Alls voru 11 mörk skoruð í þeim fjórum leikjum sem fóru fram í Evrópudeildinni í kvöld. Þau má öll sjá í spilaranum hér að neðan.
FC Kaupmannahöfn, Inter Milan og Shakhtar Donetsk tryggðu sér öll sæti í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar með góðum sigrum í kvöld.
Romelu Lukaku skoraði í sínum áttunda Evrópudeildarleik í röð er hann kom Inter yfir gegn Getafe með glæsilegu marki. Flottasta mark kvöldsins var þó skorað á Old Trafford í eina leiknum sem skipti varla máli.
Eftir 5-0 sigur Manchester United í fyrri leik liðanna var lítil von fyrir LASK Linz frá Austurríki er liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Gestirnir spiluðu upp á stoltið og Philipp Wiesinger skoraði eflaust flottast mark ferilsins er hann þrumaði knettinum í netið á 55. mínútu leiksins.
Sergio Romero gat ekki annað gert en horft á eftir boltanum syngja í netinu. Man United vann þó leikinn á endanum 2-1 og einvígið 7-1.