Á tvítugsaldri á sjúkrahúsi og íhuga að taka upp eins metra fjarlægðarmörk í skólum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 14:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá þessu í dag. Vísir/Vilhelm Þrír einstaklingar eru sem stendur á sjúkrahúsi með kórónuveirusmit. Þeim hefur því fjölgað um einn síðastliðinn sólarhring og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að þar hafi verið um að ræða einstakling á tvítugsaldri. Sá er þó ekki í öndunarvél að sögn Þórólfs. Þá er til skoðunar að taka upp „eins metra reglu“ í ákveðnum aðstæðum og opna á knattspyrnuiðkun. Einn sjúklingur nýtur aðstoðar öndunarvélar sem stendur og alls hafa fjórir þurft á sjúkrahúsaðstoð að halda í þessari lotu faraldursins. Seinni skimun til skoðunar Þórólfur sagði á fundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að breyta fyrirkomulagi hinnar svokölluðu seinni skimunar. Þeir einstaklingar sem hafa víðtækt tengslanet hér á landi eða dvelja hér lengur en í 10 daga hafa þurft að fara í tvær skimanir, eina við komuna til landsins og þá síðari að 4 til 6 dögum liðnum. Þetta var gert því að tveir einstaklingar höfðu greinst neikvæðir við landamæraskimun en komu upp með smit nokkrum dögum síðar og smituðu út frá sér. Rúmlega 8000 einstaklingar hafa nú farið í sýnatöku tvö en aðeins tveir einstaklingar greinst með virkt smit. Því er til skoðunar hvort tilefni sé að breyta þessu fyrirkomulagi, en Þórólfur segir að því fylgi mikið álag. Eins metra regla í skólum Þórólfur ræddi jafnframt um minnisblað sitt sem hann hyggst senda heilbrigðisráðherra um framhald aðgerða vegna veirunnar, bæði hvað varðar fyrirkomulag landamæraskimunar og hafta innanlands. Þá sé jafnframt til skoðunar að taka upp eins metra nálægðartakmörk undir ákveðnum kringumstæðum, t.d. í skólum, en láta tveggja metra regluna gilda áfram annars staðar. Máli sínu til stuðnings nefndi Þórólfur að í Noregi gildi eins metra fjarlægðarmörk, sums staðar séu mörkin á bilinu 1,5 til 1,8 metrar. Talað sé um að eins metra fjarlægð minnki líkur á smiti fimmfalt en fyrir hvern metra aukalega minnki líkurnar á smiti tvisvar sinnum. Það sé því til skoðunar að taka upp eins metra regluna á ákveðnum stöðum. Opna á knattspyrnu Þórólfur sagði jafnframt að til skoðunar sé að leyfa aftur íþróttir með snertingu, eins og knattspyrnu. Það myndi þá koma fram í umræddu minnisblaði. Þórólfur sagði þó að mikilvægt væri að sjá fyrir endann á þessum faraldri áður en almennt verður hægt að marki á þeim takmörkunum sem nú eru í gildi. Hann telur þó ekki tilefni til að herða reglur á þessari stundu. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er hundraðasti fundurinn sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa haldið frá því í lok febrúar. 10. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Þrír einstaklingar eru sem stendur á sjúkrahúsi með kórónuveirusmit. Þeim hefur því fjölgað um einn síðastliðinn sólarhring og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að þar hafi verið um að ræða einstakling á tvítugsaldri. Sá er þó ekki í öndunarvél að sögn Þórólfs. Þá er til skoðunar að taka upp „eins metra reglu“ í ákveðnum aðstæðum og opna á knattspyrnuiðkun. Einn sjúklingur nýtur aðstoðar öndunarvélar sem stendur og alls hafa fjórir þurft á sjúkrahúsaðstoð að halda í þessari lotu faraldursins. Seinni skimun til skoðunar Þórólfur sagði á fundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að breyta fyrirkomulagi hinnar svokölluðu seinni skimunar. Þeir einstaklingar sem hafa víðtækt tengslanet hér á landi eða dvelja hér lengur en í 10 daga hafa þurft að fara í tvær skimanir, eina við komuna til landsins og þá síðari að 4 til 6 dögum liðnum. Þetta var gert því að tveir einstaklingar höfðu greinst neikvæðir við landamæraskimun en komu upp með smit nokkrum dögum síðar og smituðu út frá sér. Rúmlega 8000 einstaklingar hafa nú farið í sýnatöku tvö en aðeins tveir einstaklingar greinst með virkt smit. Því er til skoðunar hvort tilefni sé að breyta þessu fyrirkomulagi, en Þórólfur segir að því fylgi mikið álag. Eins metra regla í skólum Þórólfur ræddi jafnframt um minnisblað sitt sem hann hyggst senda heilbrigðisráðherra um framhald aðgerða vegna veirunnar, bæði hvað varðar fyrirkomulag landamæraskimunar og hafta innanlands. Þá sé jafnframt til skoðunar að taka upp eins metra nálægðartakmörk undir ákveðnum kringumstæðum, t.d. í skólum, en láta tveggja metra regluna gilda áfram annars staðar. Máli sínu til stuðnings nefndi Þórólfur að í Noregi gildi eins metra fjarlægðarmörk, sums staðar séu mörkin á bilinu 1,5 til 1,8 metrar. Talað sé um að eins metra fjarlægð minnki líkur á smiti fimmfalt en fyrir hvern metra aukalega minnki líkurnar á smiti tvisvar sinnum. Það sé því til skoðunar að taka upp eins metra regluna á ákveðnum stöðum. Opna á knattspyrnu Þórólfur sagði jafnframt að til skoðunar sé að leyfa aftur íþróttir með snertingu, eins og knattspyrnu. Það myndi þá koma fram í umræddu minnisblaði. Þórólfur sagði þó að mikilvægt væri að sjá fyrir endann á þessum faraldri áður en almennt verður hægt að marki á þeim takmörkunum sem nú eru í gildi. Hann telur þó ekki tilefni til að herða reglur á þessari stundu.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er hundraðasti fundurinn sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa haldið frá því í lok febrúar. 10. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er hundraðasti fundurinn sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa haldið frá því í lok febrúar. 10. ágúst 2020 13:15