Þjóðverjanum Thomas Tuchel virtist ekki skemmt á blaðamannafundi PSG eftir sigurinn í franska deildarbikarnum í gærkvöldi.
Eftir markalaust jafntefli gegn Lyon í franska deildarbikarnum var Tuchel spurður út í það hvort að það væri áhyggjuefni að liðið hefur einungis skorað eitt mark á síðustu 270 mínútum.
„Hvað er málið? Já við erum heppnir. Þið getið skrifað það. Það er það eina. Við erum heppnir. Enginn gæði. Bara heppni,“ sagði sá þýski í kaldhæðnum tón.
A journalist reminded Thomas Tuchel that PSG have scored just one goal in their last 210 minutes of football...
— Goal (@goal) August 1, 2020
And the PSG manager lost it pic.twitter.com/ukcp3JEc9C
„Þetta er fótbolti. Þetta er fótbolti. Þetta er bara fótbolti. Munið þið hvernig leikur Liverpool og Barcelona fór í Barcelona? Hvernig þeir spiluðu þar? Þeir unnu svo Meistaradeildina.“
„Segið mér eitthvað lið sem skorar fjögur eða fimm mörk í hverjum leik. Það er ekki hægt. Það er ekkert vandamál. Við unnum. Ég er ekki að fara biðjast afsökunar á markasögunni okkar að undanförnu.“
PSG er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Atalanta.
PSG manager Thomas Tuchel left furious after being asked about his side's lack of goals in their last two games https://t.co/DfUUN9Gocw
— MailOnline Sport (@MailSport) August 1, 2020