Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 20:24 Rússneski fjölmiðillinn RT framleiðir efni á ensku og er rekinn af rússneska ríkinu. Vestræn ríki telja miðilinn verkfæri stjórnvalda í Kreml. Vísir/Getty Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. Ólíklegra verður nú að tíst frá fjölmiðlum sem eru taldir undir stjórn ríkisins í heimalöndum sínum rati í leitarniðurstöður, tilkynningar og í tímalínu notenda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Twitter segir að breytingunni sé ætla að gefa notendum meira samhengi um tíst sem þeir sjá. Auk ríkisfjölmiðlanna verða reikningar ákveðinna „lykilembættismanna“ fastaríkjanna fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Kína, Frakklands, Rússlands, Bretlands og Bandaríkjanna, merktir sérstaklega. Á meðal þeirra eru utanríkisráðherrar, stofnanir, sendiherrar og talsmenn. Persónulegir reikningar stjórnmálaleiðtoga verða ekki endilega merktir. Þannig er opinber Twitter-aðgangur Donalds Trump Bandaríkjaforseta merktur sem slíkur en ekki persónulegur aðgangur hans sem hann notar langsamlega mest dags daglega. Merkingarnar ná til fjölmiðla þar sem „ríkisvaldið hefur stjórn á ritstjórnarefni með fjárveitingum, pólitískum þrýstingi eða með stjórn á framleiðslu og dreifingu“, að sögn Twitter. Opinberir fjölmiðlar sem fá fjárveitingar úr opinberum sjóðum en njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis verða ekki merktir sérstaklega, þar á meðal BBC og bandaríski miðillinn NPR. Twitter has begun labeling the Chinese Communist Party s propaganda outlets as Chinese state-affiliated media. pic.twitter.com/OSEmiTjjge— JERRY DUNLEAVY (@JerryDunleavy) August 6, 2020 Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. Ólíklegra verður nú að tíst frá fjölmiðlum sem eru taldir undir stjórn ríkisins í heimalöndum sínum rati í leitarniðurstöður, tilkynningar og í tímalínu notenda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Twitter segir að breytingunni sé ætla að gefa notendum meira samhengi um tíst sem þeir sjá. Auk ríkisfjölmiðlanna verða reikningar ákveðinna „lykilembættismanna“ fastaríkjanna fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Kína, Frakklands, Rússlands, Bretlands og Bandaríkjanna, merktir sérstaklega. Á meðal þeirra eru utanríkisráðherrar, stofnanir, sendiherrar og talsmenn. Persónulegir reikningar stjórnmálaleiðtoga verða ekki endilega merktir. Þannig er opinber Twitter-aðgangur Donalds Trump Bandaríkjaforseta merktur sem slíkur en ekki persónulegur aðgangur hans sem hann notar langsamlega mest dags daglega. Merkingarnar ná til fjölmiðla þar sem „ríkisvaldið hefur stjórn á ritstjórnarefni með fjárveitingum, pólitískum þrýstingi eða með stjórn á framleiðslu og dreifingu“, að sögn Twitter. Opinberir fjölmiðlar sem fá fjárveitingar úr opinberum sjóðum en njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis verða ekki merktir sérstaklega, þar á meðal BBC og bandaríski miðillinn NPR. Twitter has begun labeling the Chinese Communist Party s propaganda outlets as Chinese state-affiliated media. pic.twitter.com/OSEmiTjjge— JERRY DUNLEAVY (@JerryDunleavy) August 6, 2020
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira