„Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 19:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu svokallaða í morgun. „Það er alveg ljóst að við gripum inn í með tiltölulega afgerandi hætti með þeim aðgerðum sem tóku gildi á föstudag, þannig að við vorum bara aðeins að fara yfir stöðu mála og mat manna á því hvort það muni duga til,“ segir Katrín. Hún útilokar ekki að herða þurfi aðgerðir. „Við erum auðvitað meðvituð um það að ef að ekki næst að ná tökum á þessu ástandi sem er núna þá kann að þurfa að herða aðgerðir. En við viljum líka bíða og sjá hverju þessar aðgerðir munu skila. Það mun taka einhvern tíma,“ segir Katrín. „Við metum það svo að til þess að ná tökum á aðstæðum þá er betra að grípa inn í með mjög afgerandi hætti þannig að þá sé hægt að slaka á aftur. En um leið erum við meðvituð um það að þessi veira, hún er í gríðarlegum uppgangi núna í Evrópu, fyrir utan bara víða annars staðar í heiminum, þannig að það er alveg ljóst að við þurfum að búa okkur undir að þurfa að grípa inn í með nokkuð reglulegum hætti. Fram hefur komið að það sé til skoðunar hvort setja eigi einhver þeirra sex ríkja sem talin eru örugg, aftur á hættulista. Það gæti þýtt að takmarka þurfi fjölda ferðamanna sem koma til landsins, í ljósi takmarkaðar afkastagetu við skimun á landamærum. „Það kann að koma til þess,“ segir Katrín. Skólastarf hefst á flestum skólastigum um eða upp úr miðjum þessum mánuði. „Ég held að það hafi verið lykilatriði að það tókst að halda skólahaldi gangandi hér á Íslandi ólíkt mjög mörgum öðrum löndum. Bæði þegar kemur að leik- og grunnskólum og síðan var kennsla færð að miklu leiti yfir í fjarnám í framhaldsskólum sem var vel að verki staðið,“ segir Katrín. „Ég veit að það verður forgangsmál að halda skólastarfi gangandi áfram. Því það skiptir máli ekki bara fyrir menntun unga fólksins okkar heldur skiptir það máli bara fyrir samfélagið allt, fjölskyldurnar í landinu og auðvitað atvinnulífið.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu svokallaða í morgun. „Það er alveg ljóst að við gripum inn í með tiltölulega afgerandi hætti með þeim aðgerðum sem tóku gildi á föstudag, þannig að við vorum bara aðeins að fara yfir stöðu mála og mat manna á því hvort það muni duga til,“ segir Katrín. Hún útilokar ekki að herða þurfi aðgerðir. „Við erum auðvitað meðvituð um það að ef að ekki næst að ná tökum á þessu ástandi sem er núna þá kann að þurfa að herða aðgerðir. En við viljum líka bíða og sjá hverju þessar aðgerðir munu skila. Það mun taka einhvern tíma,“ segir Katrín. „Við metum það svo að til þess að ná tökum á aðstæðum þá er betra að grípa inn í með mjög afgerandi hætti þannig að þá sé hægt að slaka á aftur. En um leið erum við meðvituð um það að þessi veira, hún er í gríðarlegum uppgangi núna í Evrópu, fyrir utan bara víða annars staðar í heiminum, þannig að það er alveg ljóst að við þurfum að búa okkur undir að þurfa að grípa inn í með nokkuð reglulegum hætti. Fram hefur komið að það sé til skoðunar hvort setja eigi einhver þeirra sex ríkja sem talin eru örugg, aftur á hættulista. Það gæti þýtt að takmarka þurfi fjölda ferðamanna sem koma til landsins, í ljósi takmarkaðar afkastagetu við skimun á landamærum. „Það kann að koma til þess,“ segir Katrín. Skólastarf hefst á flestum skólastigum um eða upp úr miðjum þessum mánuði. „Ég held að það hafi verið lykilatriði að það tókst að halda skólahaldi gangandi hér á Íslandi ólíkt mjög mörgum öðrum löndum. Bæði þegar kemur að leik- og grunnskólum og síðan var kennsla færð að miklu leiti yfir í fjarnám í framhaldsskólum sem var vel að verki staðið,“ segir Katrín. „Ég veit að það verður forgangsmál að halda skólastarfi gangandi áfram. Því það skiptir máli ekki bara fyrir menntun unga fólksins okkar heldur skiptir það máli bara fyrir samfélagið allt, fjölskyldurnar í landinu og auðvitað atvinnulífið.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels