„Ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2020 22:00 „Mér finnst að það ætti að setja reglu um að allir séu með grímur.“ Vísir Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra skal tryggja að á samkomum, öllum vinnustöðum og annarri starfsemi sé hægt að hafa að minnsta kosti 2 metra á milli einstaklinga. Tilkynningum til almannavarna um að þetta sé ekki virt hefur fjölgað mikið síðustu daga. „Það er verið að tilkynna um að það séu of margir inni á einhverjum stöðum. Að fólki sé ókleift að halda tvo metrana,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.“ Þessum tilkynningum er fylgt eftir. Rögnvaldur segir að farsælast sé fyrir fólk að kjósa með fótunum í slíkum aðstæðum. „Ef fólki líst ekki á aðstæðurnar sem því er boðið upp á þá á það bara að fara. Við höfum bent á að það sé lang besta ráðið,“ segir Rögnvaldur. Klippa: Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum Borgarar hafa mismunandi skoðanir á því hvernig gengur að virða tveggja metra regluna. „Það er eiginlega ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur. Af því fólk hefur ekki verið að virða þetta,“ sagði neminn Karítas Kristín Andrésdóttir þegar hún var spurð hvernig Íslendingum gengur að fylgja tveggja metra reglunni. Karítas var með grímu fyrir vit og var spurð hvort hún teldi að fleiri ættu að gera slíkt hið sama? „Mér finnst að það ætti að setja reglu um að allir séu með grímur,“ sagði Karítas. Ljóðskáldið Valdimar Tómasson var á ferð í Kringlunni í dag. Spurður hvað honum finnst um þær sóttvarnaaðgerðir sem eru við lýði í dag svaraði hann: „Ég hef enga skoðun á þessu. Ég læt bara pestapólögregluna um þetta og þá sem betur vita.“ Spurður hvernig Íslendingum gengur að fylgja eftir tveggja metra reglunni svaraði hann: „Menn eru eitthvað að reyna það og setja sig grímur. En Íslendingar hlýða engum reglum. Það þýðir ekkert að temja þá frekar en sauði í réttum.“ Hægt er að sjá frekari viðbrögð borgara við tveggja metra reglunni hér fyrir neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra skal tryggja að á samkomum, öllum vinnustöðum og annarri starfsemi sé hægt að hafa að minnsta kosti 2 metra á milli einstaklinga. Tilkynningum til almannavarna um að þetta sé ekki virt hefur fjölgað mikið síðustu daga. „Það er verið að tilkynna um að það séu of margir inni á einhverjum stöðum. Að fólki sé ókleift að halda tvo metrana,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.“ Þessum tilkynningum er fylgt eftir. Rögnvaldur segir að farsælast sé fyrir fólk að kjósa með fótunum í slíkum aðstæðum. „Ef fólki líst ekki á aðstæðurnar sem því er boðið upp á þá á það bara að fara. Við höfum bent á að það sé lang besta ráðið,“ segir Rögnvaldur. Klippa: Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum Borgarar hafa mismunandi skoðanir á því hvernig gengur að virða tveggja metra regluna. „Það er eiginlega ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur. Af því fólk hefur ekki verið að virða þetta,“ sagði neminn Karítas Kristín Andrésdóttir þegar hún var spurð hvernig Íslendingum gengur að fylgja tveggja metra reglunni. Karítas var með grímu fyrir vit og var spurð hvort hún teldi að fleiri ættu að gera slíkt hið sama? „Mér finnst að það ætti að setja reglu um að allir séu með grímur,“ sagði Karítas. Ljóðskáldið Valdimar Tómasson var á ferð í Kringlunni í dag. Spurður hvað honum finnst um þær sóttvarnaaðgerðir sem eru við lýði í dag svaraði hann: „Ég hef enga skoðun á þessu. Ég læt bara pestapólögregluna um þetta og þá sem betur vita.“ Spurður hvernig Íslendingum gengur að fylgja eftir tveggja metra reglunni svaraði hann: „Menn eru eitthvað að reyna það og setja sig grímur. En Íslendingar hlýða engum reglum. Það þýðir ekkert að temja þá frekar en sauði í réttum.“ Hægt er að sjá frekari viðbrögð borgara við tveggja metra reglunni hér fyrir neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira