Það kom mörgum á óvart þegar Andrea Pirlo var fyrr í dag ráðinn þjálfari Juventus, einungis nokkrum dögum eftir að hann var ráðinn þjálfari U23-ára liðs félagsins.
Maurizio Sarri var í morgun rekinn úr starfi sem þjálfari liðsins eftir að honum mistókst að koma liðinu áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Eins og áður segir var Pirlo nýráðin til starfa hjá félaginu sem þjálfari U23-ára liðsins en það átti að vera hans fyrsta þjálfarastarf.
Það stóð ekki lengi yfir því síðdegis í dag, laugardag, var tilkynnt að Pirlo hefði verið ráðinn sem þjálfari aðalliðsins.
„Svo nú þarf ég að kalla þig herra!?!?! Gangi þér vel með þetta nýja verkefni Andrea #CoachPirlo,“ skrifaði Gianluigi Buffon á Twitter-síðu sína.
Buffon er samningsbundinn Juventus út næsta ár, rétt eins og Pirlo, en þeir léku saman hjá félaginu á árunum 2011 til 2015 og einnig hjá ítalska landsliðinu.
Quindi ora devo chiamarti Mister!?!?!
— Gianluigi Buffon (@gianluigibuffon) August 8, 2020
In bocca al lupo per questa nuova sfida Andrea! #CoachPirlo pic.twitter.com/CWHMUoyqR3