Skagamenn mættu í hundraðatali í skimun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2020 19:00 Hér má sjá heilbrigðisstarfsmann taka sýni úr Sævari Frey Þráinsyni, bæjarstjóra á Akranesi. Vísir/EInar Skagamenn sem lentu í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu mættu í hundraðatali í skimun fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Öllum þeim sem greindust með covid-19 í hópsýkingu á Akranesi farnast vel að sögn hjúkrunarfræðings. Sveitarfélagið hefur gert ýmsar ráðstafanir vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Íslensk erfðagreining vinnur að skimun fyrir COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni í þeim tilgangi að kanna útbreiðslu veirunnar. Meðal annars stendur yfir skimun eftir slembiúrtaki á þeim svæðum þar sem upp hafa komið smit undanfarið. Skimun hófst á Akranesi klukkan tíu í morgun og lauk klukkan tvö en áætlað er að um 600 hafi komið í sýnatöku. Margir þeirra sem fréttastofa ræddi við á vettvangi segja það hafa verið sjálfsagt að bregðast við kallinu. „Af því þetta er boð og slembiúrtak þá bjóðum við bara eins mörgum og við ráðum við. En við ákváðum að bæta aðeins við því að við fréttum að það væru fleiri sem vildu komast að,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna Íslenskrar erfðagreiningar. „Við erum að taka sirka 26-30 á hverju korteri og við erum svo mörg og vel þjálfað fólk að þetta gengur svo smurt.“ Skimunin fór fram í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands en starfsfólk heilsugæslunnar á Akranesi hefur fundið fyrir auknu álagi að undanförnu. „Fólk hefur verið mjög hrætt í bæjarfélaginu en sem betur fer að þá hefur bara gengið mjög vel og það hafa ekki greinst jákvæðir nema þessi hópsýking sem kom. Þeim farnast öllum vel, það er búið að testa þau aftur og þau eru öll saman komin í bara eðlilegt form,“ segir Hulda Gestsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni á Akranesi. Guðlaug lokuð Í ljósi hertra aðgerða sem tóku gildi fyrir helgi hefur sveitarfélagið gripið til ýmissa aðgerða og gert viðeigandi ráðstafanir, líkt og mörg önnur sveitarfélög. Þannig hefur líkamsræktarsal verið lokað og Guðlaugu einnig, vinsælum baðstað við Langasand. „Við treystum okkur ekki til að hafa hana opna í þessari stöðu, að minnsta kosti núna fram yfir helgina. Við ætlum að endurmeta það eftir helgi en líklega þurfum við að hafa hana lokaða áfram,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Svo hafa verið fleiri úrræði hérna á hjúkrunarheimilinu og sjúkrahúsið hefur líka lokað sínum dyrum þannig það þarf að hringja á undan sér áður en er komið og þeir sem mæta á svæðið þeir þurfa að hringja dyrabjöllu,“ nefnir Sævar sem dæmi. Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Skagamenn sem lentu í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu mættu í hundraðatali í skimun fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Öllum þeim sem greindust með covid-19 í hópsýkingu á Akranesi farnast vel að sögn hjúkrunarfræðings. Sveitarfélagið hefur gert ýmsar ráðstafanir vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Íslensk erfðagreining vinnur að skimun fyrir COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni í þeim tilgangi að kanna útbreiðslu veirunnar. Meðal annars stendur yfir skimun eftir slembiúrtaki á þeim svæðum þar sem upp hafa komið smit undanfarið. Skimun hófst á Akranesi klukkan tíu í morgun og lauk klukkan tvö en áætlað er að um 600 hafi komið í sýnatöku. Margir þeirra sem fréttastofa ræddi við á vettvangi segja það hafa verið sjálfsagt að bregðast við kallinu. „Af því þetta er boð og slembiúrtak þá bjóðum við bara eins mörgum og við ráðum við. En við ákváðum að bæta aðeins við því að við fréttum að það væru fleiri sem vildu komast að,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna Íslenskrar erfðagreiningar. „Við erum að taka sirka 26-30 á hverju korteri og við erum svo mörg og vel þjálfað fólk að þetta gengur svo smurt.“ Skimunin fór fram í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands en starfsfólk heilsugæslunnar á Akranesi hefur fundið fyrir auknu álagi að undanförnu. „Fólk hefur verið mjög hrætt í bæjarfélaginu en sem betur fer að þá hefur bara gengið mjög vel og það hafa ekki greinst jákvæðir nema þessi hópsýking sem kom. Þeim farnast öllum vel, það er búið að testa þau aftur og þau eru öll saman komin í bara eðlilegt form,“ segir Hulda Gestsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni á Akranesi. Guðlaug lokuð Í ljósi hertra aðgerða sem tóku gildi fyrir helgi hefur sveitarfélagið gripið til ýmissa aðgerða og gert viðeigandi ráðstafanir, líkt og mörg önnur sveitarfélög. Þannig hefur líkamsræktarsal verið lokað og Guðlaugu einnig, vinsælum baðstað við Langasand. „Við treystum okkur ekki til að hafa hana opna í þessari stöðu, að minnsta kosti núna fram yfir helgina. Við ætlum að endurmeta það eftir helgi en líklega þurfum við að hafa hana lokaða áfram,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Svo hafa verið fleiri úrræði hérna á hjúkrunarheimilinu og sjúkrahúsið hefur líka lokað sínum dyrum þannig það þarf að hringja á undan sér áður en er komið og þeir sem mæta á svæðið þeir þurfa að hringja dyrabjöllu,“ nefnir Sævar sem dæmi.
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira