Búast við því að fleiri séu smitaðir Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2020 22:38 Leikmaður Víkings í Ólafsvík greindist með kórónuveirusmit í dag. Vísir/Getty Snæfellsbær biðlar til íbúa að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis og huga að smitvörnum eftir að einstaklingur þar greindist með kórónuveirusmit. Aðeins eitt smit greindist í vor á heilsugæslunni í Ólafsvík og þurftu fáir í sóttkví vegna þess. Í dag var greint frá því að leikmaður Víkings í Ólafsvík hefði greinst með veiruna eftir að grunur vaknaði um smit í gær. Allir leikmenn voru því sendir í skoðun. „Nú er ljóst að faraldurinn hefur ekki gengið yfir eins og við höfðum öll vonað og engin leið að segja til um framhaldið. Ljóst er að veiran er ólseig og búast má við því að fleiri smit greinist hér á næstu dögum og vikum,“ segir í tilkynningu frá Snæfellsbæ. Eftir að einstaklingurinn greindist með veiruna hefur smitrakningarferli verið sett af stað og mun rakningarteymi hafa samband við þá sem hafa verið í samskiptum við viðkomandi og gætu þurft í sóttkví. Smitrakningu er þó ekki lokið vegna anna hjá smitrakningarteyminu og hafa sumarstarfsmenn í bæjarvinnunni verið beðnir um að halda sig til hlés. Snæfellsbær biður fólk að hlýða þeim fyrirmælum sem koma frá sérfræðingum í þeim efnum. „Við ítrekum og áréttum aftur mikilvægi þess að íbúar haldi áfram að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum sóttvarnarlæknis og rétt að minna íbúa á að fylgjast vel með fréttaflutningi og öðrum tilkynningum frá Snæfellsbæ.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Snæfellsbær Tengdar fréttir Áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits í annarri hópsýkingunni sem greindust í vikunni. Tveir stofnar veirunnar hafi dreift sér hér á landi. 31. júlí 2020 19:30 Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Snæfellsbær biðlar til íbúa að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis og huga að smitvörnum eftir að einstaklingur þar greindist með kórónuveirusmit. Aðeins eitt smit greindist í vor á heilsugæslunni í Ólafsvík og þurftu fáir í sóttkví vegna þess. Í dag var greint frá því að leikmaður Víkings í Ólafsvík hefði greinst með veiruna eftir að grunur vaknaði um smit í gær. Allir leikmenn voru því sendir í skoðun. „Nú er ljóst að faraldurinn hefur ekki gengið yfir eins og við höfðum öll vonað og engin leið að segja til um framhaldið. Ljóst er að veiran er ólseig og búast má við því að fleiri smit greinist hér á næstu dögum og vikum,“ segir í tilkynningu frá Snæfellsbæ. Eftir að einstaklingurinn greindist með veiruna hefur smitrakningarferli verið sett af stað og mun rakningarteymi hafa samband við þá sem hafa verið í samskiptum við viðkomandi og gætu þurft í sóttkví. Smitrakningu er þó ekki lokið vegna anna hjá smitrakningarteyminu og hafa sumarstarfsmenn í bæjarvinnunni verið beðnir um að halda sig til hlés. Snæfellsbær biður fólk að hlýða þeim fyrirmælum sem koma frá sérfræðingum í þeim efnum. „Við ítrekum og áréttum aftur mikilvægi þess að íbúar haldi áfram að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum sóttvarnarlæknis og rétt að minna íbúa á að fylgjast vel með fréttaflutningi og öðrum tilkynningum frá Snæfellsbæ.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Snæfellsbær Tengdar fréttir Áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits í annarri hópsýkingunni sem greindust í vikunni. Tveir stofnar veirunnar hafi dreift sér hér á landi. 31. júlí 2020 19:30 Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits í annarri hópsýkingunni sem greindust í vikunni. Tveir stofnar veirunnar hafi dreift sér hér á landi. 31. júlí 2020 19:30
Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23