„Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. ágúst 2020 20:15 Páll Kristjánsson er formaður knattspyrnudeildar KR. vísir/skjáskot „Þetta er stutt og tiltölulega einfalt ferðalag en við þekkjum allir stærðina sem Celtic er. Þetta gæti ekki verið erfiðara fótboltalega séð en þetta er ákveðin lausn. Við vorum kvíðnir fyrir því að þurfa takast á við að halda heimaleik og það er ágætis lausn að fljúga til Skotlands,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. KR drógst í dag gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar en drátturinn var ánægjulegur fyrir KR-inga því ekki er hægt að leika fótbolta hér á landi, í það minnsta til 13. ágúst svo útileikur var góð lausn fyrir KR. Páll segir hins vegar ekki skilja hvað dagsetningin 13. ágúst á að breyta í þessum efnum. „Þetta er viðmið sem stjórnvöld hafa sett en ég og fleiri menn áttum okkur ekki á því hvað á að gerast 13. ágúst. Staðan í þessari COVID-baráttu verður ekkert betri 13. ágúst. Við vitum það öll sem höfum lágmarkskunnáttu í veiru- og kúrvufræðum. Við sjáum ekki hvað 13. ágúst á að breyta í þeim efnum.“ Formaðurinn er með skýra sýn í þessum efnum. „Mín sýn er sú að fyrir það fyrsta að liðin sem eru í Evrópukeppni fái leiki. Besta væri að það væri alvöru keppnisleikir í Íslandsmóti og spilað fyrir luktum dyrum. Mín persónulega sýn og það þarf ekki að endurspegla mat félagsins eða annara liða er sú að ég vil gera allt sem hægt er að spila fyrir framan áhorfendur.“ „Ef það þýðir að ýta þessu inn í einhvers konar vetrarmót er ég svo sem hlynntur því. Við þurfum að tryggja að það verði leikinn fótbolti á Íslandi núna og ef að við þurfum að taka þá erfiðu ákvörðun að gera það fyrir framan enga áhorfendur, þá verðum við að gera það.“ Páll segir að það verði að spila einhverja leiki hér á landi fyrir Evrópukeppnir þeirra fjögurra liða sem hafa tryggt sér þáttökurétt svo þau standi á jafnréttisgrundvelli í leikjunum þegar þar aðkemur. „Við verðum að tryggja það að liðin okkar; hvort sem það er KR, Breiðablik, FH eða Víkingur, fái alvöru leiki. Við erum eina landið í Evrópa sem bannar fótbolta sem stendur og fótboltinn í dag er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð.“ „Við þurfum að vera skynsöm og þá gildir það í báðar áttir. Að taka ekki óþarfa óhættur en heldur ekki finna upp hjólið og fylgja þeim fordæmum sem hafa verið fundinn upp í Evrópu og nágrannalöndunum,“ sagði skeleggur Páll. Klippa: Sportpakkinn - Páll Kristjánsson Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Þetta er stutt og tiltölulega einfalt ferðalag en við þekkjum allir stærðina sem Celtic er. Þetta gæti ekki verið erfiðara fótboltalega séð en þetta er ákveðin lausn. Við vorum kvíðnir fyrir því að þurfa takast á við að halda heimaleik og það er ágætis lausn að fljúga til Skotlands,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. KR drógst í dag gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar en drátturinn var ánægjulegur fyrir KR-inga því ekki er hægt að leika fótbolta hér á landi, í það minnsta til 13. ágúst svo útileikur var góð lausn fyrir KR. Páll segir hins vegar ekki skilja hvað dagsetningin 13. ágúst á að breyta í þessum efnum. „Þetta er viðmið sem stjórnvöld hafa sett en ég og fleiri menn áttum okkur ekki á því hvað á að gerast 13. ágúst. Staðan í þessari COVID-baráttu verður ekkert betri 13. ágúst. Við vitum það öll sem höfum lágmarkskunnáttu í veiru- og kúrvufræðum. Við sjáum ekki hvað 13. ágúst á að breyta í þeim efnum.“ Formaðurinn er með skýra sýn í þessum efnum. „Mín sýn er sú að fyrir það fyrsta að liðin sem eru í Evrópukeppni fái leiki. Besta væri að það væri alvöru keppnisleikir í Íslandsmóti og spilað fyrir luktum dyrum. Mín persónulega sýn og það þarf ekki að endurspegla mat félagsins eða annara liða er sú að ég vil gera allt sem hægt er að spila fyrir framan áhorfendur.“ „Ef það þýðir að ýta þessu inn í einhvers konar vetrarmót er ég svo sem hlynntur því. Við þurfum að tryggja að það verði leikinn fótbolti á Íslandi núna og ef að við þurfum að taka þá erfiðu ákvörðun að gera það fyrir framan enga áhorfendur, þá verðum við að gera það.“ Páll segir að það verði að spila einhverja leiki hér á landi fyrir Evrópukeppnir þeirra fjögurra liða sem hafa tryggt sér þáttökurétt svo þau standi á jafnréttisgrundvelli í leikjunum þegar þar aðkemur. „Við verðum að tryggja það að liðin okkar; hvort sem það er KR, Breiðablik, FH eða Víkingur, fái alvöru leiki. Við erum eina landið í Evrópa sem bannar fótbolta sem stendur og fótboltinn í dag er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð.“ „Við þurfum að vera skynsöm og þá gildir það í báðar áttir. Að taka ekki óþarfa óhættur en heldur ekki finna upp hjólið og fylgja þeim fordæmum sem hafa verið fundinn upp í Evrópu og nágrannalöndunum,“ sagði skeleggur Páll. Klippa: Sportpakkinn - Páll Kristjánsson
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45
KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48