Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2020 12:30 Streymt verður frá viðburðinum. Vísir/Vilhelm Þjóðkirkjan mun biðja hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. „Í dag erum við að kynna samstarfsverkefni kirkjunar og Samtakanna 78. Verkefnið er í raun og veru afsökunarbeiðni krikjunnar til hinsegin samfélagsins sem hefur þurft að þola misrétti og fordóma í sögu kirkjunnar,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Biskupsstofu.STÖÐ2 Verkefnið fer þannig fram að persónulegum reynslusögum af fordómum og andstöðu Þjóðkirkjunar við réttindum hinsegin fólks í gegnum árin verður safnað saman og sögurnar gerðar opinberar næsta vor. Verða þær hengdar upp í kirkjum landsins til vitnisburðar og lærdóms. „Þannig erum við að horfa framan í söguna, biðjast afsökunar og heita því að vilja gera betur,“ sagði Pétur. Mikilvægt sé að sagan endurtaki sig ekki. „Þó það hafi þokast áfram þá geymir sagan misrétti og fordóma og við þurfum að læra af sögunni til að vera enn betur í stakk búin til þess að takast á við framtíðina af kærleika,“ saði Pétur. Viðburðurinn hefst klukkan 13 og verður honum streymst á netinu. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir og formaður Samtakanna 78, Þorbjörg Þorvaldsdóttir verða með stutt ávörp. „Við ætluðum að smala fólki saman en aðstæður í þjóðfélaginu eru með þeim hætti að það er ekki ábyrgt og skynsamlegt þannig við ætlum að streyma viðburðinum og það er hægt að fylgjast með klukkan 13 á heimasíðu kirkjunnar og heimasíðu Samtakanna 78,“ sagði Pétur. Klukkan 14 verður regnbogafáninn dreginn að húni við kirkjur víðs vegar um landið Þjóðkirkjan Hinsegin Trúmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
Þjóðkirkjan mun biðja hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. „Í dag erum við að kynna samstarfsverkefni kirkjunar og Samtakanna 78. Verkefnið er í raun og veru afsökunarbeiðni krikjunnar til hinsegin samfélagsins sem hefur þurft að þola misrétti og fordóma í sögu kirkjunnar,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Biskupsstofu.STÖÐ2 Verkefnið fer þannig fram að persónulegum reynslusögum af fordómum og andstöðu Þjóðkirkjunar við réttindum hinsegin fólks í gegnum árin verður safnað saman og sögurnar gerðar opinberar næsta vor. Verða þær hengdar upp í kirkjum landsins til vitnisburðar og lærdóms. „Þannig erum við að horfa framan í söguna, biðjast afsökunar og heita því að vilja gera betur,“ sagði Pétur. Mikilvægt sé að sagan endurtaki sig ekki. „Þó það hafi þokast áfram þá geymir sagan misrétti og fordóma og við þurfum að læra af sögunni til að vera enn betur í stakk búin til þess að takast á við framtíðina af kærleika,“ saði Pétur. Viðburðurinn hefst klukkan 13 og verður honum streymst á netinu. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir og formaður Samtakanna 78, Þorbjörg Þorvaldsdóttir verða með stutt ávörp. „Við ætluðum að smala fólki saman en aðstæður í þjóðfélaginu eru með þeim hætti að það er ekki ábyrgt og skynsamlegt þannig við ætlum að streyma viðburðinum og það er hægt að fylgjast með klukkan 13 á heimasíðu kirkjunnar og heimasíðu Samtakanna 78,“ sagði Pétur. Klukkan 14 verður regnbogafáninn dreginn að húni við kirkjur víðs vegar um landið
Þjóðkirkjan Hinsegin Trúmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum