Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 11:27 Boðað hefur verið til vinnustofu þann 20. ágúst næstkomandi en í kjölfar hennar verður skipað fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021. Vísir/Vilhelm Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að undirbúningi vinnustofunnar og mun bjóða til vettvangsins innan skamms í samstarfi við önnur ráðuneyti og stjórnvöld. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið. Fram kemur á vef stjórnarráðsins að ljóst sé að íslenskt samfélag sé nú að hefja annan kafla í glímunni við Covid-19 þar sem vera kann að beita þurfi aðgerðum bæði innanlands og á landamærunum um langt skeið til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Veiran sé enn í vexti víða um lönd og sums staðar sé verið að herða reglur aftur. Margháttað samráð hefi verið viðhaft allt frá því að veiran skaut upp kollin hér á landi, stýrihópar hafi verið starfandi, annars vegar um innanlandssmitvarnir og hins vegar um skimanir á landamærunum þar sem ýmsir aðilar hafi verið kallaðir til. Við þessi kaflaskil þurfi að efna til samráðs um helstu lykilatriði um áframhaldandi aðgerðir gegn Covid-19. Því hafi verið boðað til vinnustofunnar til að koma á samráðsvettvangi. Teymið sem komið verður á fót í kjölfarið mun starfa undir stjórn sóttvarnarlæknis út árið 2021. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04 Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43 Faraldurinn nær nýjum hæðum á heimsvísu Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Svo virðist sem að smituðum fari fjölgandi víða en Johns Hopkins háskólinn segir 19,1 milljón manna nú hafa smitast. 7. ágúst 2020 09:12 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að undirbúningi vinnustofunnar og mun bjóða til vettvangsins innan skamms í samstarfi við önnur ráðuneyti og stjórnvöld. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið. Fram kemur á vef stjórnarráðsins að ljóst sé að íslenskt samfélag sé nú að hefja annan kafla í glímunni við Covid-19 þar sem vera kann að beita þurfi aðgerðum bæði innanlands og á landamærunum um langt skeið til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Veiran sé enn í vexti víða um lönd og sums staðar sé verið að herða reglur aftur. Margháttað samráð hefi verið viðhaft allt frá því að veiran skaut upp kollin hér á landi, stýrihópar hafi verið starfandi, annars vegar um innanlandssmitvarnir og hins vegar um skimanir á landamærunum þar sem ýmsir aðilar hafi verið kallaðir til. Við þessi kaflaskil þurfi að efna til samráðs um helstu lykilatriði um áframhaldandi aðgerðir gegn Covid-19. Því hafi verið boðað til vinnustofunnar til að koma á samráðsvettvangi. Teymið sem komið verður á fót í kjölfarið mun starfa undir stjórn sóttvarnarlæknis út árið 2021.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04 Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43 Faraldurinn nær nýjum hæðum á heimsvísu Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Svo virðist sem að smituðum fari fjölgandi víða en Johns Hopkins háskólinn segir 19,1 milljón manna nú hafa smitast. 7. ágúst 2020 09:12 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04
Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43
Faraldurinn nær nýjum hæðum á heimsvísu Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Svo virðist sem að smituðum fari fjölgandi víða en Johns Hopkins háskólinn segir 19,1 milljón manna nú hafa smitast. 7. ágúst 2020 09:12