Eins metra regla myndi leysa mörg vandamál varðandi skólahald í haust Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2020 19:00 Ársæll Guðmundsson er skólameistari Borgarholtsskóla. STÖÐ2 Eins metra fjarlægðrarregla leysir mörg vandamál varðandi skólahald í haust að sögn skólameistara. Hann segir að til greina komi að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna til að koma í veg fyrir að skólahald leggist af. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að taka upp eins metra nálægðartakmörk í ákveðnum aðstæðum, til dæmis í skólum. Skólameistari Borgarholtsskóla segir það leysa mörg vandamál varðandi skólahald í haust. „Við höfum verið að undirbúa okkur undir að vera með skólahald í tveggja metra reglunni og það gladdi okkur mikið í dag að heyra að það væri möguleiki að fara í einn metra og það gjörbreytir öllu fyrir okkur, sérstaklega í verknáminu,“ sagði Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Í myndbandinu hér að ofan sést hvernig skólastofa lítur út með tilliti til tveggja metra reglunnar en hún rúmar einungis um tólf nemendur. Hér má sjá skólastofu Borgarholtsskóla með tilliti til tveggja metra reglunnar. Í skólastofuna rúmast aðeins tólf nemendur en hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk.STÖÐ2 Hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk. Nítján inngangar eru inn í bygginguna og er nú unnið að því að skipta skólanum niður í nokkur hólf - en með því verður enginn samgangur á milli nemenda utan hólfanna. Til greina kemur að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna. „Við getum ekki verið með einstaklinga hér í húsi sem neita að fara eftir sóttvarnarreglum og þeim reglum sem við setjum um tveggja metra reglu, eins metra reglu eða reglu um hólfaskiptingu og þá verðum við að geta beitt einhverjum viðurlögum því að annars leggst skólahald í húsinu bara af,“ sagði Ársæll. Bóklega námið verður að miklu leyti í fjarnámi, en áhersla lögð á að fá nýnema inn í hús. „Því skóli er ekki bara námið, það er samfélag og nemendur verða að læra á það samfélag og fá að vera hluti af því. Það er ofsalega mikilvægt. Við megum ekki missa það,“ sagði Ársæll. Hann segir að minna brotthvarf hafi verið í faraldri kórónuveirunnar en alla jafna. „Við eigum eftir að skoða nákvæmlega afhverju það er, en ég held að utanumhaldið hafi verið öðruvísi og meira en áður,“ sagði Ársæll. Hann vonast til að í minnisblaði sóttvarnarlæknis muni vera kveðið á um eins metra reglu í skólum. „Ég er bara komin þangað. Ég get ekki ímyndað mér tveggja metra regluna það verður svo flókið, eins metra reglan leysir gríðarlega mikið,“ sagði Ársæll. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Eins metra fjarlægðrarregla leysir mörg vandamál varðandi skólahald í haust að sögn skólameistara. Hann segir að til greina komi að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna til að koma í veg fyrir að skólahald leggist af. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að taka upp eins metra nálægðartakmörk í ákveðnum aðstæðum, til dæmis í skólum. Skólameistari Borgarholtsskóla segir það leysa mörg vandamál varðandi skólahald í haust. „Við höfum verið að undirbúa okkur undir að vera með skólahald í tveggja metra reglunni og það gladdi okkur mikið í dag að heyra að það væri möguleiki að fara í einn metra og það gjörbreytir öllu fyrir okkur, sérstaklega í verknáminu,“ sagði Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Í myndbandinu hér að ofan sést hvernig skólastofa lítur út með tilliti til tveggja metra reglunnar en hún rúmar einungis um tólf nemendur. Hér má sjá skólastofu Borgarholtsskóla með tilliti til tveggja metra reglunnar. Í skólastofuna rúmast aðeins tólf nemendur en hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk.STÖÐ2 Hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk. Nítján inngangar eru inn í bygginguna og er nú unnið að því að skipta skólanum niður í nokkur hólf - en með því verður enginn samgangur á milli nemenda utan hólfanna. Til greina kemur að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna. „Við getum ekki verið með einstaklinga hér í húsi sem neita að fara eftir sóttvarnarreglum og þeim reglum sem við setjum um tveggja metra reglu, eins metra reglu eða reglu um hólfaskiptingu og þá verðum við að geta beitt einhverjum viðurlögum því að annars leggst skólahald í húsinu bara af,“ sagði Ársæll. Bóklega námið verður að miklu leyti í fjarnámi, en áhersla lögð á að fá nýnema inn í hús. „Því skóli er ekki bara námið, það er samfélag og nemendur verða að læra á það samfélag og fá að vera hluti af því. Það er ofsalega mikilvægt. Við megum ekki missa það,“ sagði Ársæll. Hann segir að minna brotthvarf hafi verið í faraldri kórónuveirunnar en alla jafna. „Við eigum eftir að skoða nákvæmlega afhverju það er, en ég held að utanumhaldið hafi verið öðruvísi og meira en áður,“ sagði Ársæll. Hann vonast til að í minnisblaði sóttvarnarlæknis muni vera kveðið á um eins metra reglu í skólum. „Ég er bara komin þangað. Ég get ekki ímyndað mér tveggja metra regluna það verður svo flókið, eins metra reglan leysir gríðarlega mikið,“ sagði Ársæll.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði