„Af hverju mega vera 100 manna samkomur en það má ekki æfa fótbolta?“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 09:50 Öllum fótboltaleikjum hefur verið frestað til 13. ágúst. Mögulega verður spilað án áhorfenda eftir það. Vísir/Bára Mikil umræða skapaðist í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöld þar sem farið var yfir alla leiki 16-liða úrslita, sem búnir eru. Einnig skapaðist mikil umræða í kringum frestun leikja og æfinga ásamt því hvernig skyldi tækla það sem eftir er af Íslandsmótinu í knattspyrnu. Sjá má alla umræðuna í spilaranum hér neðst í fréttinni. Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi opnaði umræðuna, varðandi ný viðmið Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Samkvæmt þeim hefur sóttvarnarlæknir beðið öll lið sem æfa og keppa í íþróttum með snertingum að fresta æfingum til 13. ágúst hið minnsta. „Staðan er alvarlegri en menn fóru fyrst fram og boðuðu. Ég er enginn smitsjúkdómalæknir og veit ekki eitt né neitt um þetta en það voru margir sem vöruðu við því að þetta gæti farið svona þegar menn fóru að slaka á og fóru að leyfa allskyns hluti án eftirlits. Þetta er niðurstaðan hér í dag, það er búið að fresta öllu til 13. ágúst og það má ekki æfa,“ sagði Máni Pétursson. „Hvað finnst þér um það,“ skaut Henry Birgir inn í. „Ef það er nauðsynlegt að gera það þá verðum við að gera það,“ svaraði Máni um hæl áður en Henry Birgir greip orðið. „Af hverju mega vera 100 manna samkomur, það er 100 manna ball í kvöld en það má ekki æfa fótbolta?“ „Það mega vera 100 manna samkomur með tveggja metra millibili. Það er ekki að fara gerast í knattspyrnu,“ sagði Máni enn fremur. Þá tók Hjörvar Hafliðason til máls. „Það eru nokkrar rannsóknir frá Danmörku og Hollandi sem benda til þess að það sé nánast ómögulegt að smitast í boltaleik. Svo er margt skrítið í þessu, af hverju má yngra árið í 3. flokki [7. og 8. bekkur í grunnskóla] æfa en ekki eldra árið [9. og 10. bekkur í grunnskóla]. Af hverju er ekki bara spilað án áhorfenda, er það ekki einföld lausn?“ „Verðum við ekki bara að spila í nóvember,“ spurði Hjörvar einnig en Máni var ekki alveg tilbúinn að taka undir það. Síðan var rætt að skima alla leikmenn deildarinnar, sleppa áhorfendum og mögulega setja leikmenn í einhverskonar kúlu eins og er þekkt í NBA. Klippa: Umræða um Íslandsmótið Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Mikil umræða skapaðist í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöld þar sem farið var yfir alla leiki 16-liða úrslita, sem búnir eru. Einnig skapaðist mikil umræða í kringum frestun leikja og æfinga ásamt því hvernig skyldi tækla það sem eftir er af Íslandsmótinu í knattspyrnu. Sjá má alla umræðuna í spilaranum hér neðst í fréttinni. Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi opnaði umræðuna, varðandi ný viðmið Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Samkvæmt þeim hefur sóttvarnarlæknir beðið öll lið sem æfa og keppa í íþróttum með snertingum að fresta æfingum til 13. ágúst hið minnsta. „Staðan er alvarlegri en menn fóru fyrst fram og boðuðu. Ég er enginn smitsjúkdómalæknir og veit ekki eitt né neitt um þetta en það voru margir sem vöruðu við því að þetta gæti farið svona þegar menn fóru að slaka á og fóru að leyfa allskyns hluti án eftirlits. Þetta er niðurstaðan hér í dag, það er búið að fresta öllu til 13. ágúst og það má ekki æfa,“ sagði Máni Pétursson. „Hvað finnst þér um það,“ skaut Henry Birgir inn í. „Ef það er nauðsynlegt að gera það þá verðum við að gera það,“ svaraði Máni um hæl áður en Henry Birgir greip orðið. „Af hverju mega vera 100 manna samkomur, það er 100 manna ball í kvöld en það má ekki æfa fótbolta?“ „Það mega vera 100 manna samkomur með tveggja metra millibili. Það er ekki að fara gerast í knattspyrnu,“ sagði Máni enn fremur. Þá tók Hjörvar Hafliðason til máls. „Það eru nokkrar rannsóknir frá Danmörku og Hollandi sem benda til þess að það sé nánast ómögulegt að smitast í boltaleik. Svo er margt skrítið í þessu, af hverju má yngra árið í 3. flokki [7. og 8. bekkur í grunnskóla] æfa en ekki eldra árið [9. og 10. bekkur í grunnskóla]. Af hverju er ekki bara spilað án áhorfenda, er það ekki einföld lausn?“ „Verðum við ekki bara að spila í nóvember,“ spurði Hjörvar einnig en Máni var ekki alveg tilbúinn að taka undir það. Síðan var rætt að skima alla leikmenn deildarinnar, sleppa áhorfendum og mögulega setja leikmenn í einhverskonar kúlu eins og er þekkt í NBA. Klippa: Umræða um Íslandsmótið
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira