Tölunum svipar til þess þegar faraldurinn fór fyrst á flug Sylvía Hall skrifar 7. ágúst 2020 20:03 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Almannavarnir Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir tölurnar hafa komið verulega á óvart en hann búist alveg eins við því að fleiri smit tengd verslunarmannahelginni komi upp. „Það eru sveiflur og kannski á eitthvað meira eftir að skila sér inn eftir verslunarmannahelgina, þannig ég ætla að vera varkár núna og vona það besta en ætla ekki að slá neinu föstu – ég hef áhyggjur af verslunarmannahelginni,“ sagði Thor í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann heldur að verslunarmannahelgin hafi komið á óheppilegum tímapunkti með tilliti til faraldursins og því miður hafi verið „aðeins of óvarlega farið“. Í stað þess að gefa út spálíkan á næstu dögum var ákveðið að birta öðruvísi yfirlit og því hægt að skoða samanburð á covid.hi.is. Hann segir sambærileg „stökk“ í fjölda smita hafa orðið í fyrstu bylgju faraldursins, en þá var það upphafið af enn fleiri staðfestum tilfellum. Því sé hann órólegur yfir þeim fjölda sem reynist jákvæður í sýnatöku. „Við sjáum brattan halla í vextinum, hann er alveg næstum því á pari – kannski aðeins lægri. Svo miðað við gögnin, hvernig smitin eru að dreifast og svona, þá virðist hinn svokallaði smitstuðull vera á svipuðu róli,“ segir Thor en smitstuðull segir til um hversu margir smitast út frá hverjum einstakling. Samkomutakmarkanir skila árangri Að sögn Thors munu næstu fjórir dagar skera úr um næstu skref yfirvalda í faraldrinum. Því gæti legið fyrir á þriðjudag hvernig faraldurinn mun þróast með tilliti til spálíkans og telur hann líklegt að staðan verði tekin á miðvikudag. „Það væri ekkert óeðlilegt að taka stöðuna á miðvikudeginum og setja spána í loftið á föstudeginum. Þá getum við áttað okkur á því hvað þetta tekur langan tíma og hvenær þetta mun toppa o.s.frv.“ Hann segir ljóst að samkomutakmarkanir hafa gríðarleg áhrif á fyrrnefndan smitstuðul og því sé hægt að takmarka frekara smit með því að grípa til hertra aðgerða. Til að mynda hafi orðið stór viðsnúningur á þegar hundrað manna samkomubann var sett á í vor og enn frekari þegar hámarksfjöldi var lækkaður í tuttugu. „Þetta tekur svona viku. Þetta eru alveg mjög öflugar aðgerðir þannig það getur vel verið að ef við sjáum t.d. næstu fjóra daga að þetta heldur áfram, þá verður fólk að átta sig á því að við þurfum að fara í 20 manna samkomubannið aftur. Þá virkar þetta, það náðist niður síðast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 18:39 Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. 7. ágúst 2020 16:39 Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir tölurnar hafa komið verulega á óvart en hann búist alveg eins við því að fleiri smit tengd verslunarmannahelginni komi upp. „Það eru sveiflur og kannski á eitthvað meira eftir að skila sér inn eftir verslunarmannahelgina, þannig ég ætla að vera varkár núna og vona það besta en ætla ekki að slá neinu föstu – ég hef áhyggjur af verslunarmannahelginni,“ sagði Thor í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann heldur að verslunarmannahelgin hafi komið á óheppilegum tímapunkti með tilliti til faraldursins og því miður hafi verið „aðeins of óvarlega farið“. Í stað þess að gefa út spálíkan á næstu dögum var ákveðið að birta öðruvísi yfirlit og því hægt að skoða samanburð á covid.hi.is. Hann segir sambærileg „stökk“ í fjölda smita hafa orðið í fyrstu bylgju faraldursins, en þá var það upphafið af enn fleiri staðfestum tilfellum. Því sé hann órólegur yfir þeim fjölda sem reynist jákvæður í sýnatöku. „Við sjáum brattan halla í vextinum, hann er alveg næstum því á pari – kannski aðeins lægri. Svo miðað við gögnin, hvernig smitin eru að dreifast og svona, þá virðist hinn svokallaði smitstuðull vera á svipuðu róli,“ segir Thor en smitstuðull segir til um hversu margir smitast út frá hverjum einstakling. Samkomutakmarkanir skila árangri Að sögn Thors munu næstu fjórir dagar skera úr um næstu skref yfirvalda í faraldrinum. Því gæti legið fyrir á þriðjudag hvernig faraldurinn mun þróast með tilliti til spálíkans og telur hann líklegt að staðan verði tekin á miðvikudag. „Það væri ekkert óeðlilegt að taka stöðuna á miðvikudeginum og setja spána í loftið á föstudeginum. Þá getum við áttað okkur á því hvað þetta tekur langan tíma og hvenær þetta mun toppa o.s.frv.“ Hann segir ljóst að samkomutakmarkanir hafa gríðarleg áhrif á fyrrnefndan smitstuðul og því sé hægt að takmarka frekara smit með því að grípa til hertra aðgerða. Til að mynda hafi orðið stór viðsnúningur á þegar hundrað manna samkomubann var sett á í vor og enn frekari þegar hámarksfjöldi var lækkaður í tuttugu. „Þetta tekur svona viku. Þetta eru alveg mjög öflugar aðgerðir þannig það getur vel verið að ef við sjáum t.d. næstu fjóra daga að þetta heldur áfram, þá verður fólk að átta sig á því að við þurfum að fara í 20 manna samkomubannið aftur. Þá virkar þetta, það náðist niður síðast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 18:39 Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. 7. ágúst 2020 16:39 Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 18:39
Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. 7. ágúst 2020 16:39
Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31