höfum líka tekið alla krakka í úrvalshópum og veitt þeim fræðslu um það hvernig er í lagi að komið sé fram við þá. Við höfum tekið rosalega stór skref til að tryggja að okkar iðkendur fái gott uppeldi og tæki og tól til að þroskast á sínum íþróttaferli og í lífinu.“ Fimleikar Tengdar fréttir Íslandsvinur sér eftir grimmúðlegum þjálfunaraðferðum „Ég myndi aldrei orða það þannig að hann hafi niðurlægt mig sem iðkanda, aldrei,“ segir Sif Pálsdóttir, fyrrverandi afrekskona í fimleikum, um hollenska þjálfarann Gerrit Beltman. Beltman kveðst sjá eftir grimmúðlegum þjálfunaraðferðum á sínum ferli. 31. júlí 2020 08:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, segir sambandið ekki hafa vitað af ásökunum um gróft ofbeldi hollenska þjálfarans Gerrit Beltman þegar hann var fenginn til landsins sem gestaþjálfari. „Hann hefur komið inn sem verktaki á nokkrum námskeiðum hjá okkur,“ segir Sólveig, en Beltman var síðast hér á landi í fyrra á æfingahelgi fyrir úrvalshóp kvenna í áhaldafimleikum. Beltman viðurkenndi í viðtali fyrir skömmu að hann hefði gerst sekur um að niðurlægja og smána iðkendur á sínum þjálfaraferli, og jafnvel beitt líkamlegum refsingum. Hollensku landsliðskonurnar Staja Köhler og Simone Heitinga greindu frá ofbeldinu í bók sem kom út fyrir sjö árum, en þær æfðu undir handleiðslu Beltman á tíunda áratug síðustu aldar. „Ég er bara að heyra þetta í fyrsta skipti núna eftir fréttirnar frá Hollandi. Ég hafði aldrei heyrt áður af þessari bók. Þetta sýnir að maður þarf að rannsaka málið vel áður en maður kaupir ráðgjöf,“ segir Sólveig við Vísi, en hún hefur verið framkvæmdastjóri FSÍ frá sumrinu 2015. „Ég hafði ekki grænan grun um þetta. Þú getur rétt ímyndað þér. Við berum hag iðkenda alltaf fyrir brjósti og myndum aldrei vilja nýta krafta einstaklings með svona ásakanir á herðum sér. Að sama skapi er vert að hafa í huga að á okkar æfingum er aldrei einhver einn þjálfari. Iðkendur hafa sína þjálfara og það er hópur þjálfara á hverri æfingu,“ segir Sólveig sem telur að Beltman hafi um það bil fimm sinnum komið til Íslands vegna landsliðsæfinga. Frétt um heimsókn Beltman til landsins í fyrra.Skjáskot af vef FSÍ „Hann hefur komið nokkrum sinnum inn í æfingabúðir með íslensku þjálfurunum. Hann hefur komið inn og hjálpað til við að setja upp æfingar fyrir þjálfarana. Í minni tíð í Fimleikasambandinu hefur hann því ekki verið með æfingar þar sem hann er einn að þjálfa iðkendur á Íslandi. Við horfðum til þess að þjálfararnir okkar þyrftu að læra næsta stig í tækninni. Þetta voru því í raun námskeið fyrir þjálfarana,“ segir Sólveig. Dutch Gymnastics Coach Gerrit Beltman speeks about his abusive coaching methods. 'I abused and humiliated young gymnasts to win medals. I feel deeply ashamed'. More stories to follow @GymCastic @GymCoaching @thegymterdotnet https://t.co/TDa6CCakIc— Tessa de Wekker (@tessadewekker) July 24, 2020 Í kjölfar viðtalsins við Beltman hefur hópur hollenskra fimleikakvenna stigið fram og greint frá grimmúðlegum þjálfunaraðferðum fleiri þjálfara. Hafa núverandi landsliðsþjálfarar Hollands verið settir til hliðar á meðan að hollenska fimleikasambandið rannsakar málið. „Hollenska sambandið er búið að senda út bréf á öll sambönd í heiminum þar sem að óskað er eftir því að það verði haldin ráðstefna þar sem hægt verði að ræða um kúltúrinn – hverju sé hægt að breyta og hvað sé hægt að gera til framtíðar. Sambandið þar virðist því vera mjög meðvitað um að það þurfi að bregðast við,“ segir Sólveig. FSÍ með óháða nefnd sem iðkendur geta leitað til Sólveig segir íslenska sambandið mjög meðvitað um passa þurfi upp á heilbrigt æfingaumhverfi fyrir iðkendur. „Við erum með rosalega stífa stefnu til að hlú að líkamlegu og andlegu heilbrigði iðkenda í fimleikum. Við erum eiginlega fyrsta sambandið sem setti af stað siðanefnd, sem er óháð okkur og bara til stuðnings fyrir íþróttafólkið sjálft. Allir iðkendur eru látnir vita að þeir geti leitað þangað vanti þá ráðgjöf. Þessi nefnd var sett á laggirnar fyrir þremur árum og hefur sannað gildi sitt. Á hverju hausti þurfa allir þjálfarar sem ætla að fylgja iðkendum á mót að mæta á fræðsludag, og þar höfum við meðal annars verið með fyrirlestra um líkamlegt og andlegt heilbrigði. Þetta snýst bara um fræðslu. Menntakerfið okkar er mjög flott upp byggt og við erum alltaf að leggja meiri áherslu á jákvæða þjálfun. Við höfum líka tekið alla krakka í úrvalshópum og veitt þeim fræðslu um það hvernig er í lagi að komið sé fram við þá. Við höfum tekið rosalega stór skref til að tryggja að okkar iðkendur fái gott uppeldi og tæki og tól til að þroskast á sínum íþróttaferli og í lífinu.“
Fimleikar Tengdar fréttir Íslandsvinur sér eftir grimmúðlegum þjálfunaraðferðum „Ég myndi aldrei orða það þannig að hann hafi niðurlægt mig sem iðkanda, aldrei,“ segir Sif Pálsdóttir, fyrrverandi afrekskona í fimleikum, um hollenska þjálfarann Gerrit Beltman. Beltman kveðst sjá eftir grimmúðlegum þjálfunaraðferðum á sínum ferli. 31. júlí 2020 08:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Íslandsvinur sér eftir grimmúðlegum þjálfunaraðferðum „Ég myndi aldrei orða það þannig að hann hafi niðurlægt mig sem iðkanda, aldrei,“ segir Sif Pálsdóttir, fyrrverandi afrekskona í fimleikum, um hollenska þjálfarann Gerrit Beltman. Beltman kveðst sjá eftir grimmúðlegum þjálfunaraðferðum á sínum ferli. 31. júlí 2020 08:30