Á hengiflugi í hlíðum Bolafjalls Heimir Már Pétursson skrifar 2. ágúst 2020 20:01 Það eru ekki lofthræddir menn sem vinna að undirbúningi uppsetningar útsýnispalls í 640 metra hæð á tindi Bolafjalls. Stöð 2/Hafþór Gunnarsson Undirbúningur er hafinn að byggingu útsýnispalls á toppi Bolafjalls yfir Bolungarvík sem á að vera tilbúinn næsta vor. Það er ekki fyrir lofthrædda að vinna verkið eins og Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar komst að. Þessa dagana er verið að bora í tinda Bolafjalls og til að gera það þurfa menn meðal annars að svífa um í körfu frá krana efst á fjallinu í tæplega 640 metra þverhnípi og ekki fyrir lofthrædda að svífa þar um. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir að ljúka eigi undirbúningsvinnu fyrir haustið og pallurinn verði síðan settur saman í vetur. „Þannig að hérna á bakvið mig eru þeir byrjaðir að bora í bergið og gera allt klárt til að geta skrúfað hann upp næsta sumar.“ Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir miklu muna að verkefnið fékk hæsta styrkinn frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.Stöð 2/Hafþór Þarf mikið af bergboltum í þessa klöpp? „Já því fleiri því betra, held ég,“ segir Jón Páll og brosir þar sem hann stendur á brún Bolafjalls. Búið væri að hanna pallinn eftir ítrustu kröfum og færustu sérfræðingar komið að því verki. „Til að tryggja að hann sé öruggur og ég get fullyrt að þegar hann er tilbúinn væri hægt að keyra skriðdreka þarna útá án þess að nokkuð gerist. Þannig að þessir kappar sem nú eru að síga hér sjá til þess að þetta verður pottþétt,“ segir bæjarstjórinn. Óhætt er að fullyrða að þarna rísi einn magnaðist útsýnispallur landsins þaðan sem sést langar leiðir út að Snæfjallaströnd, inn í Ísafjarðardjúp og auðvitað yfir Bolungarvík. Það er algengt að það skelli á þoka á Bolafjalli með engum fyrirvara. Bæjarstjórinn segir að ekki verði síðra að standa á útsýnispallinum í þokunni.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson Heldur þú að það fari ekki um fólk þegar það fer hérna út á svalirnar? „Jú, til þess er leikurinn gerður. Bæði til að upplifa stórkostlegt útsýni í góðu veðri. Svo verður þetta líka alveg magnað í þoku. Ég trúi að þegar maður er staddur í þokunni úti í tóminu verði það ekki síðri upplifun,“ segir Jón Páll Hreinsson. Verkið fékk stærsta styrkinn sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti á þessu ári, 160 milljónir. Bæjarstjórinn segir verkið verða á fjárhagsáætlun og pallurinn tilbúinn seint næsta sumar eða íbyrjun hausts. Bolungarvík Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Hæsti styrkurinn til byggingar útsýnispalls í Bolungarvík Greint var frá úthlutun 1,5 milljarðs króna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020 í morgun. 9. mars 2020 14:08 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Undirbúningur er hafinn að byggingu útsýnispalls á toppi Bolafjalls yfir Bolungarvík sem á að vera tilbúinn næsta vor. Það er ekki fyrir lofthrædda að vinna verkið eins og Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar komst að. Þessa dagana er verið að bora í tinda Bolafjalls og til að gera það þurfa menn meðal annars að svífa um í körfu frá krana efst á fjallinu í tæplega 640 metra þverhnípi og ekki fyrir lofthrædda að svífa þar um. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir að ljúka eigi undirbúningsvinnu fyrir haustið og pallurinn verði síðan settur saman í vetur. „Þannig að hérna á bakvið mig eru þeir byrjaðir að bora í bergið og gera allt klárt til að geta skrúfað hann upp næsta sumar.“ Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir miklu muna að verkefnið fékk hæsta styrkinn frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.Stöð 2/Hafþór Þarf mikið af bergboltum í þessa klöpp? „Já því fleiri því betra, held ég,“ segir Jón Páll og brosir þar sem hann stendur á brún Bolafjalls. Búið væri að hanna pallinn eftir ítrustu kröfum og færustu sérfræðingar komið að því verki. „Til að tryggja að hann sé öruggur og ég get fullyrt að þegar hann er tilbúinn væri hægt að keyra skriðdreka þarna útá án þess að nokkuð gerist. Þannig að þessir kappar sem nú eru að síga hér sjá til þess að þetta verður pottþétt,“ segir bæjarstjórinn. Óhætt er að fullyrða að þarna rísi einn magnaðist útsýnispallur landsins þaðan sem sést langar leiðir út að Snæfjallaströnd, inn í Ísafjarðardjúp og auðvitað yfir Bolungarvík. Það er algengt að það skelli á þoka á Bolafjalli með engum fyrirvara. Bæjarstjórinn segir að ekki verði síðra að standa á útsýnispallinum í þokunni.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson Heldur þú að það fari ekki um fólk þegar það fer hérna út á svalirnar? „Jú, til þess er leikurinn gerður. Bæði til að upplifa stórkostlegt útsýni í góðu veðri. Svo verður þetta líka alveg magnað í þoku. Ég trúi að þegar maður er staddur í þokunni úti í tóminu verði það ekki síðri upplifun,“ segir Jón Páll Hreinsson. Verkið fékk stærsta styrkinn sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti á þessu ári, 160 milljónir. Bæjarstjórinn segir verkið verða á fjárhagsáætlun og pallurinn tilbúinn seint næsta sumar eða íbyrjun hausts.
Bolungarvík Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Hæsti styrkurinn til byggingar útsýnispalls í Bolungarvík Greint var frá úthlutun 1,5 milljarðs króna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020 í morgun. 9. mars 2020 14:08 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Hæsti styrkurinn til byggingar útsýnispalls í Bolungarvík Greint var frá úthlutun 1,5 milljarðs króna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020 í morgun. 9. mars 2020 14:08
Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45