„Fékk vandamálin beint í æð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. ágúst 2020 14:29 Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Sölvi skrifaði fyrir ári síðan uppgjörsbók Björgvins, þar sem Björgvin lýsti andlegu og líkamlegu hruni sínu, þar sem hann meðal annars fékk ofsakvíðakast á miðju stórmóti í handbolta. Björgvin hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið hörðum höndum að því að koma líkamskerfinu sínu í betra stand. Hann var í mörg ár með allt of lágt testósterón, sem hann tengir við sístreituástand til margra ára. Eftir að hafa lagt allt í sölurnar við að skilja ástand sitt og koma því í lag segist Björgvin sjá gríðarlegan mun og hann segist meðal annars hafa tvöfaldað testósterón-magnið í líkama sínum með öndunaræfingum, breyttri næringu og betri hvíld. Björgvin og eiginkona hans Karen Einarsdóttir, eiga von á sínu fjórða barni. Björgvin tengir þetta beint við þá vinnu sem hann hefur unnið á líkamsstarfsemi sinni, enda er þetta í fyrsta sinn sem Karen er ólétt án þess að það þurfi aðstoð til. Fallegt ferðalag „Svo kemur sá tímapunktur að konan mín verður ólétt og þá áttar maður sig á því að þetta hefur allt áhrif. Við eigum þrjú börn núna eftir níu meðferðir, en svo kemur eitt bara óvænt. Ég hef verið í blóðprufum alveg síðan að ég hrundi og nú sé ég breytingarnar þar og þetta súmmerar í raun mjög fallega upp mitt ferðalag,“ segir Björgvin. Klippa: Fékk vandamálin beint í æð Sölvi og Björgvin skrifuðu sem fyrr segir uppgjörsbók Björgvins Páls, sem kom út síðustu jól, þar sem Björgvin ræddi mikið um erfiða barnæsku sína og hve litlu munaði að hann hefði endað á verulega slæmum stað. Þeir ræddu um bókina og eftirmála hennar í viðtalinu: „Eftir þrjá mánuði var ég kominn með 300 skilaboð og ég fékk vandamálin beint í æð. Þá fékk ég vandamálin í fangið og áttaði mig fyrir alvöru á því hve vandamálin í samfélaginu eru mikil. Og þegar foreldrar voru að senda á mig og segja mér að börnin sín væru einhvern vegin fór ég alltaf beint í að spyrja foreldrið hvernig því liði sjálfu. Þá koma yfirleitt sömu einkenni fram og í ljós kemur að fullorðna fólkinu líður illa líka,” segir Björgvin, sem er með verkefni í vinnslu, þar sem hann ætlar að fara inn í grunnskóla landsins. Í viðtalinu fara Sölvi og Björgvin yfir sögur í kringum landsliðið, barnæskuna, leiðina út úr andlega hruninu og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Sölvi skrifaði fyrir ári síðan uppgjörsbók Björgvins, þar sem Björgvin lýsti andlegu og líkamlegu hruni sínu, þar sem hann meðal annars fékk ofsakvíðakast á miðju stórmóti í handbolta. Björgvin hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið hörðum höndum að því að koma líkamskerfinu sínu í betra stand. Hann var í mörg ár með allt of lágt testósterón, sem hann tengir við sístreituástand til margra ára. Eftir að hafa lagt allt í sölurnar við að skilja ástand sitt og koma því í lag segist Björgvin sjá gríðarlegan mun og hann segist meðal annars hafa tvöfaldað testósterón-magnið í líkama sínum með öndunaræfingum, breyttri næringu og betri hvíld. Björgvin og eiginkona hans Karen Einarsdóttir, eiga von á sínu fjórða barni. Björgvin tengir þetta beint við þá vinnu sem hann hefur unnið á líkamsstarfsemi sinni, enda er þetta í fyrsta sinn sem Karen er ólétt án þess að það þurfi aðstoð til. Fallegt ferðalag „Svo kemur sá tímapunktur að konan mín verður ólétt og þá áttar maður sig á því að þetta hefur allt áhrif. Við eigum þrjú börn núna eftir níu meðferðir, en svo kemur eitt bara óvænt. Ég hef verið í blóðprufum alveg síðan að ég hrundi og nú sé ég breytingarnar þar og þetta súmmerar í raun mjög fallega upp mitt ferðalag,“ segir Björgvin. Klippa: Fékk vandamálin beint í æð Sölvi og Björgvin skrifuðu sem fyrr segir uppgjörsbók Björgvins Páls, sem kom út síðustu jól, þar sem Björgvin ræddi mikið um erfiða barnæsku sína og hve litlu munaði að hann hefði endað á verulega slæmum stað. Þeir ræddu um bókina og eftirmála hennar í viðtalinu: „Eftir þrjá mánuði var ég kominn með 300 skilaboð og ég fékk vandamálin beint í æð. Þá fékk ég vandamálin í fangið og áttaði mig fyrir alvöru á því hve vandamálin í samfélaginu eru mikil. Og þegar foreldrar voru að senda á mig og segja mér að börnin sín væru einhvern vegin fór ég alltaf beint í að spyrja foreldrið hvernig því liði sjálfu. Þá koma yfirleitt sömu einkenni fram og í ljós kemur að fullorðna fólkinu líður illa líka,” segir Björgvin, sem er með verkefni í vinnslu, þar sem hann ætlar að fara inn í grunnskóla landsins. Í viðtalinu fara Sölvi og Björgvin yfir sögur í kringum landsliðið, barnæskuna, leiðina út úr andlega hruninu og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira