Disney fer nýjar leiðir með útgáfu Mulan Heiðar Sumarliðason skrifar 5. ágúst 2020 19:52 Disney gefur Mulan út á Disney+ streymisveitunni. Disney-myndinni Mulan hefur verið margseinkað vegna Covid-19 bylgjunnar og var hún nýverið tekin af útgáfuplaninu og sett í geymslu. Óvissuástandinu varðandi þessa leiknu endurgerð samnefndrar teiknimyndar frá 1998 er nú lokið. Disney tilkynnti í dag að hún muni ekki koma í kvikmyndahús heldur fara beint í útleigu í gegnum Disney+ streymisveitu kvikmyndaversins. Þetta mun gerast þann 4. september n.k. en Mulan átti upprunalega að koma í kvikmyndahús í mars á þessu ári. Myndin mun hins vegar fara í bíó á þeim svæðum sem bjóða ekki enn upp á Disney+. Þetta setur ákveðið spurningarmerki við útgáfuna á Íslandi, en tilkynnt hefur verið að streymisveitan muni verða í boði hér á landi frá og með 15. september. Því er spurning hvort íslenskir áhorfendur fái að sjá hana í bíói, en heimasíða Sam-bíóanna segir hana væntanlega 21. ágúst, á meðan heimasíða Smárabíós segir hana frumsýnda 18. september. Íslandsútgáfan hlýtur þó að skýrast á næstu dögum. Disney gerði Mulan-sögunni skil í teiknimyndaformi árið 1998. Forstjóri Disney Bob Chapek segir þetta ekki vera það sem koma skal hjá kvikmyndaverinu, heldur einungis viðbragð við núverandi ástandi. Blaðamenn kvikmyndatímaritsins Variety telja það hins vegar geta breyst ef sala myndarinnar gengur vel. Mulan kostaði heilar 200 milljónir dollara í framleiðslu, því er ansi mikið í húfi fyrir Disney að vel takist til. Tilraunin gæti sprungið í andlitið á Disney þar sem stafræn leiga myndarinnar í Bandaríkjunum mun kosta heila 29.99 dollara fyrir áskrifendur Disney+, en það er ofan á þá tæpu sjö dollara sem áskrift að streymisveitunni kostar. Þetta er tíu dollurum meira en leigan á Trolls World Tour kostaði, þegar hún kom beint á VOD fyrir stuttu. Fólki gæti þótt þetta of há upphæð og haldið að sér höndunum, enda fjárhagur margra bandarískra heimili ekki upp á marga fiska þessa dagana, á tímum þar sem atvinnuleysi er það mesta síðan í kreppunni miklu. Stjörnubíó Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Disney-myndinni Mulan hefur verið margseinkað vegna Covid-19 bylgjunnar og var hún nýverið tekin af útgáfuplaninu og sett í geymslu. Óvissuástandinu varðandi þessa leiknu endurgerð samnefndrar teiknimyndar frá 1998 er nú lokið. Disney tilkynnti í dag að hún muni ekki koma í kvikmyndahús heldur fara beint í útleigu í gegnum Disney+ streymisveitu kvikmyndaversins. Þetta mun gerast þann 4. september n.k. en Mulan átti upprunalega að koma í kvikmyndahús í mars á þessu ári. Myndin mun hins vegar fara í bíó á þeim svæðum sem bjóða ekki enn upp á Disney+. Þetta setur ákveðið spurningarmerki við útgáfuna á Íslandi, en tilkynnt hefur verið að streymisveitan muni verða í boði hér á landi frá og með 15. september. Því er spurning hvort íslenskir áhorfendur fái að sjá hana í bíói, en heimasíða Sam-bíóanna segir hana væntanlega 21. ágúst, á meðan heimasíða Smárabíós segir hana frumsýnda 18. september. Íslandsútgáfan hlýtur þó að skýrast á næstu dögum. Disney gerði Mulan-sögunni skil í teiknimyndaformi árið 1998. Forstjóri Disney Bob Chapek segir þetta ekki vera það sem koma skal hjá kvikmyndaverinu, heldur einungis viðbragð við núverandi ástandi. Blaðamenn kvikmyndatímaritsins Variety telja það hins vegar geta breyst ef sala myndarinnar gengur vel. Mulan kostaði heilar 200 milljónir dollara í framleiðslu, því er ansi mikið í húfi fyrir Disney að vel takist til. Tilraunin gæti sprungið í andlitið á Disney þar sem stafræn leiga myndarinnar í Bandaríkjunum mun kosta heila 29.99 dollara fyrir áskrifendur Disney+, en það er ofan á þá tæpu sjö dollara sem áskrift að streymisveitunni kostar. Þetta er tíu dollurum meira en leigan á Trolls World Tour kostaði, þegar hún kom beint á VOD fyrir stuttu. Fólki gæti þótt þetta of há upphæð og haldið að sér höndunum, enda fjárhagur margra bandarískra heimili ekki upp á marga fiska þessa dagana, á tímum þar sem atvinnuleysi er það mesta síðan í kreppunni miklu.
Stjörnubíó Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira