Hænsnastand á föngunum á Sogni í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2020 20:21 14 fangar eru í dag á Sogni, allt karlmenn en pláss er fyrir 21 fanga í fangelsinu, þar af 3 konur. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir fjórtán fangar sem eru í fangelsinu á Sogni í Ölfusi þurfa ekki að láta sér leiðast því þeir hafa nóg að gera við að hugsa um hænurnar á staðnum, fiskeldið, plönturnar í gróðurhúsinu og þá er fullkomið hljóðver í fangelsinu. Fangelsið á Sogni er skilgreint sem opið fangelsi en það þýðir að þar eru engar girðingar eða múrar sem afmarka fangelsið en fangar þurfa að vera tilbúnir til að fylgja skýrum reglum. Pláss er fyrir 21 fanga en fangelsið en það vekur þó athygli að það eru bara 14 fangar á Sogni í dag, allt karlmenn. Fangar hafa nógan tíma og hann getur verið langur að líða en á Sogni er hugsað vel fyrir afþreyingu fyrir fangana, bæði hvað vinnu snertir og tómstundir. Á staðnum er t.d. hljóðver með upptökugræjum og fullt af hljóðfærum. Tveir hænsnakofar eru á Sogni, auk gróðurhúss og svo er það bleikjueldið, hljóðverið, vinnustofan og kennslustofan svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er Stúdíó Sogn en fangelsið fékk þessar rausnalegu gjöf, öll þessi hljóðfæri frá Lionsklúbbi Mosfellsbæjar gegnum góða menn. Hér er stundaður tónlistarflutningur, upptökur og fleira. Það er alltaf einhver hópur, sem hefur tónlistarhæfileika, þetta er frábært, styttir stundirnar mikið, öll tónlist veitir fólki ánægju,“ segir Hróbjartur Eyjólfsson varðstjóri á Sogni Fangarnir eru með bleikjueldi, sem þeir hugsa um frá A til Ö og þá eru þeir með hænur í tveimur hænsnakofum og fá þar með nóg af eggjum frá þeim og það eru nokkrir nýklaktir hænsnaungar. Á Sogni er líka gróðurhús, sem fangarnir sinna. „Fólk hefur það býsna gott hérna miðað við aðstæðurnar sem það er í, hér getur það verið mikið úti við og það er fallegt allt hér í kring,“ bætir Hróbjartur við. Fangarnir á Sogni eru í heilmiklu dýrahaldi. „Já, það er svolítð hænsnastand á okkur hérna og svo erum við með fiskeldi, bleikjueldi, sem við erum að nostra líka við. Þetta er náttúrulega ekki í stórum stíl en veitir heilmikla ánægju.“ En hversu nauðsynlegt er að hafa svona mikla afþreyingu í boði og nóg að gera fyrir fangana? „Það skiptir öllu máli, hér er það sem fólk hefur mest af en það er tími. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa eitthvað svona til að getað snúið sér að og svo tekur við nám yfir vetrartímann þegar það byrjar allt saman á vegum FSU á Selfossi,“ segir Hróbjartur. Ölfus Fangelsismál Landbúnaður Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Þeir fjórtán fangar sem eru í fangelsinu á Sogni í Ölfusi þurfa ekki að láta sér leiðast því þeir hafa nóg að gera við að hugsa um hænurnar á staðnum, fiskeldið, plönturnar í gróðurhúsinu og þá er fullkomið hljóðver í fangelsinu. Fangelsið á Sogni er skilgreint sem opið fangelsi en það þýðir að þar eru engar girðingar eða múrar sem afmarka fangelsið en fangar þurfa að vera tilbúnir til að fylgja skýrum reglum. Pláss er fyrir 21 fanga en fangelsið en það vekur þó athygli að það eru bara 14 fangar á Sogni í dag, allt karlmenn. Fangar hafa nógan tíma og hann getur verið langur að líða en á Sogni er hugsað vel fyrir afþreyingu fyrir fangana, bæði hvað vinnu snertir og tómstundir. Á staðnum er t.d. hljóðver með upptökugræjum og fullt af hljóðfærum. Tveir hænsnakofar eru á Sogni, auk gróðurhúss og svo er það bleikjueldið, hljóðverið, vinnustofan og kennslustofan svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er Stúdíó Sogn en fangelsið fékk þessar rausnalegu gjöf, öll þessi hljóðfæri frá Lionsklúbbi Mosfellsbæjar gegnum góða menn. Hér er stundaður tónlistarflutningur, upptökur og fleira. Það er alltaf einhver hópur, sem hefur tónlistarhæfileika, þetta er frábært, styttir stundirnar mikið, öll tónlist veitir fólki ánægju,“ segir Hróbjartur Eyjólfsson varðstjóri á Sogni Fangarnir eru með bleikjueldi, sem þeir hugsa um frá A til Ö og þá eru þeir með hænur í tveimur hænsnakofum og fá þar með nóg af eggjum frá þeim og það eru nokkrir nýklaktir hænsnaungar. Á Sogni er líka gróðurhús, sem fangarnir sinna. „Fólk hefur það býsna gott hérna miðað við aðstæðurnar sem það er í, hér getur það verið mikið úti við og það er fallegt allt hér í kring,“ bætir Hróbjartur við. Fangarnir á Sogni eru í heilmiklu dýrahaldi. „Já, það er svolítð hænsnastand á okkur hérna og svo erum við með fiskeldi, bleikjueldi, sem við erum að nostra líka við. Þetta er náttúrulega ekki í stórum stíl en veitir heilmikla ánægju.“ En hversu nauðsynlegt er að hafa svona mikla afþreyingu í boði og nóg að gera fyrir fangana? „Það skiptir öllu máli, hér er það sem fólk hefur mest af en það er tími. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa eitthvað svona til að getað snúið sér að og svo tekur við nám yfir vetrartímann þegar það byrjar allt saman á vegum FSU á Selfossi,“ segir Hróbjartur.
Ölfus Fangelsismál Landbúnaður Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira