Segir stjórnvöld fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 12:39 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Það geti orðið til að lama innlent efnahagslíf. Að sögn þingmannsins felst lausnin í nýsköpun sem hið opinbera myndi fjármagna. Undanfarna daga hefur umræða skapast um opnun og lokun landamæra vegna kórónuveirunnar nú þegar landsmenn standa frammi fyrir, að því er virðist, annarri bylgju faraldursins. Í umræðunni hafa hagræn áhrif verið vegin og metin og ólíkir hagsmunir togast á. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, sagði í grein sem hann birti í nýjasta tölublaði Vísbendingar að stjórnvöld hefðu gert mistök með því að opna landið fyrir ferðamönnum og ofmetið kosti þess að opna það. Þau hafi sömuleiðis vanmetið þá hættu sem opnunin skapaði fyrir efnahagslífið. Þá gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir að hafa látið hjá líða að ráðast í heildstæða athugun á hagrænum áhrifum við undirbúning opnun landsins. Aukin útbreiðsla veirunnar hér á landi hefur í för með sér sýkingarvarnir á borð við tveggja metra regluna og fjöldatakmarkanir sem setur innlenda atvinnustarfsemi og menntun í uppnám. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ríkisstjórnin hafi með opnun landsins fórnað minni hagsmunum fyrir meiri. „Það er verið að reyna að fá smá ferðaþjónustu inn – Það ekki nándar nærri sama ferþjónusta og var. Við náum því aldrei - en áhættan á sama tíma er að það lamist einmitt allt eins og gerðist hérna fyrr á árinu. Það eru stóru hagsmunirnir á móti. Efnahagslífið innanlands getur einmitt blómstrað mjög vel með aðkomu hins opinbera að nýsköpun þar sem ný störf koma í staðinn fyrir þau glötuðu í ferðaþjónustunni þangað til, mögulega, að ástandið í heiminum er orðið þannig að ferðaþjónustan geti komið inn á ný.“ Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 45.600 í júlí eða um 80,3% færri en í sama mánuði fyrir ári. Björn segir að þegar einkageirinn dregst saman vegna faraldursins fari fjöldi fólks á atvinnuleysisbætur og framleiðslugeta samfélagsins dregst verulega saman. Björn segir að framleiðnimöguleikarnir og mannauðurinn sé enn til staðar, það sé bara ekki verið að nýta það. Í staðinn fyrir þau störf sem glatast í ferðamennsku vegna veirunnar séu tækifæri í boði til nýsköpunar. „Fall í ferðaþjónustu býr til atvinnuleysi og þegar hið opinbera kemur ekki með eitthvað í staðinn þá verður minni framleiðni. Þá eru stjórnvöld að hunsa þá möguleika sem þau hafa til að laga efnahagslífið.“ Björn Leví birti í dag grein um málið á vefsvæði sínu sem hægt er að lesa hér. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45 Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Það geti orðið til að lama innlent efnahagslíf. Að sögn þingmannsins felst lausnin í nýsköpun sem hið opinbera myndi fjármagna. Undanfarna daga hefur umræða skapast um opnun og lokun landamæra vegna kórónuveirunnar nú þegar landsmenn standa frammi fyrir, að því er virðist, annarri bylgju faraldursins. Í umræðunni hafa hagræn áhrif verið vegin og metin og ólíkir hagsmunir togast á. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, sagði í grein sem hann birti í nýjasta tölublaði Vísbendingar að stjórnvöld hefðu gert mistök með því að opna landið fyrir ferðamönnum og ofmetið kosti þess að opna það. Þau hafi sömuleiðis vanmetið þá hættu sem opnunin skapaði fyrir efnahagslífið. Þá gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir að hafa látið hjá líða að ráðast í heildstæða athugun á hagrænum áhrifum við undirbúning opnun landsins. Aukin útbreiðsla veirunnar hér á landi hefur í för með sér sýkingarvarnir á borð við tveggja metra regluna og fjöldatakmarkanir sem setur innlenda atvinnustarfsemi og menntun í uppnám. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ríkisstjórnin hafi með opnun landsins fórnað minni hagsmunum fyrir meiri. „Það er verið að reyna að fá smá ferðaþjónustu inn – Það ekki nándar nærri sama ferþjónusta og var. Við náum því aldrei - en áhættan á sama tíma er að það lamist einmitt allt eins og gerðist hérna fyrr á árinu. Það eru stóru hagsmunirnir á móti. Efnahagslífið innanlands getur einmitt blómstrað mjög vel með aðkomu hins opinbera að nýsköpun þar sem ný störf koma í staðinn fyrir þau glötuðu í ferðaþjónustunni þangað til, mögulega, að ástandið í heiminum er orðið þannig að ferðaþjónustan geti komið inn á ný.“ Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 45.600 í júlí eða um 80,3% færri en í sama mánuði fyrir ári. Björn segir að þegar einkageirinn dregst saman vegna faraldursins fari fjöldi fólks á atvinnuleysisbætur og framleiðslugeta samfélagsins dregst verulega saman. Björn segir að framleiðnimöguleikarnir og mannauðurinn sé enn til staðar, það sé bara ekki verið að nýta það. Í staðinn fyrir þau störf sem glatast í ferðamennsku vegna veirunnar séu tækifæri í boði til nýsköpunar. „Fall í ferðaþjónustu býr til atvinnuleysi og þegar hið opinbera kemur ekki með eitthvað í staðinn þá verður minni framleiðni. Þá eru stjórnvöld að hunsa þá möguleika sem þau hafa til að laga efnahagslífið.“ Björn Leví birti í dag grein um málið á vefsvæði sínu sem hægt er að lesa hér.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45 Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45
Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53
Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30