Flest mörk og mesta spennan á Ítalíu Ísak Hallmundarson skrifar 3. ágúst 2020 21:00 Ciro Immobile skoraði 35 af þeim 1154 mörkum sem skoruð voru í ítölsku úrvalsdeildinni 2019-20. getty/Carlo Hermann Ítölskum fótbolta er oft lýst sem varnarsinnuðum og tíðindalitlum. Það var þó ekki raunin á nýafstöðnu tímabili en talsvert fleiri mörk voru skoruð í ítölsku úrvalsdeildinni heldur en í efstu deild á Spáni og Englandi. 1154 mörk voru skoruð í Serie A á Ítalíu eða 3.04 mörk að meðaltali í hverjum leik. 1034 mörk voru skoruð á Englandi, eða 2.72 í leik og aðeins 942 mörk voru skoruð í heildina á Spáni. Flest mörk að meðaltali í leik voru í þýsku úrvalsdeildinni, en þar eru færri leikir spilaðir og voru skoruð 982 mörk, 3.21 í leik, í þeirri deild. Goals scored in Europe’s top leagues in 2019-20:🇮🇹 1154 (3.04 per match)🏴 1034 (2.72 per match)🇩🇪 982 (3.21 per match)🇪🇸 942 (2.48 per match)Which was that boring one again...— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) August 2, 2020 Ekki eru allir sammála um ágæti þessa markaregns í ítölsku deildinni ef marka má umræðuna á Twitter. Sumir vilja meina að varnarleikurinn hafi verið sá versti í langan tíma og aðrir nefna ódýra vítaspyrnudóma. Það hafa ekki verið skoruð fleiri mörk í leik í ítölsku úrvalsdeildinni síðan árið 1951. Points difference between 1st & 2nd in Europe’s top leagues in 2019-20:🇮🇹 1pt (Juve-Inter)🇪🇸 5pts (Real Madrid-Barca)🇩🇪 13pts (Bayern-Dortmund)🏴 18pts (Liverpool-Man City)Part II: Which was boring again...— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) August 3, 2020 Þá var toppbaráttan einnig talsvert jafnari á Ítalíu heldur en í hinum stærstu deildunum. Liverpool rúllaði auðvitað upp ensku úrvalsdeildinni og endaði tímabilið með 18 stigum meira en Manchester City sem hreppti annað sætið. Silfurlið Dortmund var 13 stigum á eftir Þýskalandsmeisturum Bayern og Real Madrid uppskar fimm stigum meira en Barcelona á Spáni. Aðeins einu stigi munaði á Juventus sem vann ítölsku deildina og Inter sem var í öðru sæti. Þá munaði aðeins fimm stigum á efsta sætinu og 4. sætinu, Lazio var í 4. sæti með 78 stig en meistarar Juventus enduðu með 83 stig. Hvort ítalska deildin muni sækja í sig veðrið þegar kemur að vinsældum næstu ár á eftir að koma í ljós, en miðað við tímabilið sem lauk í gær eru áhorfendur að fá eitthvað fyrir peninginn þar. Ítalski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Ítölskum fótbolta er oft lýst sem varnarsinnuðum og tíðindalitlum. Það var þó ekki raunin á nýafstöðnu tímabili en talsvert fleiri mörk voru skoruð í ítölsku úrvalsdeildinni heldur en í efstu deild á Spáni og Englandi. 1154 mörk voru skoruð í Serie A á Ítalíu eða 3.04 mörk að meðaltali í hverjum leik. 1034 mörk voru skoruð á Englandi, eða 2.72 í leik og aðeins 942 mörk voru skoruð í heildina á Spáni. Flest mörk að meðaltali í leik voru í þýsku úrvalsdeildinni, en þar eru færri leikir spilaðir og voru skoruð 982 mörk, 3.21 í leik, í þeirri deild. Goals scored in Europe’s top leagues in 2019-20:🇮🇹 1154 (3.04 per match)🏴 1034 (2.72 per match)🇩🇪 982 (3.21 per match)🇪🇸 942 (2.48 per match)Which was that boring one again...— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) August 2, 2020 Ekki eru allir sammála um ágæti þessa markaregns í ítölsku deildinni ef marka má umræðuna á Twitter. Sumir vilja meina að varnarleikurinn hafi verið sá versti í langan tíma og aðrir nefna ódýra vítaspyrnudóma. Það hafa ekki verið skoruð fleiri mörk í leik í ítölsku úrvalsdeildinni síðan árið 1951. Points difference between 1st & 2nd in Europe’s top leagues in 2019-20:🇮🇹 1pt (Juve-Inter)🇪🇸 5pts (Real Madrid-Barca)🇩🇪 13pts (Bayern-Dortmund)🏴 18pts (Liverpool-Man City)Part II: Which was boring again...— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) August 3, 2020 Þá var toppbaráttan einnig talsvert jafnari á Ítalíu heldur en í hinum stærstu deildunum. Liverpool rúllaði auðvitað upp ensku úrvalsdeildinni og endaði tímabilið með 18 stigum meira en Manchester City sem hreppti annað sætið. Silfurlið Dortmund var 13 stigum á eftir Þýskalandsmeisturum Bayern og Real Madrid uppskar fimm stigum meira en Barcelona á Spáni. Aðeins einu stigi munaði á Juventus sem vann ítölsku deildina og Inter sem var í öðru sæti. Þá munaði aðeins fimm stigum á efsta sætinu og 4. sætinu, Lazio var í 4. sæti með 78 stig en meistarar Juventus enduðu með 83 stig. Hvort ítalska deildin muni sækja í sig veðrið þegar kemur að vinsældum næstu ár á eftir að koma í ljós, en miðað við tímabilið sem lauk í gær eru áhorfendur að fá eitthvað fyrir peninginn þar.
Ítalski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Sjá meira